Flokkur fólksins

Fréttamynd

Sigur í sjónmáli

Nú er örstutt í kosningar. Ég finn að það er eitthvað stórkostlegt í vændum fyrir þau sem hafa beðið alltof lengi eftir bættum hag. Sanngirnis- og réttlætisskúta Flokks fólksins siglir seglum þöndum í blússandi meðbyr öfugt við það sem skoðanakannanir bentu til í upphafi.

Skoðun
Fréttamynd

Jöfnum bú­setu­skil­yrði og réttum hlut sjávar­byggða

Helsta baráttumál Flokks fólksins er baráttan gegn fátækt. Flokkur fólksins ætlar að útrýma fátækt og óréttlæti á Íslandi, svo allir fái lifað mannsæmandi lífi. Lífsgæði eru ekki einkaréttur útvalinna! Það á við um landsbyggðina og sjávarbyggðir.

Skoðun
Fréttamynd

Ör­laga­rík frammi­staða Ingu Sæ­land kvöldið fyrir kosningar

Skoðanakannanir fyrir alþingiskosningar 2016 og 2017 vanmátu Sjálfstæðisflokkinn og Flokk fólksins - en fylgi Pírata og Samfylkingarinnar reyndist ofmetið. Þetta sýnir samanburður doktorsnema í félagstölfræði. Miklar fylgisbreytingar geti orðið síðustu viku kosningabaráttunnar - frammistaða í sjónvarpi kvöldið fyrir kosningar geti jafnvel skipt sköpum.

Innlent
Fréttamynd

Kvótann heim

Ég hef aðeins að undanförnu verið spurður að því hvað þetta þýði í stefnu Flokks fólksins, kvótann heim?

Skoðun
Fréttamynd

Virðing

Virðing er það fyrsta sem mér dettur í hug þegar við tölum um fólkið okkar sem í dag er orðið fullorðið og lagði grunninn að því samfélagi sem við búum við í dag.

Skoðun
Fréttamynd

Klikkaða líf!

Staða þín getur orðið „klikkuð“ ef þú lendir í því að veikjast alvarlega á geði.

Skoðun
Fréttamynd

Berjumst gegn fá­tækt á Ís­landi!

Ísland er með ríkustu löndum heims. Undanfarin ár höfum við verið í 6. sæti á lista Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) yfir ríki í þessum klúbbi ríkra þjóða með mesta verga landsframleiðslu á mann (GDP). Sagt er að siðferði og gildi samfélags sé metið á grundvelli þess hvernig það kemur fram við aldraða og veikburða.

Skoðun
Fréttamynd

Þau elska ykkur bara rétt fyrir kosningar

Nú er ljóst að hrun heimilanna 2.0 er yfirvofandi. Það er ekkert eftir að lofa, því þegar sagan er skoðuð sést greinilega að „þeim“ verður nákvæmlega sama um þig strax eftir kosningar.

Skoðun
Fréttamynd

Reykjavíkurmódelið gæti myndað ríkisstjórn

Flokkarnir sem nú mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur gætu myndað fjögurra floka ríkisstjórn að loknum kosningum samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir Stöð 2, Vísi og Bylgjuna. Núverandi stjórnarmeirihluti er kolfallinn samkvæmt könnuninni.

Innlent
Fréttamynd

Inga keypti íbúðina af leigufélagi öryrkja

Hússjóður Öryrkjabandalagsins seldi Ingu Sæland, formanni og þingmanni Flokks fólksins, íbúð sem hún hefur leigt undanfarin ár í febrúar. Á þriðja hundrað manns bíða enn eftir að leigja íbúð af sjóðnum en ekki hefur verið tekið við nýjum umsóknum í um þrjú ár.

Innlent
Fréttamynd

Sál­fræðinga í alla fram­halds­skóla landsins!

Flokkur fólksins telur mikilvægt að sálfræðingar verði í öllum framhaldsskólum landsins. Sálfræðingar eru í einhverjum framhaldsskólum en Flokkur fólksins vill, komist hann til áhrifa á Alþingi, berjast fyrir að fá sálfræðinga í alla framhaldsskóla landsins.

Skoðun
Fréttamynd

Gefum sjávar­byggðunum næringu í æð!

Það er kunnara en frá þurfi að segja að kvótakerfið leiðir til samþjöppunar aflaheimilda og þar með atvinnuleysis og fátæktar í þeim byggðarlögum sem missa aflaheimildir. Íbúar þorpanna, sem ávallt gátu treyst á náttúruauðlindina, eiga nú búsetu sína og barna sinna undir dyntum eins eða tveggja kvótagreifa.

Skoðun
Fréttamynd

Ég krefst réttlætis fyrir alla í ríku landi!

Mig langar að upplýsa þig um af hverju ég ákvað að bjóða mig fram í þriðja sæti fyrir Flokk fólksins á Suðurlandi. Mögulegt er að þú eigir samleið með mér í komandi kosningum af svipuðum ástæðum. Ég hef lengi, og hugsanlega rétt eins og þú, vonað að samfélag okkar fari nú að taka öflugar á málum láglaunafólks, öryrkja, aldraðra og í raun bara allra þeirra sem eiga um sárt að binda í okkar annars velmegnandi þjóðfélagi.

Skoðun
Fréttamynd

Vestmannaeyjabær

Fyrir mig hafa það verið algjör forréttindi að fá að búa á stað eins og hér á Heimaey. Ég hef fengið að upplifa nálægðina við náttúruna, bæði í eggjatöku og lundaveiði og svo á sjónum enda verið trillukarl í næstum 34 ár.

Skoðun
Fréttamynd

Í fram­boði fyrir tvo flokka í sitt­hvoru kjör­dæminu

Ágúst Heiðar Ólafsson, kerfóðrari í Norðuráli, er í öðru sæti á framboðslista Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi. Ekki nóg með það heldur er hann einnig í fjórtánda sæti á framboðslista Frjálslynda lýðræðisflokksins í Norðausturkjördæmi, þrátt fyrir að vera búsettur á Akranesi og já, í framboði fyrir annan flokk.

Innlent
Fréttamynd

Segir brandara frambjóðanda Flokks fólksins um Pólverja smekklausan með öllu

Brandari sem Eyjólfur Ármannsson, oddviti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi, lét flakka í Oddvitaáskorun Vísis hefur farið fyrir brjóstið á netverjum, sem segja brandarann vera dæmi um hatursorðræðu í garð Pólverja. Formaður samtaka Pólverja á Íslandi segir brandarann vera smekklausan með öllu, ummælin dæmi sig sjálf. Formaður Flokks fólksins hafði ekki heyrt af málinu en trúir því ekki að brandarinn hafi verið illa meintur hjá oddvitanum.

Innlent
Fréttamynd

Fjölmargir flokkar féllu á prófi Ungra umhverfissinna

Segja má að Flokkur fólksins, Miðflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Sósíalistar hafi fallið á prófinu sem Ungir umhverfissinnar lögðu fyrir stjórnmálaflokkanna hvar litið var til umhverfis- og loftslagsstefnu flokkanna. Píratar, Vinstri græn og Viðreisn bera höfuð og herðar yfir aðra flokka í þessum málaflokki.

Innlent
Fréttamynd

Tvær hliðar á sömu spillingu

Sérhagsmunagæsla eða spilling á Íslandi snýst í grunninn um „tvo turna“; fjármálakerfið og sjávarútveg. Að sjálfsögðu kemur fleira til og inn í sérhagsmunagæsluna fléttast gríðarlega margir, en þetta eru „turnarnir“ sem hafa sogað til sín hvað mestu af auðæfum þjóðarinnar hvað sem öðrum hagsmunaaðilum líður.

Skoðun