Ríkið segir 250 krónur duga fyrir máltíðinni Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. október 2014 07:00 Gert er ráð fyrir að fjögurra manna fjölskylda verji 92 þúsund krónum í mat og drykk á mánuði. fréttablaðið/gva Gert er ráð fyrir að það kosti 745 krónur á dag að fæða hvern einstakling, í frumvarpi fjármálaráðherra um breytingar á virðisaukaskatti. Hver fjölskylda verji rúmlega 2.980 krónum í öll matarinnkaup á dag. Hver máltíð á einstakling kosti 248 kr. Þessar tölur eru byggðar á neyslukönnun Hagstofu Íslands. Miðað er við hjón með tvö börn, annað yngra en sjö ára. Miðað við þetta er búist við því að fyrirhuguð hækkun á matarskatti kosti heimilin 4.315 krónur á mánuði. Sé kostnaður við matar- og drykkjarinnkaup meiri en þar er gert ráð fyrir má gera ráð fyrir að áhrif af hækkun matarskatts verði líka meiri.Bryndís LoftsdóttirBryndís Loftsdóttir er húsmóðir og jafnframt varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún er ósammála þeim tölum sem lagðar eru til grundvallar í frumvarpinu. Hún segist verja tveimur milljónum í mat á ári, en Bryndís á mann og þrjú börn á aldrinum 6-11 ára. Í frumvarpinu er hins vegar gert ráð fyrir að fjögurra manna fjölskylda verji 988 þúsund krónum í mat og drykk. Bryndís er ósátt við breytingar á virðisaukaskattsfrumvarpinu. „Það er nokkuð ljóst að boðuð einföldun mun ekki þýða lægri útgjöld fyrir almenning. Matvæli og aðrar vörur sem nú bera sjö prósent virðisaukaskatt munu samviskusamlega hækka í verði í takt við hækkun á virðisauka og að auki um nokkrar krónur og tíkalla umfram það,“ segir Bryndís. Bryndís segir að Danmörk sé eina landið í Evrópu með eitt skattþrep. „Þeir eru með 25% virðisaukaskatt. Vissulega einfaldur en afar hár skattur. Í Sviss og Noregi, sem standa fyrir utan Evrópusambandið, líkt og við, eru þrjú virðisaukaskattsþrep,“ segir hún. Bryndís segir að það sem þurfi að horfa til sé að fella niður vörugjöld og einfalda tollflokkun. „Það er verðugt verkefni fyrir fjármálaráðuneytið ásamt afnámi hafta sem vonandi er í algjörum forgangi. Þegar við svo réttum betur úr kútnum lækkum við efra skattþrepið, um það verður varla neinn ágreiningur,“ segir Bryndís. Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Fleiri fréttir Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Sjá meira
Gert er ráð fyrir að það kosti 745 krónur á dag að fæða hvern einstakling, í frumvarpi fjármálaráðherra um breytingar á virðisaukaskatti. Hver fjölskylda verji rúmlega 2.980 krónum í öll matarinnkaup á dag. Hver máltíð á einstakling kosti 248 kr. Þessar tölur eru byggðar á neyslukönnun Hagstofu Íslands. Miðað er við hjón með tvö börn, annað yngra en sjö ára. Miðað við þetta er búist við því að fyrirhuguð hækkun á matarskatti kosti heimilin 4.315 krónur á mánuði. Sé kostnaður við matar- og drykkjarinnkaup meiri en þar er gert ráð fyrir má gera ráð fyrir að áhrif af hækkun matarskatts verði líka meiri.Bryndís LoftsdóttirBryndís Loftsdóttir er húsmóðir og jafnframt varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Hún er ósammála þeim tölum sem lagðar eru til grundvallar í frumvarpinu. Hún segist verja tveimur milljónum í mat á ári, en Bryndís á mann og þrjú börn á aldrinum 6-11 ára. Í frumvarpinu er hins vegar gert ráð fyrir að fjögurra manna fjölskylda verji 988 þúsund krónum í mat og drykk. Bryndís er ósátt við breytingar á virðisaukaskattsfrumvarpinu. „Það er nokkuð ljóst að boðuð einföldun mun ekki þýða lægri útgjöld fyrir almenning. Matvæli og aðrar vörur sem nú bera sjö prósent virðisaukaskatt munu samviskusamlega hækka í verði í takt við hækkun á virðisauka og að auki um nokkrar krónur og tíkalla umfram það,“ segir Bryndís. Bryndís segir að Danmörk sé eina landið í Evrópu með eitt skattþrep. „Þeir eru með 25% virðisaukaskatt. Vissulega einfaldur en afar hár skattur. Í Sviss og Noregi, sem standa fyrir utan Evrópusambandið, líkt og við, eru þrjú virðisaukaskattsþrep,“ segir hún. Bryndís segir að það sem þurfi að horfa til sé að fella niður vörugjöld og einfalda tollflokkun. „Það er verðugt verkefni fyrir fjármálaráðuneytið ásamt afnámi hafta sem vonandi er í algjörum forgangi. Þegar við svo réttum betur úr kútnum lækkum við efra skattþrepið, um það verður varla neinn ágreiningur,“ segir Bryndís.
Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Fleiri fréttir Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Sjá meira