Vinnumarkaður

Fréttamynd

Sækjum fram á ó­vissu­tímum

Kjarasamningar fyrir stærstan hluta launafólks á almennum vinnumarkaði hafa nú verið undirritaðir eftir að Starfsgreinasamband Íslands reið á vaðið í byrjun mánaðarins og verslunarmenn og samflot iðn- og tæknifólks fylgdi svo í kjölfarið gær. Þetta er mikilvægur áfangi fyrir fólkið í landinu, ekki síst á óvissutímum.

Skoðun
Fréttamynd

Byltingin nartar í börnin

Það hefur heldur betur gustað um verkalýðshreyfinguna síðasta árið og óhætt að segja að kjarabaráttan hafi á stundum fallið í skuggann á hjaðningavígum innan hreyfingarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Friðrik vill fund nú þegar

Friðrik Jónsson formaður BHM hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann hvetur formann samninganefndar ríkisins, Kristínu Lindu Árnadóttur, til að boða tafarlaust til fundar.

Innlent
Fréttamynd

Samningurinn leggi grunn að lækkandi verð­bólgu

Nýundirritaður kjarasamningur sem nær til um 80.000 launamanna á landinu leggur grunn að því að verðbólga fari lækkandi á næstunni, að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Hann segir ekki eftir neinu að bíða að einhenda sér í samninga við Eflingu.

Innlent
Fréttamynd

Samningurinn felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun

Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum. Skrifað var undir samningana fyrir stundu.

Innlent
Fréttamynd

Hefur engu við yfirlýsinguna að bæta

Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brims hf hefur engu við yfirlýsingu, sem send var frá almannatengslafyrirtæki fyrir hönd félagsins, að bæta. Allt hafi komið fram í henni sem snýr að málinu. Kona sjómannsins segist ósátt með „ópersónulega“ yfirlýsingu. 

Innlent
Fréttamynd

Samningar óvænt í höfn í Karphúsinu

Samningar hafa tekist í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins við VR, LÍV – Landsamband íslenskra verslunarmanna, samflot iðnaðar- og tæknifólks. Þetta staðfestir Elísabet S. Ólafsdóttur aðstoðarríkissáttasemjari. Skrifað verður undir samninga klukkan 13 og verður Vísir í beinni útsendingu frá Karphúsinu.

Innlent
Fréttamynd

Fundi lauk á fimmta tímanum án samnings

Fundi samninganefnda Samtaka atvinnulífsins og fulltrúa VR, Landssambands verslunarmanna og samflots iðnaðar- og tæknimanna lauk á fimmta tímanum í nótt án þess að samningar hefðu náðst.

Innlent
Fréttamynd

„Manni finnst í raun og veru þessi framkoma hryllilega skítleg“

Sjómanni sem starfað hefur hjá útgerðinni Brimi í um áratug var greint frá því nú á miðvikudag að hann muni ekki getað hafið störf aftur á skipinu sem hann hefur starfað á þegar skipið kemur úr slipp. Það gerist í kjölfar þess að hann skilaði inn veikindavottorði vegna áfalls sem hann varð fyrir þegar ráðist var inn á heimili vinahjóna hans með þeim afleiðingum að konan lést og besti vinur hans var hætt kominn.

Innlent
Fréttamynd

Uppgangur og íbúðaskortur í Ísafjarðarbæ

Eftir áratuga fólksfækkun er íbúum aftur farið að fjölga í Ísafjarðarbæ og nú er íbúðaskortur á svæðinu. Bæjarstjóri segir þetta nýja og spennandi stöðu. Þétta þurfi byggð og stækka eyrina í Skutulsfirði í náinni framtíð.

Innlent
Fréttamynd

„Maður vonar að vöfflurnar komi hér um helgina“

Jafnvel þótt samningar tækjust í kvöld á milli samflots VR og iðnaðarmanna við Samtök atvinnulífsins, þyrfti helgina til að klára þá. Það fór ágætlega á með þeim Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni formanni Rafiðnaðarsambands Íslands og Halldóri Benjamín Þorbergssyni framkvæmdastjóra Samtaka Atvinnulífsins fyrr í kvöld þegar fréttastofa Stöðvar 2 tók þá tali.

Innlent
Fréttamynd

„Konur þurfa að leggja meira á sig til að ná langt í starfi“

„Það sem kom mér helst á óvart var hvað viðmælendurnir upplifðu vinnustaðamenningu á svipaðan hátt. Þær lýstu allar óþarfa athugasemdum frá karlkyns samstarfsfélögum ásamt því að tala um að það væri erfiðara fyrir konur að ná lengra í sínum starfsframa,“ segir Birna Dís Bergsdóttir í samtali við Vísi en í tengslum við BA verkefni sitt í Uppeldis-og menntunarfræði við Háskóla Íslands rannsakaði hún upplifun íslenskra mæðra á framabraut af því að samræma móðurhlutverkið og starfsframann.

Innlent
Fréttamynd

„Við erum að ræða saman og það er jákvætt“

Formaður VR segir að allir séu reyna að hugsa í lausnum en tíminn sé óneitanlega að hlaupa frá þeim og líklegt að framhaldið ráðist á morgun. Í dag er eiginlegur sáttafundur hjá ríkissáttasemjara ekki á dagskrá hjá VR, LÍV, samfloti iðnaðar- og tæknimönnum með Samtökum atvinnulífsins en þess í stað eru vinnuhópar á þeirra vegum að störfum í dag.

Innlent
Fréttamynd

Efling í­hugar hvort til­efni sé til að á­frýja

Stéttarfélagið Efling skoðar nú með sínum lögmönnum hvort tilefni sé til að áfrýja dómum Héraðsdóms Reykjavíkur yfir félaginu eða hvort rétt sé að láta kyrrt liggja í ljósi þess að langstærstum hluta krafnanna hefur verið hafnað.

Innlent
Fréttamynd

Voru ekki beðin um að fresta undirskrift: „Sirkus sem heldur bara áfram“

Formaður Framsýnar segir ekki rétt að forkólfar Framsýnar á Húsavík hafi verið beðnir um að fresta því að skrifa undir samning Starfsgreinasambandsins við Samtök Atvinnulífisins. Fulltrúarnir hafi einfaldlega ekki komist suður til að skrifa undir. Umræða um að Framsýn hafi ekki ætlað að vera með sé hluti af tilraunum fólks til að grafa undan samningunum.

Innlent
Fréttamynd

Vilja stytta vinnu­vikuna enn frekar

Friðrik Jónsson, formaður BHM segir styttingu vinnuvikunnar hafa tekist mjög vel. Starfsfólk sé ánægt með breytinguna. Nú þurfi vinnulöggjöfin að breytast og óskað sé eftir því að vinnuvikan sé stytt enn frekar.

Innlent
Fréttamynd

Hefðu átt að fara sér hægar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, gagnrýnir þann flýti sem settur var í að loka kjarasamningi milli Samtaka Atvinnulífsins og Starfsgreinasambandsins. Menn hefðu átt að fara sér hægar og ekki glutra niður góðu tækifæri.

Innlent