Hvernig getum við bætt íslenskan sjávarútveg? Georg Eiður Arnarson skrifar 14. september 2021 09:31 Ég hef sótt sjóinn frá unga aldri og hef sterkar skoðanir á því sem betur má fara í íslenskum sjávarútvegi. Hér fara á eftir nokkur atriði sem mér eru hugleikin: Gefum handfæraveiðar frjálsar Handfæraveiðar verði gefnar frjálsar með þeim takmörkunum sem eru í svokölluðu strandveiðikerfi í dag. Þó með þeirri viðbót að stefnt sé á að hægt verði að stunda handfæraveiðar allt árið. Til þess að tryggja að hægt verði að lengja kerfið strax næsta vor, verði hinum mjög svo umdeilda byggðakvóta bætt inn í handfærakerfið með það að markmiði að lengja kerfið strax upp í 6 mánuði, frá apríl til og með september. Frjálsar handfæraveiðar eru besta aðferðin til þess að hjálpa hinum dreifðu byggðum. Hins vegar hefur stór hluti af þessum mjög svo umdeilda byggðakvóta verið notaður af sumum byggðalögum sem fengið hafa byggðakvóta til þess að leigja frá sér. Sumir spyrja sig hvort ekki sé miklu eðlilegra að senda þeim byggðum sem standa hvað verst einfaldlega ávísun í pósti. Köllum til óháða sérfræðinga Fengnir verði (erlendir eða innlendir) óháðir aðilar til að taka út aðferðarfræði og útreikninga Hafró við að reikna út stofnstærð fiskistofnana, enda er ekkert samræmi á milli loforða fiskifræðinga um aukinn fiskafla ef farið verði eftir þeirra tillögum og raunveruleikans. Samhliða því verði álaginu á Hafró létt með því að taka þær tegundir, sem komnar eru niður fyrir 20% í úthlutuðum aflaheimildum úr kvóta. Þá er miðað við hvað við vorum að veiða mikið magn af þessum tegundum fyrir kvótasetningu. Þar má nefna sem dæmi keilu, löngu, blálöngu, litla karfa, gulllax, hlýra, skötusel og lúðu. Einnig mætti skoða að leyfa frjálsar veiðar á ufsa, enda stór hluti ufsakvótans í dag notaður fyrst og fremst í tilfærslur. Gerum okkur ljóst að með þessu móti stuðlum við einnig að því að öll verðmæti úr sameiginlegri sjávarauðlind okkar komi að landi en glatist ekki. Fjárhagslegur aðskilnaður Komið verði á fjárhagslegum aðskilnaði milli rekstrar útgerðar og fiskvinnslu í landi. Sköpuð verði skilyrði til eðlilegrar verðmyndunnar á öllum óunnum fiski á markaði. Viðskiptahættir með fisk verði sem heilbrigðastir þar sem gegnsæi verði haft að leiðarljósi. Uppsjávarveiðar Einnig þarf að fara yfir samninga okkar við Norðmenn um loðnuveiðar. Spurning hvort ekki sé orðið tímabært, vegna óvissu um þessar veiðar ár eftir ár, að setja á t.d. lágmarksúthlutun til þriggja ára og tryggja þar með útgerðinni, vinnslunni og kaupendum ákveðið öryggi. Einnig er spurning vegna mikils meðafla í formi síldar í makrílveiðunum, hvort ekki sé rétt að síldin, sem er afar léleg, teljist aðeins til hálfs í kvóta? Lykilatriði er þó að þær veiðar, sem og aðrar, séu með verðmyndun sem er í samræmi við markaðsverð. Höfundur er hafnarvörður og trillukarl sem situr í 2. sæti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Flokkur fólksins Sjávarútvegur Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Ég hef sótt sjóinn frá unga aldri og hef sterkar skoðanir á því sem betur má fara í íslenskum sjávarútvegi. Hér fara á eftir nokkur atriði sem mér eru hugleikin: Gefum handfæraveiðar frjálsar Handfæraveiðar verði gefnar frjálsar með þeim takmörkunum sem eru í svokölluðu strandveiðikerfi í dag. Þó með þeirri viðbót að stefnt sé á að hægt verði að stunda handfæraveiðar allt árið. Til þess að tryggja að hægt verði að lengja kerfið strax næsta vor, verði hinum mjög svo umdeilda byggðakvóta bætt inn í handfærakerfið með það að markmiði að lengja kerfið strax upp í 6 mánuði, frá apríl til og með september. Frjálsar handfæraveiðar eru besta aðferðin til þess að hjálpa hinum dreifðu byggðum. Hins vegar hefur stór hluti af þessum mjög svo umdeilda byggðakvóta verið notaður af sumum byggðalögum sem fengið hafa byggðakvóta til þess að leigja frá sér. Sumir spyrja sig hvort ekki sé miklu eðlilegra að senda þeim byggðum sem standa hvað verst einfaldlega ávísun í pósti. Köllum til óháða sérfræðinga Fengnir verði (erlendir eða innlendir) óháðir aðilar til að taka út aðferðarfræði og útreikninga Hafró við að reikna út stofnstærð fiskistofnana, enda er ekkert samræmi á milli loforða fiskifræðinga um aukinn fiskafla ef farið verði eftir þeirra tillögum og raunveruleikans. Samhliða því verði álaginu á Hafró létt með því að taka þær tegundir, sem komnar eru niður fyrir 20% í úthlutuðum aflaheimildum úr kvóta. Þá er miðað við hvað við vorum að veiða mikið magn af þessum tegundum fyrir kvótasetningu. Þar má nefna sem dæmi keilu, löngu, blálöngu, litla karfa, gulllax, hlýra, skötusel og lúðu. Einnig mætti skoða að leyfa frjálsar veiðar á ufsa, enda stór hluti ufsakvótans í dag notaður fyrst og fremst í tilfærslur. Gerum okkur ljóst að með þessu móti stuðlum við einnig að því að öll verðmæti úr sameiginlegri sjávarauðlind okkar komi að landi en glatist ekki. Fjárhagslegur aðskilnaður Komið verði á fjárhagslegum aðskilnaði milli rekstrar útgerðar og fiskvinnslu í landi. Sköpuð verði skilyrði til eðlilegrar verðmyndunnar á öllum óunnum fiski á markaði. Viðskiptahættir með fisk verði sem heilbrigðastir þar sem gegnsæi verði haft að leiðarljósi. Uppsjávarveiðar Einnig þarf að fara yfir samninga okkar við Norðmenn um loðnuveiðar. Spurning hvort ekki sé orðið tímabært, vegna óvissu um þessar veiðar ár eftir ár, að setja á t.d. lágmarksúthlutun til þriggja ára og tryggja þar með útgerðinni, vinnslunni og kaupendum ákveðið öryggi. Einnig er spurning vegna mikils meðafla í formi síldar í makrílveiðunum, hvort ekki sé rétt að síldin, sem er afar léleg, teljist aðeins til hálfs í kvóta? Lykilatriði er þó að þær veiðar, sem og aðrar, séu með verðmyndun sem er í samræmi við markaðsverð. Höfundur er hafnarvörður og trillukarl sem situr í 2. sæti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun