Innanríkisráðherra vill að fólk ráði nöfnum barna sinna Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 10. mars 2015 21:03 Innanríkisráðuneytið skoðar nú hvort þörf sé á að endurskoða lög um mannanöfn og biðlar til almennings að koma sínum sjónarmiðum um mannanafnalög á framfæri. Innanríkisráðherra er opinn fyrir breytingum á lögunum. Mannanafnalög hafa verið í gildi hér á landi allt frá árinu 1914, en í þeim er meðal annars kveðið á um störfn mannanafnanefndar sem meðal annars hefur það hlutverk að skera úr álita eða ágreiningsmálum sem kunna að koma upp um nafngjafir og nafnritun. Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir að nú sé komin tími til að ræða breytingar í málaflokknum. „Ég er mjög þeirrar skoðunar að fólk eigi nú að ráða sínum málum sjálft og hafa frelsi til þess að velja nöfn á börnin sín,“ segir hún. Almenningi gefst frá og með deginum í dag kostur á að segja senda sína rökstuddu skoðun á mannanafnalögum til innanríkisráðuneytisins. Verða helstu niðurstöður svo nýttar við mat á því hvort lagðar verði til breytingar á gildandi lögum, sem Ólöf segist vera opin að verði breytt. „Við erum opin fyrir breytingum en það togast samt alltaf á í mér ákveðin íhaldssemi og þessi grundvallarskoðun mín að við eigum að fá að ráða okkur sjálf,“ bætir hún við.En er réttlætanlegt árið 2015 að fjölskyldur séu að fá dagsektir þegar barnið þeirra heitir ekki eitthvað sem ríkinu þóknast?„Þetta er bara að lögum og það er ekki að ástæðulausu sem ég er að setja þetta á dagskrá, það er af því að er ég sjálf þeirrar skoðunar að það sé ástæða til að endurskoða þetta,“ segir innanríkisráðherra. Mannanöfn Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Innanríkisráðuneytið skoðar nú hvort þörf sé á að endurskoða lög um mannanöfn og biðlar til almennings að koma sínum sjónarmiðum um mannanafnalög á framfæri. Innanríkisráðherra er opinn fyrir breytingum á lögunum. Mannanafnalög hafa verið í gildi hér á landi allt frá árinu 1914, en í þeim er meðal annars kveðið á um störfn mannanafnanefndar sem meðal annars hefur það hlutverk að skera úr álita eða ágreiningsmálum sem kunna að koma upp um nafngjafir og nafnritun. Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir að nú sé komin tími til að ræða breytingar í málaflokknum. „Ég er mjög þeirrar skoðunar að fólk eigi nú að ráða sínum málum sjálft og hafa frelsi til þess að velja nöfn á börnin sín,“ segir hún. Almenningi gefst frá og með deginum í dag kostur á að segja senda sína rökstuddu skoðun á mannanafnalögum til innanríkisráðuneytisins. Verða helstu niðurstöður svo nýttar við mat á því hvort lagðar verði til breytingar á gildandi lögum, sem Ólöf segist vera opin að verði breytt. „Við erum opin fyrir breytingum en það togast samt alltaf á í mér ákveðin íhaldssemi og þessi grundvallarskoðun mín að við eigum að fá að ráða okkur sjálf,“ bætir hún við.En er réttlætanlegt árið 2015 að fjölskyldur séu að fá dagsektir þegar barnið þeirra heitir ekki eitthvað sem ríkinu þóknast?„Þetta er bara að lögum og það er ekki að ástæðulausu sem ég er að setja þetta á dagskrá, það er af því að er ég sjálf þeirrar skoðunar að það sé ástæða til að endurskoða þetta,“ segir innanríkisráðherra.
Mannanöfn Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira