Freyðandi undanrenna Sigurbjörg Árnadóttir skrifar 30. mars 2011 00:00 Farsæll farsi. Leikfélag Akureyrar. Höfundar: Philip LaZebnik og Kingsley Day. Þýðing og staðfærsla: Karl Ágúst Úlfsson. Leikarar: Edda Björg Eyjólfsdóttir og Jóhann G. Jóhannsson. Leikstjóri: María Sigurðardóttir Farsæll farsi er bandarískur gamanleikur sem hefur verið íslenskaður og staðfærður af Karli Ágústi Úlfssyni. Þýðingin er góð en ekki eru hjónakornin mjög trúverðugir sem Akureyringar í borgarferð fremur en aðrar persónur verksins eru miklir Íslendingar. Það er oft fremur hæpið að ætla að staðfæra leikrit og í þessu tilviki er það fremur hjákátlegt. Verkið sjálft er svo þunnt og innihaldslaust að það er skömminni skárra á ímynda sér að sjónvarpskonan Ellý og aðrar persónur séu Ameríkanar heldur en Íslendingar. Verkið segir frá hjónunum Rebekku og Herberti, sem búa á Akureyri en eru komin suður til Reykjavíkur til að kynna afrakstur tíu ára vinnu Herberts, bókina Farsælt hjónaband, sem er sjálfshjálparbók ætluð hjónum sem vilja viðhalda hamingju í hjónabandi. Það sem áhorfendur sjá af hjónabandi Herberts og Rebekku, á hótelherbergi í Reykjavík eitt síðdegi, er þó ekki jafn fullkomið og bókartitillinn gefur til kynna. Farsæll farsi er sem sagt hótelherbergjafarsi sem gengur út á framhjáhald, feluleik og misskilning á milli þeirra tíu persóna sem í verkinu eru. Hlutverkin eru öll leikin af leikurunum Eddu Björgu Eyjólfsdóttur og Jóhanni G. Jóhannssyni og þar liggja stærstu mistök leikstjórans. Það þarf yfirnáttúrlega hæfileika til að tveir leikarar haldi uppi þeirri spennu sem jafn innihaldslaust verk krefst. Áhorfandinn veit að leikararnir eru bara tveir og því myndast engin spenna þó annað hjóna ætli inn um forboðnar dyr þar sem þriðji aðili á að vera inni. Það er meira spennandi að vita hvort þeim tekst að skipta um gerfi í tæka tíð. Leikararnir stóðu sig með ágætum og hafa áður sýnt á sviði LA að þau eru velhæfir gamanleikarar sem og leikhússtjórinn María sem hefur margsýnt að hún á fína takta sem leikstjóri þó svo henni hafi brugðist bogalistin að þessu sinni. Sviðsmyndin er ósköp venjuleg. Farsæll farsi er innantómt verk sem kannski hefði verið hægt að glæða lífi með fleiri leikurum, en það er ógjörningur að tveir leikarar nái að skapa þá spennu sem verkið krefst til að hægt sé að brosa að feluleikjamisskilningsbrellunum. Ekki veit ég hvað Leikfélagi Akureyrar gengur til með að bjóða bæjarbúum og öðrum sem leikhúsið sækja uppá aðra eins undanrennu. Ef það vantaði farsa þá eru til góðir farsar og það með boðskap. Nægir þar að nefna ítalska nóbelsskáldið Dario Fo. En við eigum líka til nóg af íslenskum leikritum sem eiga erindi við okkur. Það þarf ekki að sýna farsa til að fólk flykkist í leikhús og nægir að minna á gestasýningu Þjóðleikhússins á Íslandsklukkunni sem sýnd var hér fyrr í vetur fyrir fullu húsi. Í efnahagsþrengingum kallar fólk eftir góðri list, í leiklist jafnt og öðrum listgreinum og gott leikhús er eins og spegill sem við speglum okkur í. Spegill fortíðar, lífsins eins og því var og er lifað og bendir okkur á hvernig hægt er að lifa því. Í kreppuástandi þarf fólk á áttavita listarinnar og uppörvun að halda. Við skulum vona að næsta leikár Leikfélags Akureyrar verði metnaðarfyllra en það sem nú er að kveðja. Niðurstaða: Innantómt verk og alltof mikið lagt á tvo ágæta leikara að reyna að ljá því líf. Lífið Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Farsæll farsi. Leikfélag Akureyrar. Höfundar: Philip LaZebnik og Kingsley Day. Þýðing og staðfærsla: Karl Ágúst Úlfsson. Leikarar: Edda Björg Eyjólfsdóttir og Jóhann G. Jóhannsson. Leikstjóri: María Sigurðardóttir Farsæll farsi er bandarískur gamanleikur sem hefur verið íslenskaður og staðfærður af Karli Ágústi Úlfssyni. Þýðingin er góð en ekki eru hjónakornin mjög trúverðugir sem Akureyringar í borgarferð fremur en aðrar persónur verksins eru miklir Íslendingar. Það er oft fremur hæpið að ætla að staðfæra leikrit og í þessu tilviki er það fremur hjákátlegt. Verkið sjálft er svo þunnt og innihaldslaust að það er skömminni skárra á ímynda sér að sjónvarpskonan Ellý og aðrar persónur séu Ameríkanar heldur en Íslendingar. Verkið segir frá hjónunum Rebekku og Herberti, sem búa á Akureyri en eru komin suður til Reykjavíkur til að kynna afrakstur tíu ára vinnu Herberts, bókina Farsælt hjónaband, sem er sjálfshjálparbók ætluð hjónum sem vilja viðhalda hamingju í hjónabandi. Það sem áhorfendur sjá af hjónabandi Herberts og Rebekku, á hótelherbergi í Reykjavík eitt síðdegi, er þó ekki jafn fullkomið og bókartitillinn gefur til kynna. Farsæll farsi er sem sagt hótelherbergjafarsi sem gengur út á framhjáhald, feluleik og misskilning á milli þeirra tíu persóna sem í verkinu eru. Hlutverkin eru öll leikin af leikurunum Eddu Björgu Eyjólfsdóttur og Jóhanni G. Jóhannssyni og þar liggja stærstu mistök leikstjórans. Það þarf yfirnáttúrlega hæfileika til að tveir leikarar haldi uppi þeirri spennu sem jafn innihaldslaust verk krefst. Áhorfandinn veit að leikararnir eru bara tveir og því myndast engin spenna þó annað hjóna ætli inn um forboðnar dyr þar sem þriðji aðili á að vera inni. Það er meira spennandi að vita hvort þeim tekst að skipta um gerfi í tæka tíð. Leikararnir stóðu sig með ágætum og hafa áður sýnt á sviði LA að þau eru velhæfir gamanleikarar sem og leikhússtjórinn María sem hefur margsýnt að hún á fína takta sem leikstjóri þó svo henni hafi brugðist bogalistin að þessu sinni. Sviðsmyndin er ósköp venjuleg. Farsæll farsi er innantómt verk sem kannski hefði verið hægt að glæða lífi með fleiri leikurum, en það er ógjörningur að tveir leikarar nái að skapa þá spennu sem verkið krefst til að hægt sé að brosa að feluleikjamisskilningsbrellunum. Ekki veit ég hvað Leikfélagi Akureyrar gengur til með að bjóða bæjarbúum og öðrum sem leikhúsið sækja uppá aðra eins undanrennu. Ef það vantaði farsa þá eru til góðir farsar og það með boðskap. Nægir þar að nefna ítalska nóbelsskáldið Dario Fo. En við eigum líka til nóg af íslenskum leikritum sem eiga erindi við okkur. Það þarf ekki að sýna farsa til að fólk flykkist í leikhús og nægir að minna á gestasýningu Þjóðleikhússins á Íslandsklukkunni sem sýnd var hér fyrr í vetur fyrir fullu húsi. Í efnahagsþrengingum kallar fólk eftir góðri list, í leiklist jafnt og öðrum listgreinum og gott leikhús er eins og spegill sem við speglum okkur í. Spegill fortíðar, lífsins eins og því var og er lifað og bendir okkur á hvernig hægt er að lifa því. Í kreppuástandi þarf fólk á áttavita listarinnar og uppörvun að halda. Við skulum vona að næsta leikár Leikfélags Akureyrar verði metnaðarfyllra en það sem nú er að kveðja. Niðurstaða: Innantómt verk og alltof mikið lagt á tvo ágæta leikara að reyna að ljá því líf.
Lífið Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira