"Ekki slást við svín í svínastíunni“ 17. febrúar 2013 16:04 „Ég læt ekki áróðursbull og vitleysu stoppa mig. Það er eins gott að hætta þessu bara ef menn hrekjast undan hælbítum með lélegan málstað. Það kemur bara ekki til greina." Þetta sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar spurði þáttastjórnandi hvort að umræðan um tengsl Bjarna við viðskiptalífið hafi haft neikvæð áhrif á hann sem formann og um leið á fylgi Sjálfstæðisflokkinn. „Það getur vel verið," svaraði Bjarni. „Þetta er tilraun andstæðinga minna - og sérstaklega þeirra sem vilja hnekkja á Sjálfstæðisflokknum - til að finna mál sem draga athygli frá stóru málunum. Þeir sem vilja tala um þetta þora ekki í málefnalega umræðu um hin stóru mál stjórnmálanna." Bjarni ítrekaði að hann hefði aldrei setið í stjórn Vafnings og að hann hefði hvorki talað yfir hönd félagsins né staðið í samningagerð fyrir hönd þess. „Ég kom ekki nálægt þessu félagi á neinn hátt," sagði Bjarni. „Þannig að það er algjörlega fráleitt að vera að bendla mig með óeðlilegum hætti við þetta félag. Enda kom það í ljós í dómsmálinu í desember að saksóknari var á villigötum með því að vera blanda því inn í þetta Milestone-lán." Eins og fram kom í könnun Capacent Gallup, sem gerð var fyrir hönd Samtaka áhugafólks um stjórnmál, á dögunum telja 82 prósent að Hanna Birna Kristjánsdóttir yrði sterkari formaður Sjálfstæðisflokksins en Bjarni. Bjarni segir það vel mega vera að umræðan um tengsl hans við viðskiptalífið hafi haft áhrif á niðurstöðu könnunarinnar. „Þó svo að ég standi einn eftir með að svara fyrir þessi tengsl þá hætti ég því ekki," segir Bjarni. „Ég legg ekki niður vopnin, þó að andstæðingar mínir reyni að klína á mig ósanngjörnum ávirðingum eins og DV-menn hafa gert ítrekað." Þá sagði Bjarni að hann hefði getað höfðað mál á hendur DV fyrir að hafa haldið því fram í forsíðufrétt að hann hefði játað að hafa gerst sekur um skjalafals í Vafningsmálinu. „Hvers konar yfirgangur og bull og vitleysa er þetta?" spyr Bjarni. Sp. blm. En hefurðu hugsað þér að fara í meiðyrðamál? „Ég hef nálgast þetta út frá heilræði sem ég lærði einu sinni í Ameríku: Ekki slást við svín í svínastíunni, báðir verða skítugir upp fyrir haus, en það er bara svínið sem hefur gaman af því." Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan. Vafningsmálið Sjálfstæðisflokkurinn Sprengisandur Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent Fleiri fréttir Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Sjá meira
„Ég læt ekki áróðursbull og vitleysu stoppa mig. Það er eins gott að hætta þessu bara ef menn hrekjast undan hælbítum með lélegan málstað. Það kemur bara ekki til greina." Þetta sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Þar spurði þáttastjórnandi hvort að umræðan um tengsl Bjarna við viðskiptalífið hafi haft neikvæð áhrif á hann sem formann og um leið á fylgi Sjálfstæðisflokkinn. „Það getur vel verið," svaraði Bjarni. „Þetta er tilraun andstæðinga minna - og sérstaklega þeirra sem vilja hnekkja á Sjálfstæðisflokknum - til að finna mál sem draga athygli frá stóru málunum. Þeir sem vilja tala um þetta þora ekki í málefnalega umræðu um hin stóru mál stjórnmálanna." Bjarni ítrekaði að hann hefði aldrei setið í stjórn Vafnings og að hann hefði hvorki talað yfir hönd félagsins né staðið í samningagerð fyrir hönd þess. „Ég kom ekki nálægt þessu félagi á neinn hátt," sagði Bjarni. „Þannig að það er algjörlega fráleitt að vera að bendla mig með óeðlilegum hætti við þetta félag. Enda kom það í ljós í dómsmálinu í desember að saksóknari var á villigötum með því að vera blanda því inn í þetta Milestone-lán." Eins og fram kom í könnun Capacent Gallup, sem gerð var fyrir hönd Samtaka áhugafólks um stjórnmál, á dögunum telja 82 prósent að Hanna Birna Kristjánsdóttir yrði sterkari formaður Sjálfstæðisflokksins en Bjarni. Bjarni segir það vel mega vera að umræðan um tengsl hans við viðskiptalífið hafi haft áhrif á niðurstöðu könnunarinnar. „Þó svo að ég standi einn eftir með að svara fyrir þessi tengsl þá hætti ég því ekki," segir Bjarni. „Ég legg ekki niður vopnin, þó að andstæðingar mínir reyni að klína á mig ósanngjörnum ávirðingum eins og DV-menn hafa gert ítrekað." Þá sagði Bjarni að hann hefði getað höfðað mál á hendur DV fyrir að hafa haldið því fram í forsíðufrétt að hann hefði játað að hafa gerst sekur um skjalafals í Vafningsmálinu. „Hvers konar yfirgangur og bull og vitleysa er þetta?" spyr Bjarni. Sp. blm. En hefurðu hugsað þér að fara í meiðyrðamál? „Ég hef nálgast þetta út frá heilræði sem ég lærði einu sinni í Ameríku: Ekki slást við svín í svínastíunni, báðir verða skítugir upp fyrir haus, en það er bara svínið sem hefur gaman af því." Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Vafningsmálið Sjálfstæðisflokkurinn Sprengisandur Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent Fleiri fréttir Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Sjá meira