Þarf að vera tilgangur? Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 16. apríl 2011 21:00 Bíó Barney‘s Version Leikstjóri: Richard J. Lewis Aðalhlutverk: Paul Giamatti, Rosamund Pike, Dustin Hoffman, Minnie Driver, Scott Speedman, Bruce Greenwood. Paul Giamatti leikur Barney Panofsky, bitran og léttklikkaðan sjónvarpsþáttaframleiðanda sem hefur farið illa með sig í gegnum árin. Hann hefur verið kvæntur í þrígang, hann á við drykkjuvandamál að stríða og hefur í þrjá áratugi verið grunaður um að hafa orðið vini sínum að bana, þrátt fyrir að aldrei hafi neitt sannast á hann. Barney rifjar upp fortíðina, hjónabönd sín og dauðsfall vinarins. Stærsti hluti myndarinnar samanstendur af svipmyndum úr fortíðinni. Eða allavega eins og Barney man eftir þeim. Giamatti er afskaplega hæfileikaríkur leikari og með dyggri aðstoð förðunarteymisins nær hann að túlka þennan geðstirða gamlingja á sannfærandi hátt. Giamatti sjálfur er ekki nema rétt skriðinn yfir fertugt. Dustin Hoffman er síðan hryllilega fyndinn sem hinn kynóði og ávallt pínlegi pabbi Barneys. Aðrir leikarar standa sig einnig ljómandi vel. Minnie Driver á til dæmis stutta en skemmtilega innkomu sem leiðinlegasta kona heims. Í raun er Barney samt algjör drullusokkur. Hann telur sig ætíð vera að gera rétt, en það forðar honum þó ekki frá því að sýna svínslega hegðun trekk í trekk. Það getur verið erfitt að gleyma sér í mynd þar sem aðalpersónan er siðblint fól, en persónan er áhugaverð og Giamatti gerir hana mannlega. Svei mér þá, mér var farið að þykja vænt um óbermið undir restina. Myndin reynir aldrei að þröngva siðferðisboðskap upp á áhorfandann. Margar myndir vilja kenna manni lexíu um lífið, binda hlutina snyrtilega saman í lokin, og virðast hafa skýran tilgang. Barney‘s Version er hins vegar óræð og leyfir ímyndunaraflinu að leika lausum hala. Er tilgangur með myndinni? Þarf að vera tilgangur? Nafn sjónvarpsþáttafyrirtækis Barneys, Totally Unnecessary Productions, er mögulega vísbending um „mikilvægi“ hans sem manneskju. Hann er allur af vilja gerður, en þegar öllu er á botninn hvolft hefur hann lítið fram að færa. Til þess er hann of eigingjarn. Niðurstaða: Lágstemmd og óvenjuleg mynd um mann sem maður vill síður þekkja. Paul Giamatti heldur myndinni þó vel fyrir ofan meðalmennskuna. Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bíó Barney‘s Version Leikstjóri: Richard J. Lewis Aðalhlutverk: Paul Giamatti, Rosamund Pike, Dustin Hoffman, Minnie Driver, Scott Speedman, Bruce Greenwood. Paul Giamatti leikur Barney Panofsky, bitran og léttklikkaðan sjónvarpsþáttaframleiðanda sem hefur farið illa með sig í gegnum árin. Hann hefur verið kvæntur í þrígang, hann á við drykkjuvandamál að stríða og hefur í þrjá áratugi verið grunaður um að hafa orðið vini sínum að bana, þrátt fyrir að aldrei hafi neitt sannast á hann. Barney rifjar upp fortíðina, hjónabönd sín og dauðsfall vinarins. Stærsti hluti myndarinnar samanstendur af svipmyndum úr fortíðinni. Eða allavega eins og Barney man eftir þeim. Giamatti er afskaplega hæfileikaríkur leikari og með dyggri aðstoð förðunarteymisins nær hann að túlka þennan geðstirða gamlingja á sannfærandi hátt. Giamatti sjálfur er ekki nema rétt skriðinn yfir fertugt. Dustin Hoffman er síðan hryllilega fyndinn sem hinn kynóði og ávallt pínlegi pabbi Barneys. Aðrir leikarar standa sig einnig ljómandi vel. Minnie Driver á til dæmis stutta en skemmtilega innkomu sem leiðinlegasta kona heims. Í raun er Barney samt algjör drullusokkur. Hann telur sig ætíð vera að gera rétt, en það forðar honum þó ekki frá því að sýna svínslega hegðun trekk í trekk. Það getur verið erfitt að gleyma sér í mynd þar sem aðalpersónan er siðblint fól, en persónan er áhugaverð og Giamatti gerir hana mannlega. Svei mér þá, mér var farið að þykja vænt um óbermið undir restina. Myndin reynir aldrei að þröngva siðferðisboðskap upp á áhorfandann. Margar myndir vilja kenna manni lexíu um lífið, binda hlutina snyrtilega saman í lokin, og virðast hafa skýran tilgang. Barney‘s Version er hins vegar óræð og leyfir ímyndunaraflinu að leika lausum hala. Er tilgangur með myndinni? Þarf að vera tilgangur? Nafn sjónvarpsþáttafyrirtækis Barneys, Totally Unnecessary Productions, er mögulega vísbending um „mikilvægi“ hans sem manneskju. Hann er allur af vilja gerður, en þegar öllu er á botninn hvolft hefur hann lítið fram að færa. Til þess er hann of eigingjarn. Niðurstaða: Lágstemmd og óvenjuleg mynd um mann sem maður vill síður þekkja. Paul Giamatti heldur myndinni þó vel fyrir ofan meðalmennskuna.
Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira