Segir ofsa í garð opinberra starfsmanna með ólíkindum Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 25. september 2014 07:15 Opinberir starfsmenn eru um 17.500. Lögreglumenn eru ein stétt opinberra starfsmanna. Fréttablaðið/Pjetur „Þessi ofsi í garð opinberra starfsmanna er með ólíkindum,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG, á Alþingi í gær og vísaði þar til ummæla þingmannanna Vigdísar Hauksdóttur og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í Fréttablaðinu í fyrradag um að endurskoða þurfi og breyta lögunum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Lilja Rafney sagði að það hefði ekki verið erfitt fyrir ríkisstjórnina að hagræða og segja fólki upp. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að það hlyti að mega ræða réttindi og skyldur opinberra starfsmanna.Guðlaug Kristjánsdóttir.„Það að vilja skoða réttindi og skyldur opinberra starfsmanna er ekki árás á opinbera starfsmenn,“ sagði Ragnheiður. Talsmenn BHM og BSRB segja að lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna verði ekki breytt nema að höfðu samráði við stéttarfélög opinberra starfsmanna. „Ég tel að lögin um opinbera starfsmann séu ágæt eins og þau eru. Það er því engin ástæða til að breyta þeim,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB. Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM, segir að það sé svo sem ekkert nýtt að menn vilji breyta þessum lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. „Það gilda hins vegar ákveðnar reglur um hvernig það er gert. Það verður að viðhafa samráð við alla aðila,“ segir Guðlaug og bætir við að BHM hafi ekkert á móti því að ræða lagalega umgjörð kjarasamninga á opinbera markaðnum. Með síðustu kjarasamningum BHM hafi fylgt bókun þar að lútandi.Elín Björg JónsdóttirElín Björg segir að það skjóti skökku við ef það eigi að breyta lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna til þess eins að skerða réttindi þeirra. Samkvæmt lögum um opinbera starfsmenn á forstöðumaður ríkisstofnunar að veita áminningu ef starfsmaður brýtur af sér í starfi. Starfsmaður sem er áminntur vegna brota í starfi á andmælarétt. Ef ríkisstofnun ætlar að segja starfsmanni upp störfum þarf fyrst að veita áminningu og gefa viðkomandi færi á að bæta ráð sitt áður en honum er vikið frá störfum. Ef verið er að leggja niður opinberar stöður eða fækka vegna hagræðingar í rekstri er hins vegar ekki skylt að gefa starfsmanni tækifæri til að tjá sig um uppsögnina. Á almennum vinnumarkaði þarf ekki að rökstyðja uppsagnir starfsmanna og starfsfólk á ekki andmælarétt. Alþingi Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
„Þessi ofsi í garð opinberra starfsmanna er með ólíkindum,“ sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG, á Alþingi í gær og vísaði þar til ummæla þingmannanna Vigdísar Hauksdóttur og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í Fréttablaðinu í fyrradag um að endurskoða þurfi og breyta lögunum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Lilja Rafney sagði að það hefði ekki verið erfitt fyrir ríkisstjórnina að hagræða og segja fólki upp. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að það hlyti að mega ræða réttindi og skyldur opinberra starfsmanna.Guðlaug Kristjánsdóttir.„Það að vilja skoða réttindi og skyldur opinberra starfsmanna er ekki árás á opinbera starfsmenn,“ sagði Ragnheiður. Talsmenn BHM og BSRB segja að lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna verði ekki breytt nema að höfðu samráði við stéttarfélög opinberra starfsmanna. „Ég tel að lögin um opinbera starfsmann séu ágæt eins og þau eru. Það er því engin ástæða til að breyta þeim,“ segir Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB. Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM, segir að það sé svo sem ekkert nýtt að menn vilji breyta þessum lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. „Það gilda hins vegar ákveðnar reglur um hvernig það er gert. Það verður að viðhafa samráð við alla aðila,“ segir Guðlaug og bætir við að BHM hafi ekkert á móti því að ræða lagalega umgjörð kjarasamninga á opinbera markaðnum. Með síðustu kjarasamningum BHM hafi fylgt bókun þar að lútandi.Elín Björg JónsdóttirElín Björg segir að það skjóti skökku við ef það eigi að breyta lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna til þess eins að skerða réttindi þeirra. Samkvæmt lögum um opinbera starfsmenn á forstöðumaður ríkisstofnunar að veita áminningu ef starfsmaður brýtur af sér í starfi. Starfsmaður sem er áminntur vegna brota í starfi á andmælarétt. Ef ríkisstofnun ætlar að segja starfsmanni upp störfum þarf fyrst að veita áminningu og gefa viðkomandi færi á að bæta ráð sitt áður en honum er vikið frá störfum. Ef verið er að leggja niður opinberar stöður eða fækka vegna hagræðingar í rekstri er hins vegar ekki skylt að gefa starfsmanni tækifæri til að tjá sig um uppsögnina. Á almennum vinnumarkaði þarf ekki að rökstyðja uppsagnir starfsmanna og starfsfólk á ekki andmælarétt.
Alþingi Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira