Frakkland

Fréttamynd

Macron ver ráðherra sem er sakaður um nauðgun

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, varaði við því að nýskipaður innanríkisráðherra í ríkisstjórn hans ætti ekki að verða „fórnarlamb dómstóls götunnar“ vegna ásakana um að hann hafi nauðgað konu fyrir rúmum áratug. Hundruð kvenna hafa mótmælt skipan ráðherrans.

Erlent
Fréttamynd

Ný ríkisstjórn Frakklands kynnt

Nýr forsætisráðherra Frakklands tilkynnti í dag skipan ríkisstjórnar sinnar. Einhverjar mannabreytingar hafa orðið en að sama skapi halda nokkrir ráðherrar stöðum sínum.

Erlent
Fréttamynd

Ríkisstjórn Frakklands hættir

Franska forsetahöllin greindi frá því í morgun að Edouard Philippe, forsætisráðherra landsins, hefði sagt starfi sínu lausu - rétt eins og aðrir ráðherrar landsins.

Erlent
Fréttamynd

Frakkar létta veru­lega á tak­mörkunum

Emmanuel Macron Frakklandsforseti kynnti í gærkvöldi tilslakanir vegna kórónuveirufaraldursins sem hann segir þær mestu í Evrópu en í dag mega kaffihús og veitingastaðir í París opna auk þess sem ferðalög til annarra Evrópulanda verða leyfð.

Erlent
Fréttamynd

Frakkar segjast hafa fellt hryðjuverkaleiðtoga í Malí

Leiðtogi hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda í Norður-Afríku féll í aðgerðum franska hersins í Malí fyrr í vikunni, að sögn franska varnarmálaráðherrans. Þá segjast Frakkar hafa tekið einn leiðtoga Ríkis íslams í landinu höndum í síðasta mánuði.

Erlent
Fréttamynd

Börnin sem enginn vill fá heim

Um 900 börn vestrænna ISIS-liða sitja enn föst við ömurlegar aðstæður í fangabúðum í norðausturhluta Sýrlands. Forsvarsmenn heimaríkja foreldra þeirra segjast ekki geta tekið á móti þeim.

Erlent
Fréttamynd

Frestar fundi G7 aftur

Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í morgun að hann myndi þrátt fyrir allt fresta fundi G7 ríkjanna í ár fram í september. Trump sagði í síðustu viku að líklegast yrði fundurinn haldinn í Washington, þar sem leiðtogarnir myndu hittast augliti til auglits.

Erlent
Fréttamynd

Sam­drátturinn 20 prósent í Frakk­landi

Franska hagstofan gerir ráð fyrir að samdrátturinn í frönsku efnahagslífi muni nema heilum 20 prósentum á öðrum ársfjórðungi. Er það rakið til lokana og annarra aðgerða yfirvalda vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Merkel gefur eftir og samþykkir styrkveitingar

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tilkynntu í kvöld að þau hefðu komist að samkomulagi um drög að 500 milljarða evra neyðarsjóð, sem nota á til að aðstoða þau ríki sem hafa orðið hvað verst úti vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar.

Erlent