App með íslenskum nöfnum slær í gegn Lovísa Eiríksdóttir skrifar 11. júní 2013 07:00 Björn Þór Jónsson og Edda Lára Kaaber með sonunum Kára og Arnóri. Ókeypis app fyrir íslensk mannanöfn er komið í App Store en appið vermdi efsta sætið í versluninni þegar það kom út í lok síðasta mánaðar. Appið heitir Nefna og höfundar þess eru Edda Lára Kaaber framhaldsskólakennari og Björn Þór Jónsson forritari, en þau Björn og Edda eru par og eignuðust nýlega barn saman. „Okkur fannst allar þessar mannanafnabækur svo stirðar og langaði að búa til eitthvað skemmtilegt úr þessu ferli sem verður til hjá nýbökuðum foreldrum þegar finna á nafn á barnið,“ segir Edda og bætir við að Björn Þór hafi unnið smáforritið sem lokaverkefni í tölvunarfræði við Háskóla Íslands. Í appinu má finna öll íslensk mannanöfn sem samþykkt hafa verið af mannanafnanefnd og þar eru rúmlega 3.000 nöfn, 1.900 stúlkna- og 1.700 drengjanöfn. Nöfnunum er raðað eftir stafrófsröð, vinsældum og flokkum. Í nafnaflokkunum er meðal annars hægt að finna biblíunöfn, landnámsnöfn, nöfn úr Disney-kvikmyndum og frumleg nöfn sem eru nöfn sem enginn heitir. Einnig er hægt að finna merkingu og uppruna nafna ásamt fjölda þeirra sem heita nafninu nú þegar. Yfir 2.000 manns hafa sótt sér appið og er það ókeypis eins og er. Parið er ekki búið að ákveða hvort það fari eitthvað lengra með verkefnið. „Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð og það gæti vel verið að það verði boðið upp á einhverja aukaeiginleika síðar sem yrði þá hugsanlega rukkað fyrir,“ segir Edda, sem er þó ekki vongóð um að þau eigi eftir að græða mikið á verkefninu. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=ITwg68usRmM">watch on YouTube</a> Björn og Edda eru að flytja til Danmerkur þar sem þau stefna bæði á að fara í meistaranám í leikjafræði. Þau hyggjast vinna saman við að nýta tækni og tölvuleiki til að skapa þekkingu í framtíðinni. „Við fáum að vita hvort við komumst inn í námið 15. júní,“ segir Edda sem telur að leikjafræði séu fræði framtíðarinnar. „Okkur langar svo að búa til eitthvað skemmtilegt fyrir nemendur, blanda saman leikjum og kennslu til þess að ná fram meiri áhuga hjá nemendum. Nú eru spjaldtölvur komnar inn í skólastofur en hvað á að gera við þetta?“ spyr Edda sem vinnur nú að því að svara þeirri spurningu. Hægt er að kynna sér appið nánar á Facebook-síðu Nefna og nálgast það í App Store. Stafræn þróun Mannanöfn Börn og uppeldi Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Ókeypis app fyrir íslensk mannanöfn er komið í App Store en appið vermdi efsta sætið í versluninni þegar það kom út í lok síðasta mánaðar. Appið heitir Nefna og höfundar þess eru Edda Lára Kaaber framhaldsskólakennari og Björn Þór Jónsson forritari, en þau Björn og Edda eru par og eignuðust nýlega barn saman. „Okkur fannst allar þessar mannanafnabækur svo stirðar og langaði að búa til eitthvað skemmtilegt úr þessu ferli sem verður til hjá nýbökuðum foreldrum þegar finna á nafn á barnið,“ segir Edda og bætir við að Björn Þór hafi unnið smáforritið sem lokaverkefni í tölvunarfræði við Háskóla Íslands. Í appinu má finna öll íslensk mannanöfn sem samþykkt hafa verið af mannanafnanefnd og þar eru rúmlega 3.000 nöfn, 1.900 stúlkna- og 1.700 drengjanöfn. Nöfnunum er raðað eftir stafrófsröð, vinsældum og flokkum. Í nafnaflokkunum er meðal annars hægt að finna biblíunöfn, landnámsnöfn, nöfn úr Disney-kvikmyndum og frumleg nöfn sem eru nöfn sem enginn heitir. Einnig er hægt að finna merkingu og uppruna nafna ásamt fjölda þeirra sem heita nafninu nú þegar. Yfir 2.000 manns hafa sótt sér appið og er það ókeypis eins og er. Parið er ekki búið að ákveða hvort það fari eitthvað lengra með verkefnið. „Við höfum fengið mjög jákvæð viðbrögð og það gæti vel verið að það verði boðið upp á einhverja aukaeiginleika síðar sem yrði þá hugsanlega rukkað fyrir,“ segir Edda, sem er þó ekki vongóð um að þau eigi eftir að græða mikið á verkefninu. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=ITwg68usRmM">watch on YouTube</a> Björn og Edda eru að flytja til Danmerkur þar sem þau stefna bæði á að fara í meistaranám í leikjafræði. Þau hyggjast vinna saman við að nýta tækni og tölvuleiki til að skapa þekkingu í framtíðinni. „Við fáum að vita hvort við komumst inn í námið 15. júní,“ segir Edda sem telur að leikjafræði séu fræði framtíðarinnar. „Okkur langar svo að búa til eitthvað skemmtilegt fyrir nemendur, blanda saman leikjum og kennslu til þess að ná fram meiri áhuga hjá nemendum. Nú eru spjaldtölvur komnar inn í skólastofur en hvað á að gera við þetta?“ spyr Edda sem vinnur nú að því að svara þeirri spurningu. Hægt er að kynna sér appið nánar á Facebook-síðu Nefna og nálgast það í App Store.
Stafræn þróun Mannanöfn Börn og uppeldi Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent Gekk betur en óttast var Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira