Sögur af körlum Jón Yngvi Jóhannsson skrifar 4. janúar 2011 09:00 Ég sé ekkert svona gleraugnalaus eftir Óskar Magnússon. Bækur Ég sé ekkert svona gleraugnalaus Óskar Magnússon Óskar Magnússon er fundvís á langa og nokkuð undirfurðulega titla. Fyrsta smásagnasafn hans hét Borðaði ég kvöldmat í gær og nú er komið út nýtt smásagnasafn sem nefnist Ég sé ekkert svona gleraugnalaus. Á forsíðu bókarinnar er tilvitnun í lesanda eins og er orðinn plagsiður hjá íslenskum útgefendum. Þar gefur Einar Kárason bókinni bestu meðmæli. Það er ekki laust við að maður fái á tilfinninguna að þar klappi meistarinn lærisveini sínum á kollinn í viðurkenningarskyni. Sögur Óskars minna töluvert á smásögur Einars Kárasonar. Það er ekki sagt sögunum eða höfundi þeirra til lasts. Óskar fer vel með þessi áhrif, sögurnar eru hnyttnar og ágætlega heppnaðar og stíllinn er fumlaus, blátt áfram og hressilegur. Flestar sögurnar í þessari bók eru karlasögur, ekki grobbsögur, heldur írónískar og ísmeygilegar sögur um karla sem ráða misvel við þau hlutverk sem lífið hefur skipað þeim í. Flestar eru sögurnar fyndnar, einstaka saga, eins og t.d. síðasta sagan "Fína kvöldið", fara alveg yfir í groddakímni. En léttleikinn og gassagangurinn á yfirborðinu segir ekki alla söguna. Sögur Óskars afhjúpa veikleika persónanna, karlarnir í sögum hans eru oft fremur breyskir, jafnvel svolítið barnalegir. Stundum gerir það lítið til og sýnir jafnvel umhverfi þeirra í nýju ljósi, eins og í hreinræktaðri gamansögu af búralegum tamningamanni á frumsýningu í Þjóðleikhúsinu sem opnar bókina. Aðrar sagnanna virðast gamansamar á yfirborðinu en gefa í skyn að í yfirborðsmennsku karlanna og ábyrgðarleysi leynist fræ óhamingju og óheilinda. Þótt karlar séu í aðalhlutverki í öllum sögunum eru þær ekki alveg kvenmannslausar en konurnar eru einlitari persónur í sögum Óskars. Þær birtast sem eiginkonur, ýmist harðstjórar eða umburðarlyndar og elskulegar, eða tálkvendi. Undantekning frá þessu er lengsta sagan í bókinni og sú áhrifamesta, "Aferíka". Þar segir frá hópi vina sem hittast á búgarði eins þeirra í Afríku til að skjóta dýr, éta, drekka og sletta úr klaufunum á fyrirsjáanlega ósmekklegan hátt fyrir hóp af vestrænum karlmönnum. Sú saga tekur að minnsta kosti einn óvæntan snúning á væntingar lesandans og endirinn er óvæntur þótt ég sé raunar ekki alveg sannfærður um að þar hafi höfundur valið rétta leið. Niðurstaða: Vel skrifaðar smásögur um karla í margvíslegum og misalvarlegum kreppum. Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur Ég sé ekkert svona gleraugnalaus Óskar Magnússon Óskar Magnússon er fundvís á langa og nokkuð undirfurðulega titla. Fyrsta smásagnasafn hans hét Borðaði ég kvöldmat í gær og nú er komið út nýtt smásagnasafn sem nefnist Ég sé ekkert svona gleraugnalaus. Á forsíðu bókarinnar er tilvitnun í lesanda eins og er orðinn plagsiður hjá íslenskum útgefendum. Þar gefur Einar Kárason bókinni bestu meðmæli. Það er ekki laust við að maður fái á tilfinninguna að þar klappi meistarinn lærisveini sínum á kollinn í viðurkenningarskyni. Sögur Óskars minna töluvert á smásögur Einars Kárasonar. Það er ekki sagt sögunum eða höfundi þeirra til lasts. Óskar fer vel með þessi áhrif, sögurnar eru hnyttnar og ágætlega heppnaðar og stíllinn er fumlaus, blátt áfram og hressilegur. Flestar sögurnar í þessari bók eru karlasögur, ekki grobbsögur, heldur írónískar og ísmeygilegar sögur um karla sem ráða misvel við þau hlutverk sem lífið hefur skipað þeim í. Flestar eru sögurnar fyndnar, einstaka saga, eins og t.d. síðasta sagan "Fína kvöldið", fara alveg yfir í groddakímni. En léttleikinn og gassagangurinn á yfirborðinu segir ekki alla söguna. Sögur Óskars afhjúpa veikleika persónanna, karlarnir í sögum hans eru oft fremur breyskir, jafnvel svolítið barnalegir. Stundum gerir það lítið til og sýnir jafnvel umhverfi þeirra í nýju ljósi, eins og í hreinræktaðri gamansögu af búralegum tamningamanni á frumsýningu í Þjóðleikhúsinu sem opnar bókina. Aðrar sagnanna virðast gamansamar á yfirborðinu en gefa í skyn að í yfirborðsmennsku karlanna og ábyrgðarleysi leynist fræ óhamingju og óheilinda. Þótt karlar séu í aðalhlutverki í öllum sögunum eru þær ekki alveg kvenmannslausar en konurnar eru einlitari persónur í sögum Óskars. Þær birtast sem eiginkonur, ýmist harðstjórar eða umburðarlyndar og elskulegar, eða tálkvendi. Undantekning frá þessu er lengsta sagan í bókinni og sú áhrifamesta, "Aferíka". Þar segir frá hópi vina sem hittast á búgarði eins þeirra í Afríku til að skjóta dýr, éta, drekka og sletta úr klaufunum á fyrirsjáanlega ósmekklegan hátt fyrir hóp af vestrænum karlmönnum. Sú saga tekur að minnsta kosti einn óvæntan snúning á væntingar lesandans og endirinn er óvæntur þótt ég sé raunar ekki alveg sannfærður um að þar hafi höfundur valið rétta leið. Niðurstaða: Vel skrifaðar smásögur um karla í margvíslegum og misalvarlegum kreppum.
Mest lesið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Tíska og hönnun 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira