Orð og efndir stjórnvalda. – Mannréttindi í forgang! Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar 1. janúar 2024 08:01 Á liðnu ári hafa Landssamtökin Þroskahjálp tekist á við mörg stór og krefjandi verkefni og við þökkum kærlega þann stuðning sem við höfum fengið og fundið fyrir á árinu. Þar ber sérstaklega að nefna alla þá einstaklinga sem hafa verið mánaðarlegir styrktaraðilar samtakanna en stór hópur fólks styrkir samtökin í hverjum einasta mánuði. Einnig þökkum við þeim sem hafa styrkt okkur með því að kaupa almanak samtakanna. Stuðningur ykkar gerir okkur mögulegt að að berjast fyrir mannréttindum fatlaðs fólks. Í almanaki Þroskahjálpar 2024, sem nú er verið að selja, eru listaverk eftir fjóra fatlaða listamenn og í desember efndum við til samstarfs við Gallerý Port þar sem listamennirnir sýndu verk sín. Verk þeirra allra hafa vakið verðskuldaða athygli og verið sýnd víða, bæði á einkasýningum sem og samsýningum hér á landi og erlendis. https://www.throskahjalp.is/is/moya/store/index/almanak/almanak-2024 Landssamtökin Þroskahjálp eru mannréttindasamtök sem byggja stefnu sína og allt starf á alþjóðlega viðurkenndum mannréttindasamningum, svo sem samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og barnasáttmála SÞ . Einnig höfum við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í öllu okkar starfi en þau hafa það meginmarkmið að skilja engan eftir. Undanfarið ár hafa samtökin tekið mikinn og virkan þátt í vinnu við landsáætlun um innleiðingu á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að samningurinn verði lögfestur á kjörtímabilinu og einnig að stofnuð Mannréttindastofnun Íslands sem heyri undir Alþingi og verði þannig sjálfstæð og óháð framkvæmdarvaldinu, enda er hlutverk slíkrar stofnunar eðli máls samkvæmt ekki síst að hafa eftirlit með framkvæmdarvaldi ríkis og sveitarfélaga. Afar mikilvægt er að þessar fyrirætlanir um stofnun Mannréttindastofnun Íslands og lögfestingu samningsins gangi sem fyrst eftir og skorum við á stjórnvöld að efna þau fyrirheit um það sem þau hafa gefið fötluðu fólki. Baráttumál samtakanna fyrir hagsmunum og réttindum fatlaðs fólks eru fjölmörg og leggjum við mikla áherslu á að ryðja úr vegi þeim hindrunum sem samfélagið býr til þegar það tekur ekki nægilega mið af fjölbreytilegum aðstæðum og þörfum fatlaðs fólks. Við leggjum mikla áherslu á jöfn tækifæri til sjálfstæðs lífs, mannsæmandi lífskjara, aðgangs að heilbrigðisþjónustu, menntun á öllum skólastigum, atvinnu og tækifæra til að eiga eigið heimili og að njóta einkalífs og fjölskyldulífs til jafns við aðra. Sýn og sannfæring okkar hjá Þroskahjálp er að með framsækni, staðfestu og þrautseigju knýjum við fram jákvæðar breytingar á réttindum og tækifærum fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir. Á landsþingi Landssamtakanna Þroskahjálpar sem haldið var 21. okt. sl. voru samþykktar ályktanir um eftirfarandi réttinda- og hagsmunamál fatlaðs fólks sem mjög brýnt er að nái fram að ganga og við skorum á stjórnmálafólk á vettvangi ríkis og sveitarfélaga til að kynna sér vel áherslur samtakanna og vinna með okkur að framgangi réttinda fatlaðs fólks og auknum tækifærum þess til virkrar þátttöku á öllum sviðum samfélagsins, án aðgreiningar. Húsnæðismál Stjórnvöld tryggi fötluðu fólki húsnæði við hæfi og útrými án frekari tafa allt of löngum biðlistum eftir þeim lögbundnu réttindum. Rafræn skilríki Stjórnvöld tryggi án frekari tafa fullt aðgengi fatlaðs fólks að rafrænum skilríkjum og verji það fyrir mjög alvarlegri mismunun á ýmsum sviðum sem skilyrði varðandi rafræn skilríki leiða nú til. Geðheilbrigðisþjónusta Stjórnvöld tryggi að viðeigandi geðheilbrigðisþjónusta og meðferð við fíkn standi einhverfu fólki og fólki með þroskahömlun til boða. Hækkun örorkulífeyris Stjórnvöld hækki örorkulífeyri án tafar a.m.k. til jafns við lágmarkslaun. Nánari upplýsingar um ályktanirnar má nálgast á heimasíðu samtakanna: https://www.throskahjalp.is/is/samtokin/frettir/category/1/alyktanir-landsthings-throskahjalpar-2023 Hvað er framundan? Á því ári sem nú er að hefjast munum við hjá Landssamtökunum Þroskahjálp halda áfram baráttu okkar fyrir mannréttindum fatlaðs fólks af fullum krafti því mörg og mikilvæg verkefni eru framundan, auk þess að sinna hefðbundnu og viðvarandi málsvarastarfi og samvinnu við fólk með þroskahömlun og skyldar fatlanir. Við munum m.a. leggja sérstaka áherslu á eftirfarandi verkefni: ·Verkefni sem miða að því að tækni og stafræn þróun taki mið af fjölbreyttum þörfum fatlaðs fólks til að tryggja jafnrétti og tækifæri til þátttöku í samfélaginu. ·Aukið aðgengi að upplýsingum fyrir foreldra fatlaðra barna, á nokkrum tungumálum. Í samstarfi við mennta- og barnamálaráðuneytið er af hálfu Þroskahjálpar unnið að stafrænu upplýsingatorgi þar sem finna má nauðsynlegar upplýsingar á einum stað. ·Upplýsingatorg um aðgengi að náms- og atvinnutækifærum, íþróttastarfi og tómstundum. Vinna við hönnun þess er hafin og verður heimasíðan, sem fengið hefur yfirskriftina hvaderplanid.is, hýst hjá Þroskahjálp. Þar verður að finna mikilvægar upplýsingar um það nám sem er í boði fyrir fötluð ungmenni, upplýsingar um hvernig sótt er um vinnu og virkni sem og hvar boðið er upp á íþrótta- og tómstundastarf. ·Heilsueflingarverkefni. Verkefnið er fjölþætt en áhersla er lögð á að útbúa aðgengilegt fræðsluefni, skoða úrræði, auka vitund og meta lög og reglur sem varða heilsueflingu fólks með þroskahömlun. Markmiðið er að valdefla og fræða fólk með þroskahömlun til þess að taka sem mest ábyrgð á eigin heilsu og stunda heilbrigðan lífsstíl. Verkefnið var styrkt af félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu og er unnið í samstarfi við Fjölmennt, símenntunar og þekkingarmiðstöð. Ég vil að lokum ítreka þakkir til allra þeirra mörgu sem hafa lagt Þroskahjálp lið í baráttunni fyrir mannréttindum fatlaðs fólks og tækifærum þess til virkrar þátttöku á öllum sviðum samfélagsins, til jafns við aðra. Landssamtökin Þroskahjálp óska landsmönnum öllum gæfuríks nýs árs. Höfundur er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Félagasamtök Mest lesið Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Á liðnu ári hafa Landssamtökin Þroskahjálp tekist á við mörg stór og krefjandi verkefni og við þökkum kærlega þann stuðning sem við höfum fengið og fundið fyrir á árinu. Þar ber sérstaklega að nefna alla þá einstaklinga sem hafa verið mánaðarlegir styrktaraðilar samtakanna en stór hópur fólks styrkir samtökin í hverjum einasta mánuði. Einnig þökkum við þeim sem hafa styrkt okkur með því að kaupa almanak samtakanna. Stuðningur ykkar gerir okkur mögulegt að að berjast fyrir mannréttindum fatlaðs fólks. Í almanaki Þroskahjálpar 2024, sem nú er verið að selja, eru listaverk eftir fjóra fatlaða listamenn og í desember efndum við til samstarfs við Gallerý Port þar sem listamennirnir sýndu verk sín. Verk þeirra allra hafa vakið verðskuldaða athygli og verið sýnd víða, bæði á einkasýningum sem og samsýningum hér á landi og erlendis. https://www.throskahjalp.is/is/moya/store/index/almanak/almanak-2024 Landssamtökin Þroskahjálp eru mannréttindasamtök sem byggja stefnu sína og allt starf á alþjóðlega viðurkenndum mannréttindasamningum, svo sem samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og barnasáttmála SÞ . Einnig höfum við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í öllu okkar starfi en þau hafa það meginmarkmið að skilja engan eftir. Undanfarið ár hafa samtökin tekið mikinn og virkan þátt í vinnu við landsáætlun um innleiðingu á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar kemur fram að samningurinn verði lögfestur á kjörtímabilinu og einnig að stofnuð Mannréttindastofnun Íslands sem heyri undir Alþingi og verði þannig sjálfstæð og óháð framkvæmdarvaldinu, enda er hlutverk slíkrar stofnunar eðli máls samkvæmt ekki síst að hafa eftirlit með framkvæmdarvaldi ríkis og sveitarfélaga. Afar mikilvægt er að þessar fyrirætlanir um stofnun Mannréttindastofnun Íslands og lögfestingu samningsins gangi sem fyrst eftir og skorum við á stjórnvöld að efna þau fyrirheit um það sem þau hafa gefið fötluðu fólki. Baráttumál samtakanna fyrir hagsmunum og réttindum fatlaðs fólks eru fjölmörg og leggjum við mikla áherslu á að ryðja úr vegi þeim hindrunum sem samfélagið býr til þegar það tekur ekki nægilega mið af fjölbreytilegum aðstæðum og þörfum fatlaðs fólks. Við leggjum mikla áherslu á jöfn tækifæri til sjálfstæðs lífs, mannsæmandi lífskjara, aðgangs að heilbrigðisþjónustu, menntun á öllum skólastigum, atvinnu og tækifæra til að eiga eigið heimili og að njóta einkalífs og fjölskyldulífs til jafns við aðra. Sýn og sannfæring okkar hjá Þroskahjálp er að með framsækni, staðfestu og þrautseigju knýjum við fram jákvæðar breytingar á réttindum og tækifærum fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir. Á landsþingi Landssamtakanna Þroskahjálpar sem haldið var 21. okt. sl. voru samþykktar ályktanir um eftirfarandi réttinda- og hagsmunamál fatlaðs fólks sem mjög brýnt er að nái fram að ganga og við skorum á stjórnmálafólk á vettvangi ríkis og sveitarfélaga til að kynna sér vel áherslur samtakanna og vinna með okkur að framgangi réttinda fatlaðs fólks og auknum tækifærum þess til virkrar þátttöku á öllum sviðum samfélagsins, án aðgreiningar. Húsnæðismál Stjórnvöld tryggi fötluðu fólki húsnæði við hæfi og útrými án frekari tafa allt of löngum biðlistum eftir þeim lögbundnu réttindum. Rafræn skilríki Stjórnvöld tryggi án frekari tafa fullt aðgengi fatlaðs fólks að rafrænum skilríkjum og verji það fyrir mjög alvarlegri mismunun á ýmsum sviðum sem skilyrði varðandi rafræn skilríki leiða nú til. Geðheilbrigðisþjónusta Stjórnvöld tryggi að viðeigandi geðheilbrigðisþjónusta og meðferð við fíkn standi einhverfu fólki og fólki með þroskahömlun til boða. Hækkun örorkulífeyris Stjórnvöld hækki örorkulífeyri án tafar a.m.k. til jafns við lágmarkslaun. Nánari upplýsingar um ályktanirnar má nálgast á heimasíðu samtakanna: https://www.throskahjalp.is/is/samtokin/frettir/category/1/alyktanir-landsthings-throskahjalpar-2023 Hvað er framundan? Á því ári sem nú er að hefjast munum við hjá Landssamtökunum Þroskahjálp halda áfram baráttu okkar fyrir mannréttindum fatlaðs fólks af fullum krafti því mörg og mikilvæg verkefni eru framundan, auk þess að sinna hefðbundnu og viðvarandi málsvarastarfi og samvinnu við fólk með þroskahömlun og skyldar fatlanir. Við munum m.a. leggja sérstaka áherslu á eftirfarandi verkefni: ·Verkefni sem miða að því að tækni og stafræn þróun taki mið af fjölbreyttum þörfum fatlaðs fólks til að tryggja jafnrétti og tækifæri til þátttöku í samfélaginu. ·Aukið aðgengi að upplýsingum fyrir foreldra fatlaðra barna, á nokkrum tungumálum. Í samstarfi við mennta- og barnamálaráðuneytið er af hálfu Þroskahjálpar unnið að stafrænu upplýsingatorgi þar sem finna má nauðsynlegar upplýsingar á einum stað. ·Upplýsingatorg um aðgengi að náms- og atvinnutækifærum, íþróttastarfi og tómstundum. Vinna við hönnun þess er hafin og verður heimasíðan, sem fengið hefur yfirskriftina hvaderplanid.is, hýst hjá Þroskahjálp. Þar verður að finna mikilvægar upplýsingar um það nám sem er í boði fyrir fötluð ungmenni, upplýsingar um hvernig sótt er um vinnu og virkni sem og hvar boðið er upp á íþrótta- og tómstundastarf. ·Heilsueflingarverkefni. Verkefnið er fjölþætt en áhersla er lögð á að útbúa aðgengilegt fræðsluefni, skoða úrræði, auka vitund og meta lög og reglur sem varða heilsueflingu fólks með þroskahömlun. Markmiðið er að valdefla og fræða fólk með þroskahömlun til þess að taka sem mest ábyrgð á eigin heilsu og stunda heilbrigðan lífsstíl. Verkefnið var styrkt af félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu og er unnið í samstarfi við Fjölmennt, símenntunar og þekkingarmiðstöð. Ég vil að lokum ítreka þakkir til allra þeirra mörgu sem hafa lagt Þroskahjálp lið í baráttunni fyrir mannréttindum fatlaðs fólks og tækifærum þess til virkrar þátttöku á öllum sviðum samfélagsins, til jafns við aðra. Landssamtökin Þroskahjálp óska landsmönnum öllum gæfuríks nýs árs. Höfundur er formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun