Segist vera fyrsti einhverfi þingmaðurinn: „Alls óvíst að ég sé allra skrýtnastur hér“ Birgir Olgeirsson skrifar 3. febrúar 2015 14:52 Sigurður Örn segir ekki nokkurn vafa á að á Alþingi hafi í nútíð og fortíð starfað einstaklingar með allskonar raskanir. GVA/Vilhelm) „Að því sögðu vil ég nota tækifærið og segja að ólíkt flestum ykkar hér inni þá er ég greindur, það er að segja greindur einhverfur,“ sagði Sigurður Örn Ágústsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, á Alþingi í dag þar sem hann gerði Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins að umfjöllunarefni. Hann sagði hlutverk stöðvarinnar að efla lífsgæði og bæta framtíð barna og unglinga með þroskaraskanir sem geta leitt til fötlunar en helstu fatlanir barna sem leiða til tilvísunar á greiningarstöðina eru einhverfa, hreyfihömlun og blinda. Hann sagði 300 börnum vísað til greiningarstöðvarinnar á ári en þar af er um sextíu vísað frá árlega vegna þess að stofnunin annar ekki öllum hópum við núverandi aðstæður.Vill verkefni til einkaaðila Hann hvatti Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra til að tryggja með öllum tiltækum ráðum að varnarlausustu einstaklingar landsins fái þá aðstoð sem þeir þurfa jafn snemma og þörf er á, til dæmi með útvistun verkefna til einkaaðila. „Það getur haft mjög mikil áhrif á lífsgæði viðkomandi að bæði greina stöðuna rétt snemma og enn frekar að bregðast við nægjanlega snemma,“ sagði Sigurður Örn og bætti við að endingu að þó hann sé mögulega fyrsti einhverfi þingmaðurinn þá sé ekki nokkur vafi á að bæði í fortíð og nútíð hafi starfað hér fólk með allskonar raskanir. „Og mér sýnist að það sé alls óvíst að ég sé allra skrýtnastur hér,“ sagði Sigurður en heyra má ræðu hans hér. Vill bæta kjör þingmanna Sigurður Örn vakti athygli í síðustu viku þegar hann flutti fyrstu ræðu sína á Alþingi en hann gerði kjör og starsumhverfi þingmanna að umtalsefni sínu og sagði þessi atriði ekki laða að besta fólkið í starfið. „Mitt mat er að það sé hætta á að þetta starf verði, ef ekki verður brugðist við, eingöngu fyrir þá sem eru sterkefnaðir nú þegar, eldheita hugsunarmenn eða þá sem ekki hafa val um annað eða betra starf,“ sagði Sigurður Örn en þá ræðu má horfa á hér fyrir neðan. Alþingi Tengdar fréttir Segir lág laun þingmanna ekki í réttu hlutfalli við mikilvægi starfsins Sigurður Örn Ágústsson telur starfskjör þingmanna ekki laða besta og hæfasta fólkið að. 27. janúar 2015 15:07 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
„Að því sögðu vil ég nota tækifærið og segja að ólíkt flestum ykkar hér inni þá er ég greindur, það er að segja greindur einhverfur,“ sagði Sigurður Örn Ágústsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, á Alþingi í dag þar sem hann gerði Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins að umfjöllunarefni. Hann sagði hlutverk stöðvarinnar að efla lífsgæði og bæta framtíð barna og unglinga með þroskaraskanir sem geta leitt til fötlunar en helstu fatlanir barna sem leiða til tilvísunar á greiningarstöðina eru einhverfa, hreyfihömlun og blinda. Hann sagði 300 börnum vísað til greiningarstöðvarinnar á ári en þar af er um sextíu vísað frá árlega vegna þess að stofnunin annar ekki öllum hópum við núverandi aðstæður.Vill verkefni til einkaaðila Hann hvatti Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra til að tryggja með öllum tiltækum ráðum að varnarlausustu einstaklingar landsins fái þá aðstoð sem þeir þurfa jafn snemma og þörf er á, til dæmi með útvistun verkefna til einkaaðila. „Það getur haft mjög mikil áhrif á lífsgæði viðkomandi að bæði greina stöðuna rétt snemma og enn frekar að bregðast við nægjanlega snemma,“ sagði Sigurður Örn og bætti við að endingu að þó hann sé mögulega fyrsti einhverfi þingmaðurinn þá sé ekki nokkur vafi á að bæði í fortíð og nútíð hafi starfað hér fólk með allskonar raskanir. „Og mér sýnist að það sé alls óvíst að ég sé allra skrýtnastur hér,“ sagði Sigurður en heyra má ræðu hans hér. Vill bæta kjör þingmanna Sigurður Örn vakti athygli í síðustu viku þegar hann flutti fyrstu ræðu sína á Alþingi en hann gerði kjör og starsumhverfi þingmanna að umtalsefni sínu og sagði þessi atriði ekki laða að besta fólkið í starfið. „Mitt mat er að það sé hætta á að þetta starf verði, ef ekki verður brugðist við, eingöngu fyrir þá sem eru sterkefnaðir nú þegar, eldheita hugsunarmenn eða þá sem ekki hafa val um annað eða betra starf,“ sagði Sigurður Örn en þá ræðu má horfa á hér fyrir neðan.
Alþingi Tengdar fréttir Segir lág laun þingmanna ekki í réttu hlutfalli við mikilvægi starfsins Sigurður Örn Ágústsson telur starfskjör þingmanna ekki laða besta og hæfasta fólkið að. 27. janúar 2015 15:07 Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Segir lág laun þingmanna ekki í réttu hlutfalli við mikilvægi starfsins Sigurður Örn Ágústsson telur starfskjör þingmanna ekki laða besta og hæfasta fólkið að. 27. janúar 2015 15:07