Aldrei auðveldara aðgengi að eldgosi 9. apríl 2010 06:00 Fólk hefur lagt leið sína að eldstöðvunum á ýmsum fararskjótum síðustu vikur – fjórhjólum, vélsleðum, jeppum og jafnvel vélhjólum.Fréttablaðið/pjetur Ásókn almennings í skoðunarferðir á slóðir eldgoss hefur aldrei verið meiri en að gosinu sem hófst á Fimmvörðuhálsi 20. mars síðastliðinn. Þetta skýrist einna helst af eðli gossins og betra aðgengi en áður hefur þekkst, að mati Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings. Hann hefur fylgst með nokkrum eldgosum á Íslandi en man ekki eftir annarri eins umferð í nálægð við þau. „Fólk hefur alltaf sótt í eldgos. Í Heklugosum er yfirleitt hraun mjög neðarlega þannig að fólk kemst í glóandi hraun, sem er auðvitað eftirsóknarverðast. En þarna kemstu náttúrlega alla leið upp eftir,“ segir Ármann. Hann bendir á að hægt sé að sjá gosstrókana og hraunfossana tiltölulega langt að, auk þess sem ekki hafi í síðustu gosum verið hægt að nálgast gosið jafnmikið og nú. Þá sé gosið óvenjufallegt og standi lengur en síðustu gos. Nokkrir hafi lagt leið sína að Grímsvötnum árið 2004 á jeppum. Gosið hafi hins vegar ekki verið eins áhorfendavænt og hafi þess utan staðið skemur, eða rétt um viku. „Og Heklugosin eru yfirleitt bara sjónarspil fyrsta klukkutímann og síðan dregur svo hratt úr því – eftir einn tvo daga er bara eitthvert puff uppi í fjalli og aðallega hraun sem rennur. Núna er hins vegar allt sem ýtir undir það að menn sjái meira,“ segir Ármann. Farartækjaeign landsmanna hefur líklega sitt að segja, enda hefur hún rokið upp á síðastliðnum árum. Þannig fjölgaði skráðum snjósleðum á Íslandi um 60 prósent á árabilinu 1998 til 2008, og fjöldi skráðra fjórhjóla tuttugu og tvöfaldast. Þá hefur jeppaeign snaraukist. Til merkis um það seldust tæplega 12.800 jeppar af öllum stærðum á árunum 2000 til 2004, en um 27.100 á árunum 2004 til 2008. Ármann áréttar þó að hann telji gosfárið nú ekki endilega mikið meira en var árið 2000, og bendir á í því samhengi að ein stærsta björgunaraðgerð Íslandssögunnar hafi þá verið framkvæmd þegar löng bílalest festist í Þrengslunum. [email protected] Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Fleiri fréttir „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Sjá meira
Ásókn almennings í skoðunarferðir á slóðir eldgoss hefur aldrei verið meiri en að gosinu sem hófst á Fimmvörðuhálsi 20. mars síðastliðinn. Þetta skýrist einna helst af eðli gossins og betra aðgengi en áður hefur þekkst, að mati Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings. Hann hefur fylgst með nokkrum eldgosum á Íslandi en man ekki eftir annarri eins umferð í nálægð við þau. „Fólk hefur alltaf sótt í eldgos. Í Heklugosum er yfirleitt hraun mjög neðarlega þannig að fólk kemst í glóandi hraun, sem er auðvitað eftirsóknarverðast. En þarna kemstu náttúrlega alla leið upp eftir,“ segir Ármann. Hann bendir á að hægt sé að sjá gosstrókana og hraunfossana tiltölulega langt að, auk þess sem ekki hafi í síðustu gosum verið hægt að nálgast gosið jafnmikið og nú. Þá sé gosið óvenjufallegt og standi lengur en síðustu gos. Nokkrir hafi lagt leið sína að Grímsvötnum árið 2004 á jeppum. Gosið hafi hins vegar ekki verið eins áhorfendavænt og hafi þess utan staðið skemur, eða rétt um viku. „Og Heklugosin eru yfirleitt bara sjónarspil fyrsta klukkutímann og síðan dregur svo hratt úr því – eftir einn tvo daga er bara eitthvert puff uppi í fjalli og aðallega hraun sem rennur. Núna er hins vegar allt sem ýtir undir það að menn sjái meira,“ segir Ármann. Farartækjaeign landsmanna hefur líklega sitt að segja, enda hefur hún rokið upp á síðastliðnum árum. Þannig fjölgaði skráðum snjósleðum á Íslandi um 60 prósent á árabilinu 1998 til 2008, og fjöldi skráðra fjórhjóla tuttugu og tvöfaldast. Þá hefur jeppaeign snaraukist. Til merkis um það seldust tæplega 12.800 jeppar af öllum stærðum á árunum 2000 til 2004, en um 27.100 á árunum 2004 til 2008. Ármann áréttar þó að hann telji gosfárið nú ekki endilega mikið meira en var árið 2000, og bendir á í því samhengi að ein stærsta björgunaraðgerð Íslandssögunnar hafi þá verið framkvæmd þegar löng bílalest festist í Þrengslunum. [email protected]
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Fleiri fréttir „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Sjá meira