Sigmundur Davíð um stjórnarandstöðuna: „Endursýna gamalt efni“ Aðalsteinn Kjartansson skrifar 14. október 2014 16:36 Orð Sigmundar Davíðs um endursýnt efni féllu í grýttan jarðveg hjá stjórnarandstöðunni. Vísir / GVA „Stjórnarandstaðan virðist hafa valið þennan dag til að endursýna gamalt efni,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í sérstökum umræðum um úthlutun menningarstyrkja á Alþingi í dag. Furðaði hann sig á umræðunni þar sem hún snéri um lið á fjárlögum sem samþykktur var 2012. Þessum ummælum tóku stjórnarandstöðuþingmenn illa og bentu á að óskað hafi verið eftir umræðunni í febrúar síðastliðnum og hún væri fyrst núna komin á dagskrá. „Hæstvirtur forsætisráðherra atyrti hér háttvirtan þingmann Brynhildi Pétursdóttur fyrir að efna til sérstakrar umræðu sem hún er búin að bíða eftir að fá svar við síðan í febrúar,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um gagnrýni Sigmundar. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tók í sama streng. „Hér þurfa háttvirtir þingmenn, eins og háttvirtur þingmaður Brynhildur Pétursdóttir, að bíða mánuðum saman eftir að fá sérstaka umræðu um mál sem varðar góða stjórnsýslu og stjórnsýsluhætti, fá síðan yfir sig ádrepi yfir það að ljá máls á þessu máli, eftir að hafa beðið lengi eftir að taka það upp,“ sagði hún meðal annars. Styrkveitingarnar sem um ræðir er 205 milljónir sem veittar voru til atvinnuskapandi minjaverkefna. Mörg þeirra verkefna sem styrkt voru gátu sótt um styrki í samkeppnissjóðum. Ríkisendurskoðun gagnrýndi hvernig forsætisráðuneytið stóð að úthlutun styrkjanna í skýrslu sem kom út í júní síðastliðnum. Þar hvatti stofnunin ráðuneytið til að setja sér skýrar verklagsreglur um styrkveitingar. Þó að sérstaka umræðan sé að fara fram í dag er þetta ekki í fyrsta sinn sem málið kemur til umfjöllunar. Brynhildur Pétursdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, hefur lagt fram tvær fyrirspurnir um málið fyrir forsætisráðherra en hún óskaði eftir umræðunni. Alþingi Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
„Stjórnarandstaðan virðist hafa valið þennan dag til að endursýna gamalt efni,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í sérstökum umræðum um úthlutun menningarstyrkja á Alþingi í dag. Furðaði hann sig á umræðunni þar sem hún snéri um lið á fjárlögum sem samþykktur var 2012. Þessum ummælum tóku stjórnarandstöðuþingmenn illa og bentu á að óskað hafi verið eftir umræðunni í febrúar síðastliðnum og hún væri fyrst núna komin á dagskrá. „Hæstvirtur forsætisráðherra atyrti hér háttvirtan þingmann Brynhildi Pétursdóttur fyrir að efna til sérstakrar umræðu sem hún er búin að bíða eftir að fá svar við síðan í febrúar,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um gagnrýni Sigmundar. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tók í sama streng. „Hér þurfa háttvirtir þingmenn, eins og háttvirtur þingmaður Brynhildur Pétursdóttir, að bíða mánuðum saman eftir að fá sérstaka umræðu um mál sem varðar góða stjórnsýslu og stjórnsýsluhætti, fá síðan yfir sig ádrepi yfir það að ljá máls á þessu máli, eftir að hafa beðið lengi eftir að taka það upp,“ sagði hún meðal annars. Styrkveitingarnar sem um ræðir er 205 milljónir sem veittar voru til atvinnuskapandi minjaverkefna. Mörg þeirra verkefna sem styrkt voru gátu sótt um styrki í samkeppnissjóðum. Ríkisendurskoðun gagnrýndi hvernig forsætisráðuneytið stóð að úthlutun styrkjanna í skýrslu sem kom út í júní síðastliðnum. Þar hvatti stofnunin ráðuneytið til að setja sér skýrar verklagsreglur um styrkveitingar. Þó að sérstaka umræðan sé að fara fram í dag er þetta ekki í fyrsta sinn sem málið kemur til umfjöllunar. Brynhildur Pétursdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, hefur lagt fram tvær fyrirspurnir um málið fyrir forsætisráðherra en hún óskaði eftir umræðunni.
Alþingi Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira