Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Sveik 1,3 milljarða úr streymisveitum með gervispilunum

Karlmaður í Bandaríkjunum hefur verið ákærður fyrir stórfelld fjársvik sem fólust í því að framleiða urmul laga með hjálp gervigreindar og nýta vélmenni til að falsa spilanir á streymisveitum. Með þessum hætti fékk hann greidd höfundalaun sem námu hátt í 1,3 milljörðum króna.

Erlent
Fréttamynd

Frestar öllum tón­leikum vegna hrakandi heilsu

Tónlistarmaðurinn Donald Glover, einnig þekktur sem Childish Gambino, tilkynnti fyrr í kvöld að hann neyðist til að fresta öllum fyrirhuguðum tónleikum sínum í Norður-Ameríku vegna hrakandi líkamlegrar heilsu.

Lífið
Fréttamynd

Lauf­ey prýðir for­síðu Vogue

Rísandi stórstjarnan Laufey hefur sannarlega átt risastórt ár og meðal annars unnið til Grammy verðlauna, selt upp á tónleika um allan heim og mætt á Met Gala. Hún prýðir nú forsíðu hátískublaðsins Vogue sem þykir mjög eftirsóknarvert.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

„Ég get ekki verið hamingju­samari“

„Mér finnst eins og allt sem ég hef skrifað eða gert áður en ég hitti hann sé skrifað af einhverjum manni sem er að leita að einhverju eða syrgja eitthvað,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson í þætti Auðuns Blöndal, Tónlistarmennirnir okkar á Stöð 2 í gærkvöldi.

Lífið
Fréttamynd

Sáu ekki fyrir sér vin­sældirnar en fagna nú 36 árum

„Við leggjum aðal áherslu á stuðið,“ segja Grétar Örvarsson og Sigga Beinteins sem saman mynda sögulegu sveitina Stjórnina. Stjórnin fagnar 36 árum í bransanum með tvennum stórtónleikum í lok september en blaðamaður tók púlsinn á tvíeykinu og fékk að heyra frá undirbúningnum.

Tónlist
Fréttamynd

Sergio Mendes höfundur Mas Que Nada látinn

Brasilíski tónlistarmaðurinn Sergio Mendes, sem hjálpaði til við alþjóðavæðingu bossa nova tónlistar á sjöunda áratugnum með hljómsveitinni Brasil '66, er látinn. Mendes var 83 ára gamall. 

Tónlist
Fréttamynd

Gáfu tón­dæmi af Barfly í beinni

Hljómsveitirnar Dikta og Jeff Who leiða saman hesta sína í Gamla bíó í kvöld og halda tvöfalda tónleika. Tíu ár eru síðan hljómsveitirnar spiluðu síðast saman á tónleikum. 

Tónlist
Fréttamynd

Hart barist á hundruð milljóna jóla­markaði

„IceGuys jólatónleikarnir eru orðnir þeir stærstu í lýðveldissögunni,“ sagði Máni Pétursson skipuleggjandi jólatónleika IceGuys í Laugardalshöll hróðugur fyrr í vikunni eftir að nítján þúsund miðar seldust á tónleikana. Það er stór fullyrðing, enda eru tónleikarnir langt frá því að vera einu jólatónleikar ársins. Hart er barist á hundruð milljóna jólamarkaði þar sem framboðið hefur aldrei verið eins mikið.

Lífið
Fréttamynd

Rich Homie Quan er allur

Bandaríski rapparinn Rich Homie Quan er látinn 33 ára að aldri. Hann lést á sjúkrahúsi í Atlanta í gær, en dánarorsök liggur ekki fyrir að svo stöddu.

Lífið
Fréttamynd

Hljómi eins og ösku­bakki

Ástralski kántrísöngvarinn Keith Urban er yfir sig hrifinn af kollega sínum og stjörnunni Miley Cyrus. Hann hrósaði henni með frekar einkennilegum hætti í hlaðvarpsþætti nýverið þar sem hann sagði hana hljóma alveg eins og öskubakki.

