RS á kjörstað: „Kjördagur leggst alltaf vel í mig“ ÞORGEIR ÁSTVALDSSON OG KRISTÓFER HELGASON skrifar 31. maí 2014 11:30 Halldór greiddi atkvæði sitt í Laugardalshöllinni fyrr í dag. Vísir/Pjetur „Kjördagur leggst alltaf vel í mig,“ segir Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. „Alveg sama hverjar niðurstöðurnar verða, þá eru svo mikil forréttindi að búa í frjálsu samfélagi þar sem við útkljáum málin reglulega með kosningum.“ Hann segir að þrátt fyrir snarpa innkomu sína í kosningabaráttuna sé ekki margt sem hann hefði viljað gera öðruvísi. „Ég held að það sé alltaf eitthvað,“ segir Halldór. „En í heildina tekið held ég að við höfum gert flestallt rétt. Við unnum með aðkomu mjög margra góða stefnu. Frjálslynda, hægrisinnaða stefnu. Það má segja að kosningarnar hefðu kannski mátt snúast meira um öll stefnumál. Kosningar vilja stundum þróast út í að snúast um eitt eða tvö mál og það hefur svolítið gerst í þessari kosningabaráttu.“ Hann kveðst ósáttur með að ýmis mál hafi ekki verið rædd nægilega í aðdraganda kosninganna. „Mér finnst vanta frá meðframbjóðendum okkar að þau hafi verið rædd nógu mikið, velt fram og til baka, hverjir eru kostir og gallar þessara hugmynda? Eins og við höfum verið að segja að það eru ekki góðar hugmyndir í húsnæðismálum hjá Samfylkingunni og Bjartri framtíð. Það eru raunar mjög vondar hugmyndir. Ég hefði viljað fá til baka meiri rökstuðning frá þeim. Svo finnst mér alveg vanta inn í þessa kosningabaráttu umræðu um málefni aldra.“ Hann segist ekki telja að veðrið í dag setji strik í reikninginn í kosningunum. „Þetta er nú ekki þannig veður held ég,“ segir hann. „Á svo ekki að lagast þegar það líður á daginn? Ég vona það að kjörsókn verði góð og við njótum bara dagsins.“Reykjavík síðdegis verður áfram á flakki um borgina í dag. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
„Kjördagur leggst alltaf vel í mig,“ segir Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. „Alveg sama hverjar niðurstöðurnar verða, þá eru svo mikil forréttindi að búa í frjálsu samfélagi þar sem við útkljáum málin reglulega með kosningum.“ Hann segir að þrátt fyrir snarpa innkomu sína í kosningabaráttuna sé ekki margt sem hann hefði viljað gera öðruvísi. „Ég held að það sé alltaf eitthvað,“ segir Halldór. „En í heildina tekið held ég að við höfum gert flestallt rétt. Við unnum með aðkomu mjög margra góða stefnu. Frjálslynda, hægrisinnaða stefnu. Það má segja að kosningarnar hefðu kannski mátt snúast meira um öll stefnumál. Kosningar vilja stundum þróast út í að snúast um eitt eða tvö mál og það hefur svolítið gerst í þessari kosningabaráttu.“ Hann kveðst ósáttur með að ýmis mál hafi ekki verið rædd nægilega í aðdraganda kosninganna. „Mér finnst vanta frá meðframbjóðendum okkar að þau hafi verið rædd nógu mikið, velt fram og til baka, hverjir eru kostir og gallar þessara hugmynda? Eins og við höfum verið að segja að það eru ekki góðar hugmyndir í húsnæðismálum hjá Samfylkingunni og Bjartri framtíð. Það eru raunar mjög vondar hugmyndir. Ég hefði viljað fá til baka meiri rökstuðning frá þeim. Svo finnst mér alveg vanta inn í þessa kosningabaráttu umræðu um málefni aldra.“ Hann segist ekki telja að veðrið í dag setji strik í reikninginn í kosningunum. „Þetta er nú ekki þannig veður held ég,“ segir hann. „Á svo ekki að lagast þegar það líður á daginn? Ég vona það að kjörsókn verði góð og við njótum bara dagsins.“Reykjavík síðdegis verður áfram á flakki um borgina í dag.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira