Lego framleiðir geimskip byggt á tölvuleiknum EVE 21. mars 2012 09:00 Lego-útgáfa af geimskipi úr EVE Online verður framleidd á næstunni. „Það er verið að fljúga inn módeli sem verður til sýnis á Fanfest," segir Eldar Ástþórsson, verkefnastjóri markaðsdeildar hjá CCP. Ný Lego-útgáfa af geimskipi úr tölvuleiknum EVE Online verður til sýnis á EVE Fanfest-hátíðinni sem hefst í Hörpu á fimmtudaginn. „Það var ákveðið að láta slag standa og vinna með Lego að framleiðslu á Lego-skipi. Það eru rúmlega 360 þúsund áskrifendur að EVE Online í dag og við höfum fundið fyrir því að það er áhugi fyrir einmitt svona vörum," segir Eldar. „Það er gaman að gera þetta í samstarfi við öfluga aðila eins og Lego. Hver veit nema þetta sé fyrsta skrefið í átt að frekari samstarfi með þeim. En eins og er þá er þetta eina módelið sem er fyrirhugað að setja á markað." Það er skammt stórra högga á milli hjá CCP því í gær var tilkynnt um að annar tölvuleikur fyrirtækisins, DUST 514, verði heimsfrumsýndur á upphafsdegi Fanfest. Þar verður almenningi og blaðamönnum í fyrsta sinn gefinn kostur á að spila skotleikinn. Yfir sjötíu erlendir blaðamenn eru staddir hérlendis vegna hátíðarinnar og frumsýningar leiksins, sem hefur verið í þróun síðustu fjögur ár. Að sögn Hilmars Veigars Péturssonar, framkvæmdastjóra CCP, eru um 170 manns að vinna við leikinn hjá fyrirtækinu. „Hann er sjúklega flottur," segir hann, spurður út í DUST 514. Fyrir tæpu ári tilkynnti fyrirtækið um samstarf sitt við Sony um útgáfu á leiknum. Í upphafi þessa mánaðar tilkynnti CCP að hann yrði fáanlegur fyrir eigendur PlayStation 3 án endurgjalds í gegnum PlayStation Network Sony. Þar með yrði hann fyrsti leikur sinnar tegundar til að styðjast við nýtt viðskiptamódel, svokallaða Free to play-útgáfu þar sem leikurinn er ókeypis en tekna er aflað með sölu á varningi og ýmsum viðbótum sem opna á frekari möguleika fyrir spilara leiksins. Fyrir vikið vonast Hilmar til að mun fleiri eigi eftir að spila leikinn en hinir 360 þúsund manns sem eru áskrifendur að EVE-Online.„Í lok þessa árs, ef allt gengur upp, mun það teljast í mörgum milljónum hve margir eru að spila þennan leik," segir hann. EVE Fanfest fer fram í áttunda sinn í Reykjavík dagana 22.-24. mars. Búist er við á annað þúsund gestum á hátíðina. [email protected] Leikjavísir Lífið Tengdar fréttir Fanfest: Þjóðhátíð tölvuleikjaspilara Tölvuleikjaframleiðandinn CCP kynnti nú síðdegis nýjan tölvuleik fyrir Play Station leikjatölvur. Leikurinn hefur verið í þróun í fjögur ár og markar hann tímamót í tölvuleikjaiðnaði heimsins segir framkvæmdastjóri fyrirtækisins. 22. mars 2012 20:30 Árshátíð CCP - DUST 514 heimsfrumsýndur "Við erum beinlínis að taka yfir Hörpuna," segir Eldar Ástþórsson, verkefnastjóri markaðsdeildar CCP. Fanfest hátíðin hófst í dag en þar mun tölvuleikjaframleiðandinn CCP heimsfrumsýna nýjustu afurð sína - DUST 514. 22. mars 2012 16:25 CCP með fyrirlestur í Hörpu Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP stendur fyrir opnum fyrirlestri og kynningu á starfsemi fyrirtækisins í Hörpunni á morgun. Rætt verður um fjölspilunarleikinn EVE Online og EVE Fanfest hátíðinni sem haldin verður í tónlistarhúsinu um helgina. 21. mars 2012 15:45 Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
„Það er verið að fljúga inn módeli sem verður til sýnis á Fanfest," segir Eldar Ástþórsson, verkefnastjóri markaðsdeildar hjá CCP. Ný Lego-útgáfa af geimskipi úr tölvuleiknum EVE Online verður til sýnis á EVE Fanfest-hátíðinni sem hefst í Hörpu á fimmtudaginn. „Það var ákveðið að láta slag standa og vinna með Lego að framleiðslu á Lego-skipi. Það eru rúmlega 360 þúsund áskrifendur að EVE Online í dag og við höfum fundið fyrir því að það er áhugi fyrir einmitt svona vörum," segir Eldar. „Það er gaman að gera þetta í samstarfi við öfluga aðila eins og Lego. Hver veit nema þetta sé fyrsta skrefið í átt að frekari samstarfi með þeim. En eins og er þá er þetta eina módelið sem er fyrirhugað að setja á markað." Það er skammt stórra högga á milli hjá CCP því í gær var tilkynnt um að annar tölvuleikur fyrirtækisins, DUST 514, verði heimsfrumsýndur á upphafsdegi Fanfest. Þar verður almenningi og blaðamönnum í fyrsta sinn gefinn kostur á að spila skotleikinn. Yfir sjötíu erlendir blaðamenn eru staddir hérlendis vegna hátíðarinnar og frumsýningar leiksins, sem hefur verið í þróun síðustu fjögur ár. Að sögn Hilmars Veigars Péturssonar, framkvæmdastjóra CCP, eru um 170 manns að vinna við leikinn hjá fyrirtækinu. „Hann er sjúklega flottur," segir hann, spurður út í DUST 514. Fyrir tæpu ári tilkynnti fyrirtækið um samstarf sitt við Sony um útgáfu á leiknum. Í upphafi þessa mánaðar tilkynnti CCP að hann yrði fáanlegur fyrir eigendur PlayStation 3 án endurgjalds í gegnum PlayStation Network Sony. Þar með yrði hann fyrsti leikur sinnar tegundar til að styðjast við nýtt viðskiptamódel, svokallaða Free to play-útgáfu þar sem leikurinn er ókeypis en tekna er aflað með sölu á varningi og ýmsum viðbótum sem opna á frekari möguleika fyrir spilara leiksins. Fyrir vikið vonast Hilmar til að mun fleiri eigi eftir að spila leikinn en hinir 360 þúsund manns sem eru áskrifendur að EVE-Online.„Í lok þessa árs, ef allt gengur upp, mun það teljast í mörgum milljónum hve margir eru að spila þennan leik," segir hann. EVE Fanfest fer fram í áttunda sinn í Reykjavík dagana 22.-24. mars. Búist er við á annað þúsund gestum á hátíðina. [email protected]
Leikjavísir Lífið Tengdar fréttir Fanfest: Þjóðhátíð tölvuleikjaspilara Tölvuleikjaframleiðandinn CCP kynnti nú síðdegis nýjan tölvuleik fyrir Play Station leikjatölvur. Leikurinn hefur verið í þróun í fjögur ár og markar hann tímamót í tölvuleikjaiðnaði heimsins segir framkvæmdastjóri fyrirtækisins. 22. mars 2012 20:30 Árshátíð CCP - DUST 514 heimsfrumsýndur "Við erum beinlínis að taka yfir Hörpuna," segir Eldar Ástþórsson, verkefnastjóri markaðsdeildar CCP. Fanfest hátíðin hófst í dag en þar mun tölvuleikjaframleiðandinn CCP heimsfrumsýna nýjustu afurð sína - DUST 514. 22. mars 2012 16:25 CCP með fyrirlestur í Hörpu Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP stendur fyrir opnum fyrirlestri og kynningu á starfsemi fyrirtækisins í Hörpunni á morgun. Rætt verður um fjölspilunarleikinn EVE Online og EVE Fanfest hátíðinni sem haldin verður í tónlistarhúsinu um helgina. 21. mars 2012 15:45 Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Fanfest: Þjóðhátíð tölvuleikjaspilara Tölvuleikjaframleiðandinn CCP kynnti nú síðdegis nýjan tölvuleik fyrir Play Station leikjatölvur. Leikurinn hefur verið í þróun í fjögur ár og markar hann tímamót í tölvuleikjaiðnaði heimsins segir framkvæmdastjóri fyrirtækisins. 22. mars 2012 20:30
Árshátíð CCP - DUST 514 heimsfrumsýndur "Við erum beinlínis að taka yfir Hörpuna," segir Eldar Ástþórsson, verkefnastjóri markaðsdeildar CCP. Fanfest hátíðin hófst í dag en þar mun tölvuleikjaframleiðandinn CCP heimsfrumsýna nýjustu afurð sína - DUST 514. 22. mars 2012 16:25
CCP með fyrirlestur í Hörpu Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP stendur fyrir opnum fyrirlestri og kynningu á starfsemi fyrirtækisins í Hörpunni á morgun. Rætt verður um fjölspilunarleikinn EVE Online og EVE Fanfest hátíðinni sem haldin verður í tónlistarhúsinu um helgina. 21. mars 2012 15:45