Lífið
Fréttamynd

Bergur Einar og Helga Margrét orðin for­eldrar

Bergur Einar Dagbjartsson, trommuleikari í hljómsveitinni Vök, og Helga Margrét Höskuldsdóttir, dagskrárgerðar- íþróttafréttakona á RÚV, eignuðust stúlku þann 26. ágúst síðastliðinn. Um er að ræða þeirra fyrsta barn saman.

Lífið
Fréttamynd

Þegar ellefu ára Eivør sló í gegn

Þegar færeyska stórsöngkonan Eivør Pálsdóttir var einungis ellefu ára gömul kom hún fram í sjónvarpsþættinum Barnalotunni ásamt vinkonu sinni Petsi. Færeyska ríkisútvarpið Kringvarpið rifjar það upp og birtir myndband af þeim syngjandi vinkonum í tilefni af því að Eivör mætir í dag sem gestur í Barnaútvarpið.

Lífið
Fréttamynd

Heitustu trendin fyrir haustið

Umferðin er orðin þyngri, rigningin heldur áfram að heiðra okkur með nærveru sinni, laufin falla af trjánum, litapallettan breytist, skólabjöllurnar hringja og rútínan tekur yfir. Haustið er mætt í allri sinni dýrð og er árstíðin gjarnan í fararbroddi hinna þegar það kemur að tískubylgjum og nýjum stefnum og straumum. 

Lífið
Fréttamynd

Ræðst á morgun hvort Ís­land taki þátt í Euro­vision

Ríkisútvarpið mun á morgun tilkynna hvort Ísland muni taka þátt í Eurovision í Basel á næsta ári. Fararstjóri íslenska hópsins sagði eftir keppnina í ár að hann gerði ráð fyrir því að Ísland tæki aftur þátt í ár, en ekkert væri meitlað í stein.

Lífið
Fréttamynd

Fróaði sér á tón­leikum með Bríeti

Tónlistarkonan Bríet segist hafa lent í ýmsu á tónleikum sínum í gegnum tíðina. En það sem stendur mögulega upp úr var þegar einn tónleikagestur fróaði sér á miðjum tónleikum. Þetta kemur fram í síðasta þætti af Tónlistarmönnunum okkar á Stöð 2 sem var á sunnudagskvöldið.

Lífið
Fréttamynd

Sunna Gunn­laugs í skugga karl­rembu á djass­há­tíð

„Tilkarl“ er orð sem ég heyrði fyrst í tengslum við mál Sunnu Gunnlaugs djasspíanóleikara og tónskálds. Fyrir skemmstu hellti hún sér yfir ákveðinn djassara á Facebook og sagði djasssenuna á Íslandi vera gegnsýrða af karlrembu. Blessuðum mönnunum mun finnast þeir hafa tilkall til alls mögulegs, bara vegna þess að þeir eru karlar. Þeir eru því tilkarlar.

Gagnrýni
Fréttamynd

Herra Hnetu­smjör stoltur eftir tryllta afmælishelgi

Rapparinn Árni Páll, betur þekktur sem Herra Hnetusmjör, hélt tvenna útgáfutónleika í Gamla Bíói um helgina og fagnaði 28 ára afmæli sínu í gær. Þrátt fyrir að vera almennt lítið fyrir afmæli tóku áhorfendur sig til og sungu afmælissönginn fyrir hann á laugardagskvöld. 

Tónlist
Fréttamynd

Sam­talið ó­rjúfan­legur hluti af sköpuninni

„Við spilum fyrst og fremst af kærum sköpunarkrafti,“ segir píanóleikarinn Magnús Jóhann. Hann hefur undanfarin ár unnið að plötu ásamt saxófónleikaranum Óskari Guðjónssyni og hefur sköpunarferlið meðal annars einkennst af góðum samtölum þeirra á milli. Þeir frumsýna hér tónlistarmyndband við lag af plötunni.

Tónlist
Fréttamynd

Hneig niður á miðjum tón­leikum

Bandaríski rapparinn Fatman Scoop er látinn, 53 ára að aldri. Scoop hneig niður á sviði á miðjum tónleikum sínum í Conneticut í Bandaríkjunum í gær. Hann var fluttur með sjúkrabíl á nærliggjandi sjúkrahús og síðar úrskurðaður látinn.

Erlent