Meintur höfuðpaur neitar alfarið sök 24. september 2007 00:01 Ómerkta skútan við hlið varðskipsins Ægis á fimmtudag. Í henni reyndust vera rúm 60 kíló af fíkniefnum. Bjarni Hrafnkelsson, einn þeirra sem situr í gæsluvarðhaldi vegna Pólstjörnumálsins, er talinn eiga verulegan þátt í skipulagningu og fjármögnun fíkniefnasmyglsins til Íslands sem var upprætt á fimmtudag. Þá er hann talinn hafa komið að því að útvega efnin erlendis, sem og að pakka þeim. Bjarni neitar því þó alfarið að tengjast málinu á nokkurn hátt. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins játaði Bjarni strax á fimmtudag að þekkja Einar Jökul Einarsson, sem einnig er talinn eiga stóran þátt í smyglinu. Þeir hafi verið í sama kunningjahópi og þekkst í nokkur ár. Bjarni var á fimmtudag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. október. Taldi dómurinn að gengi Bjarni laus gæti hann sett sig í samband við meinta vitorðsmenn sem einnig gengju lausir, eða komið undan sönnunargögnum. Rannsókn lögreglu mun beinast að því fyrst og fremst að upplýsa hvar, hvenær og hvernig fíkniefnunum var komið fyrir í skútunni sem kom til Fáskrúðsfjarðar í síðustu viku, og hverjir komu efnunum fyrir í henni. Ítarrannsókn á skútunni í Keflavík er lokið en hún leiddi ekkert nýtt í ljós. Fimm sitja nú í gæsluvarðhaldi hérlendis vegna málsins; þeir Bjarni og Einar, Alvar Óskarsson og Guðbjarni Traustason, sem sigldu skútunni, og sá sem handtekinn var á bílaleigubíl við Fáskrúðsfjarðarhöfn. Hann var einungis úrskurðaður í einnar viku varðhald og er þáttur hans talinn veigalítill. Þá var Íslendingur sem handtekinn var í Færeyjum úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í gær. Ekki hefur verið ákveðið hvort óskað verði eftir framsali hans til Íslands. Dananum sem einnig var handtekinn í Færeyjum vegna málsins hefur verið sleppt. Þá hefur Loga Frey Einarssyni, bróður Einars Jökuls, sem handtekinn var í Stafangri í Noregi verið sleppt. Ekki var krafist gæsluvarðhalds yfir honum en Stefán Eiríksson lögreglustjóri vill ekki gefa upp hvers vegna. Stefán segir fleiri íslenska rannsóknarlögreglumenn á leið til Færeyja á næstunni vegna Íslendingsins sem þar er í haldi. Hann segir að íslenskir lögreglumenn hafi verið við störf víðs vegar í Evrópu vegna málsins að undanförnu. Pólstjörnumálið Mest lesið Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Innlent Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Innlent Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Innlent Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Innlent Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Innlent Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Innlent „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Innlent Fleiri fréttir „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Tíðindi við stjórnarmyndun og nýliðakynning á Alþingi „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Valkyrjurnar ræða við fjölmiðla Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum miðbæ í Þorlákshöfn Borgarstjóri biðlaði til atvinnulífsins vegna leikskólavandans Augljósir hagsmunaárekstrar að lyfsali skrifi upp á lyf Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Læknar samþykkja nýjan kjarasamning Áfall fyrir andstæðinga laxeldis í Seyðisfirði Þjálfun í flugturni hafði áhrif á að lá við árekstri farþegaþotna Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Þau sóttu um embætti landsbókavarðar Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Sjá meira
Bjarni Hrafnkelsson, einn þeirra sem situr í gæsluvarðhaldi vegna Pólstjörnumálsins, er talinn eiga verulegan þátt í skipulagningu og fjármögnun fíkniefnasmyglsins til Íslands sem var upprætt á fimmtudag. Þá er hann talinn hafa komið að því að útvega efnin erlendis, sem og að pakka þeim. Bjarni neitar því þó alfarið að tengjast málinu á nokkurn hátt. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins játaði Bjarni strax á fimmtudag að þekkja Einar Jökul Einarsson, sem einnig er talinn eiga stóran þátt í smyglinu. Þeir hafi verið í sama kunningjahópi og þekkst í nokkur ár. Bjarni var á fimmtudag úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18. október. Taldi dómurinn að gengi Bjarni laus gæti hann sett sig í samband við meinta vitorðsmenn sem einnig gengju lausir, eða komið undan sönnunargögnum. Rannsókn lögreglu mun beinast að því fyrst og fremst að upplýsa hvar, hvenær og hvernig fíkniefnunum var komið fyrir í skútunni sem kom til Fáskrúðsfjarðar í síðustu viku, og hverjir komu efnunum fyrir í henni. Ítarrannsókn á skútunni í Keflavík er lokið en hún leiddi ekkert nýtt í ljós. Fimm sitja nú í gæsluvarðhaldi hérlendis vegna málsins; þeir Bjarni og Einar, Alvar Óskarsson og Guðbjarni Traustason, sem sigldu skútunni, og sá sem handtekinn var á bílaleigubíl við Fáskrúðsfjarðarhöfn. Hann var einungis úrskurðaður í einnar viku varðhald og er þáttur hans talinn veigalítill. Þá var Íslendingur sem handtekinn var í Færeyjum úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í gær. Ekki hefur verið ákveðið hvort óskað verði eftir framsali hans til Íslands. Dananum sem einnig var handtekinn í Færeyjum vegna málsins hefur verið sleppt. Þá hefur Loga Frey Einarssyni, bróður Einars Jökuls, sem handtekinn var í Stafangri í Noregi verið sleppt. Ekki var krafist gæsluvarðhalds yfir honum en Stefán Eiríksson lögreglustjóri vill ekki gefa upp hvers vegna. Stefán segir fleiri íslenska rannsóknarlögreglumenn á leið til Færeyja á næstunni vegna Íslendingsins sem þar er í haldi. Hann segir að íslenskir lögreglumenn hafi verið við störf víðs vegar í Evrópu vegna málsins að undanförnu.
Pólstjörnumálið Mest lesið Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Innlent „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Innlent „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Innlent Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Innlent Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Innlent Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Innlent Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Innlent Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Innlent Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Innlent „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Innlent Fleiri fréttir „Kom mér algjörlega í opna skjöldu að sjá hvernig þetta lítur út“ Leitin að Áslaugu hefur engan árangur borið Veita almenningi innsýn í fjölbreytt störf Tjáði vitni að hann hefði ætlað að „kála“ Hafdísi Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Tíðindi við stjórnarmyndun og nýliðakynning á Alþingi „Ég held að þetta fólk sé bara ekki læst á neinar tölur“ Leggja til þjónustukjarna fyrir hættulega og veika fanga Stefna að því að byrja á stjórnarsáttmála eftir helgi Valkyrjurnar ræða við fjölmiðla Rík ástæða til að kvíða næstu mánuðum Stakk samfanga ítrekað á meðan hann afplánaði átta ára dóm Nýir þingmenn spenntir fyrir starfinu og mötuneytinu Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur Segja öllum reglum fylgt við byggingu vöruhússins Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum miðbæ í Þorlákshöfn Borgarstjóri biðlaði til atvinnulífsins vegna leikskólavandans Augljósir hagsmunaárekstrar að lyfsali skrifi upp á lyf Áfall fyrir andstæðinga sjókvíaeldis í Seyðisfirði Bannaði fulltrúa að bóka og fékk bágt fyrir Alvotech stofnar þrjá leikskóla til að mæta vanda starfsmanna Læknar samþykkja nýjan kjarasamning Áfall fyrir andstæðinga laxeldis í Seyðisfirði Þjálfun í flugturni hafði áhrif á að lá við árekstri farþegaþotna Þætti skemmtilegt að vera í stjórnarandstöðu „gegn þessum þremur“ Þau sóttu um embætti landsbókavarðar Telja Seyðisfjörð þola tíu þúsund tonn af eldislaxi Skipstjórinn fylgdist ekki með og stímdi á hafnarkant „Maður klárar bara þó að hóran sýni ekki áhuga“ Sjá meira
Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Innlent
Svara Bjarna fullum hálsi: „Hann myndi vita það best hvernig hann er að skilja við ríkissjóð“ Innlent