Félagasamtök

Fréttamynd

Orð og efndir stjórn­valda. – Mann­réttindi í for­gang!

Á liðnu ári hafa Landssamtökin Þroskahjálp tekist á við mörg stór og krefjandi verkefni og við þökkum kærlega þann stuðning sem við höfum fengið og fundið fyrir á árinu. Þar ber sérstaklega að nefna alla þá einstaklinga sem hafa verið mánaðarlegir styrktaraðilar samtakanna en stór hópur fólks styrkir samtökin í hverjum einasta mánuði.

Skoðun
Fréttamynd

Öflugri saman inn í fram­tíðina

Nýtt ár er handan við hornið og ný dagrenning fram undan í íþróttahreyfingunni. Grunnurinn að henni var lagður fyrr á þessu ári, sem er í mínum huga tímamótaár fyrir íþróttastarf í landinu. Árið 2023 hefur verið með þeim afkastameiri sem núverandi stjórnarfólk UMFÍ hefur tekið þátt í.

Skoðun
Fréttamynd

Hvar eru allir?

Á komandi árum og áratugum mun fjöldi þeirra sem greinast með heilabilunarsjúkdóma margfaldast. Ástæðan er ekki sú að um eiginlegan „faraldur“ sé að ræða heldur sú staðreynd að á næstu árum komast stórar kynslóðir eftirstríðsáranna á þann aldur að auknar líkur eru á að þeir greinist með heilabilunarsjúkdóm.

Skoðun
Fréttamynd

Listin að leyfa sér að vera frjáls

Hann var raungreinamaður og hafði um tíma í hyggju að leggja fyrir sig fræði um líf í alheiminum. Hans eigið líf tók þó aðra stefnu eftir veikindi og Brandur Bryndísarson Karlsson fékk það verkefni að takast á við breyttan raunveruleika sem í fyrstu virtist lítill og takmarkaður. Til að finna nýjar leiðir til að tengjast náttúrunni, lífinu og sjálfum sér aftur ákvað hann að leyfa raungreinaheilanum að víkja fyrir skapandi nálgun og fór að munnmála. 

Lífið samstarf
Fréttamynd

Myndaveisla: Há­tíð­leg at­höfn við af­hendingu Kærleikskúlunnar

Tuttugasta og fyrsta Kærleikskúlan sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra gefur út var afhjúpuð við hátíðlega athöfn í Listasafni Reykjavíkur í gær. Haraldur Þorleifsson, frumkvöðull og athafnamaður, hlaut kúluna fyrir árangur sinn með verkefninu, Römpum upp Ísland, sem hefur að markmiði að bæta aðgengi fatlaðs fólks í samfélaginu.

Lífið
Fréttamynd

Enn stefnt að lokun á­fanga­heimilis Sam­hjálpar

Starfsemi áfangaheimilisins Brúar verður hætt í janúar á næsta ári. Áfangaheimilið er rekið af Samhjálp og er staðsett við Höfðabakka. Greint er frá lokuninni í Morgunblaðinu í dag og rætt við framkvæmdastjóra Samhjálpar, Eddu Jónsdóttur. Félagsþjónusta Reykjavíkur ætlar að tryggja heimilisfólki húsaskjól. 

Innlent
Fréttamynd

Haraldur hlaut Kærleikskúluna

Tuttugasta og fyrsta Kærleikskúlan sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra gefur út var afhjúpuð við hátíðlega athöfn í Listasafni Reykjavíkur í dag, miðvikudaginn 6. desember.

Menning
Fréttamynd

Úti­myndir, inni­myndir og fal­legar myndir

Guðjón Gísli Kristinsson hafði búið á Sólheimum í þrjú ár þegar hann byrjaði að sauma myndir. Verkefnin urðu sífellt fleiri og áhuginn meiri og nú er svo komið að á opnunardegi sýningar hans á Listasafninu á Akureyri fyrr á þessu ári seldi hann öll verkin samdægurs. Guðjón er fjölhæfur listamaður sem fær innblástur inni jafnt sem úti og finnur sköpunargleðinni útrás eftir ólíkum og áhugaverðum leiðum.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Segja ís­lensk stjórn­völd „í kappi að botninum“

Íslensk félagasamtök og hagsmunaaðilar segja íslensk stjórnvöld vera „í kappi að botninum“ og að ef verði af fyrirhuguðum breytingum dómsmálaráðherra á lögum um útlendinga stefni íslensk stjórnvöld að því að verða „lægsti samnefnari réttinda flóttafólks á Norðurlöndum“.

Innlent
Fréttamynd

„Sorg­leg“ staða uppi hjá leið­sögu­mönnum

Formaður Leiðsagnar - félags leiðsögumanna segir sorglega stöðu uppi hjá félaginu eftir að fimm stjórnar- og varastjórnarmenn kröfðust afsagnar hennar á síðasta stjórnarfundi. Stjórnarmaður segir uppreisn gegn formanni ekki persónulega. Hún hafi einfaldlega misst traust félagsmanna til þess að starfa fyrir félagið.

Innlent
Fréttamynd

Dramatík hjá leið­sögu­mönnum: Kröfðust af­sagnar formanns í upp­hafi fundar

Fimm af átta stjórnar- og varastjórnarmönnum í Félagi leiðsögumanna - Leiðsögn kröfðust afsagnar formanns þegar í stað á stjórnarfundi í gærkvöldi. Formaðurinn segir fólkið fara fram með dylgjum og ásetningur þeirra að viðhalda stöðnun, óeiningu og koma í veg fyrir framfarir innan félagsins. Þetta kemur fram í fundargerð fundarins.

Innlent
Fréttamynd

KFUM og KFUK leita til reynslubolta í sálgæslu

Kristilegu félagasamtökin KFUM og KFUK hafa fengið félagsráðgjafa og prest til að taka við reynslusögum þeirra sem hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni eða ofbeldi af hálfu séra Friðriks Friðrikssonar, stofnanda samtakanna.

Innlent
Fréttamynd

Séra Friðrik hulinn svörtu klæði

Vegfarandi í miðbæ Reykjavíkur síðdegis á laugardag varð þess var að umtöluð stytta af séra Friðrik Friðikssyni hafði verið hulin með svörtu klæði. Til umræðu er að fjarlægja styttuna af horni Lækjargötu og Amtmannsstígs.

Innlent
Fréttamynd

Egill hvetur til lestrar og stillingar

Egill Helgason hvetur fólk til stillingar þegar kemur að umræðu um mál séra Friðriks Friðrikssonar og ásakanir sem á hann hafa verið bornar. Hann segist steinhissa á hversu margir hafi tjáð sig án þess að hafa lesið nýútkomna bók um Friðrik.

Innlent
Fréttamynd

„Eitt mest krípí shit sem ég hef heyrt lengi“

Tréstytta af nöktum dreng, sem kallast Drumbur, var í miklu uppáhaldi hjá séra Friðrik Friðrikssyni, stofnanda KFUM og K. Í síðasta viðtalinu sem tekið var við Friðrik sagði hann Drumb „mjög óþekkan“ og að hann „fengist ekki til að fara í að fara í nokkra spjör.“ Jón Gnarr gagnrýnir að styttan hafi fengið að standa í svokallaðri Friðriksstofu hjá KFUM.

Innlent
Fréttamynd

Segir séra Frið­rik hafa leitað á dreng og káfað á honum

Guðmundur Magnússon sagnfræðingur greinir í nýrri bók sinni um séra Friðrik Friðriksson, stofnanda KFUM, Hauka og Vals, frá því að séra Friðrik hafi leitað á og káfað á ungum dreng. Þá lýsir fjöldi drengja því að hafa ekki líkað við atlot hans. Hann segist næstum hafa hætt við verkið, honum hafi þótt þetta svo óþægilegt.

Innlent
Fréttamynd

Eiga félagsleg fyrirtæki framtíð?

Þriðji geirinn á Íslandi lyftir grettistaki á hverjum degi en þarf samt að berjast í bökkum. Undir hann falla óhagnaðardrifin félagasamtök sem sinna nauðsynlegri þjónustu sem ríkið býður ekki upp á. Samtök eins og Krabbameinsfélagið, Píeta samtökin, Barnaheill og svo má lengi telja.

Skoðun
Fréttamynd

Vatna­skóga­strákum barst óvæntur risa styrkur

Nóa Pétri Ás­dísar­syni Guðna­syni og fé­lögum sem ætla sér að safna 36,5 milljónum króna í ár fyrir sumar­búðir KFUM og KFUK í Vatna­skógi, í til­efni af hundrað ára af­mæli þeirra, barst heldur betur ó­væntur liðs­styrkur. Tveir skógar­menn hafa heitið því að jafna hverja einustu gjöf upp að fimm milljónum króna nú í októ­ber og þar til 3. nóvember næst­komandi.

Lífið
Fréttamynd

Góð sam­vinna og sam­tal er upp­skrift árangurs

Undanfarin ár höfum við hjá ÖBÍ lyft grettistaki, sýnt hve öflug við erum og hvað við getum. Þar leika málefnahópar ÖBÍ stórt hlutverk með tengingu sinni í aðildarfélögin. Þeirri vinnu er mikilvægt að halda áfram sem og að virkja og valdefla unga fólkið okkar.

Skoðun