Piparperlutoppar og saltaðar karamellusmákökur 11. desember 2013 16:15 Hátíðarstund er á dagskrá Stöðvar 2 á fimmtudagskvöldum. Fyrsti þáttur af Hátíðarstund með Rikku fór í loftið á Stöð 2 í síðustu viku. Í þáttunum einblínir Rikka á jólastemmninguna. Þættirnir eru sambland af girnilegum matreiðsluþætti með jólaskreytingarívafi og hátíðlegum jólaundirbúningi og verða alls fjórir talsins. Þátturinn er stútfullur af öllu því helsta sem viðkemur þvi að halda gleðilega jólahátið. Rikka fær til sín gesti sem elda áramótarkalkúninn, hnetusteik, baka smákökur og fara yfir veisluhöld um hátíðarnar. Einnig verður sýnt hvernig aðventukrans er skreyttur á einfaldan og fallegan máta sem og jólatré verður skreytt. Í fyrsta þætti gerði Rikka meðal annars piparperlutoppa og saltaðar karamellusmákökur en uppskriftirnar má finna hér fyrir neðan.Piparperlutoppar3 eggjahvítur150 g púðursykur3/4 tsk kanill100 g piparperlur, saxaðarHitið ofninn í 160°C. Stífþeytið eggjahvíturnar og bætið púðursykrinum smám saman út í. Handhrærið kanilinn og piparperlurnar saman við. Setjið marensinn í sprautupoka og sprautið toppa á smjörpappírsklædda ofnplötu og bakið í 17-20 mínútur. Kælið toppanna í ofninum.Saltaðar karamellusmákökur (20 stk)Smákökur:250 g dökkt súkkulaði, saxað3 msk smjör2 egg120 g sykur1 tsk vanilludropar60 g hveiti1/4 tsk lyftiduftKrem:250 g smjör500 g flórsykur1/4 tsk salt85 g tilbúin karamella Smákökur:Hitið ofninn í 200°C. Bræðið súkkulaðið ásamt smjörinu yfir vatnsbaði. Hrærið egg, sykur og vanilludropa saman þar til að blandan verður ljós og létt. Bætið hveiti, lyftidufti og bræddu súkkulaðiblöndunni saman við og hrærið saman. Mótið litlar kúlur með teskeið og raðið á smjörpappírsklædda ofnplötu og bakið í 8-10 mínútur. Kælið. Krem:Hrærið smjörið upp og bætið flórsykrinum smám saman út í ásamt saltinu. Hrærið karamellunni saman við og smyrjið kreminu á milli smákakanna. Jólamatur Smákökur Uppskriftir Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið
Fyrsti þáttur af Hátíðarstund með Rikku fór í loftið á Stöð 2 í síðustu viku. Í þáttunum einblínir Rikka á jólastemmninguna. Þættirnir eru sambland af girnilegum matreiðsluþætti með jólaskreytingarívafi og hátíðlegum jólaundirbúningi og verða alls fjórir talsins. Þátturinn er stútfullur af öllu því helsta sem viðkemur þvi að halda gleðilega jólahátið. Rikka fær til sín gesti sem elda áramótarkalkúninn, hnetusteik, baka smákökur og fara yfir veisluhöld um hátíðarnar. Einnig verður sýnt hvernig aðventukrans er skreyttur á einfaldan og fallegan máta sem og jólatré verður skreytt. Í fyrsta þætti gerði Rikka meðal annars piparperlutoppa og saltaðar karamellusmákökur en uppskriftirnar má finna hér fyrir neðan.Piparperlutoppar3 eggjahvítur150 g púðursykur3/4 tsk kanill100 g piparperlur, saxaðarHitið ofninn í 160°C. Stífþeytið eggjahvíturnar og bætið púðursykrinum smám saman út í. Handhrærið kanilinn og piparperlurnar saman við. Setjið marensinn í sprautupoka og sprautið toppa á smjörpappírsklædda ofnplötu og bakið í 17-20 mínútur. Kælið toppanna í ofninum.Saltaðar karamellusmákökur (20 stk)Smákökur:250 g dökkt súkkulaði, saxað3 msk smjör2 egg120 g sykur1 tsk vanilludropar60 g hveiti1/4 tsk lyftiduftKrem:250 g smjör500 g flórsykur1/4 tsk salt85 g tilbúin karamella Smákökur:Hitið ofninn í 200°C. Bræðið súkkulaðið ásamt smjörinu yfir vatnsbaði. Hrærið egg, sykur og vanilludropa saman þar til að blandan verður ljós og létt. Bætið hveiti, lyftidufti og bræddu súkkulaðiblöndunni saman við og hrærið saman. Mótið litlar kúlur með teskeið og raðið á smjörpappírsklædda ofnplötu og bakið í 8-10 mínútur. Kælið. Krem:Hrærið smjörið upp og bætið flórsykrinum smám saman út í ásamt saltinu. Hrærið karamellunni saman við og smyrjið kreminu á milli smákakanna.
Jólamatur Smákökur Uppskriftir Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið