Sveik 1,3 milljarða úr streymisveitum með gervispilunum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 10. september 2024 22:00 Streymisrisinn Spotify hefur glímt við gervispilanir um nokkurt skeið. getty Karlmaður í Bandaríkjunum hefur verið ákærður fyrir stórfelld fjársvik sem fólust í því að framleiða urmul laga með hjálp gervigreindar og nýta vélmenni til að falsa spilanir á streymisveitum. Með þessum hætti fékk hann greidd höfundalaun sem námu hátt í 1,3 milljörðum króna. Frá ákærunni er greint á vef ríkissaksóknara Bandaríkjanna. Haft er eftir Damian Williams saksóknara í New York að maðurinn, sem heitir Michael Smith, hafi verið handtekinn í vikunni grunaður um fjársvikin. „Með þessum hætti fékk Smith milljónir dala í höfundalaun sem hefðu með réttu átt að greiðast til tónlistarmanna og höfunda sem hafa fengið raunverulegar spilanir frá hlustendum. Þökk sé vinnu rannsakenda alríkislögreglunnar, þarf Smith nú svara fyrir gjörðir sínar,“ er haft eftir Williams. Alríkislögreglan muni nú gera atlögu að því að finna fleiri streymissvikara. Vísir hefur þegar fjallað um sambærilegar gervispilanir sem hafa að undanförnu tröllriðið íslenska vinsældarlista Spotify. Framkvæmdastjóri íslenska útgáfufélagsins Öldu music sagði að um stórt vandamál að ræða þar sem íslenskir tónlistarmenn verði af tekjum vegna þessa. Í tilkynningu saksóknara kemur fram að umræddur Smith hafi passað sig á því að hvert lag fengi ekki of margar spilanir, til að vekja ekki grunsemdir meðal forsvarsmanna streymisveitna. Þess í stað framleiddi hann óhemju mikið magn laga sem hvert um sig var spilað nokkrum þúsund sinnum. Hann hafi, með hjálp vélmenna (e. bots), getað fengið allt að 660 þúsund spilanir á dag. Frá árinu 2018 hafi hann nýtt gervigreind til þess að framleiða lög. Vísir hefur sömuleiðis fjallað um þess háttar framleiðslu tónlistar, sem virðist vera að ryðja sér til rúms. Skemmtikrafturinn Maggi Mix hefur til að mynda framleitt mikið magn laga með þeim hætti. Framundan eru réttarhöld gegn Smith sem yfir vofir þungur fangelsisdómur. Fyrir fyrrgreind svik er hámarksrefsing tuttugu ára fangelsi, en ofan á bætist tuttugu ára hámarksrefsing fyrir svik með fulltingi fjarskiptatækja, auk refsingar fyrir peningaþvætti. Tónlist Bandaríkin Gervigreind Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Erlent Fleiri fréttir Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Sjá meira
Frá ákærunni er greint á vef ríkissaksóknara Bandaríkjanna. Haft er eftir Damian Williams saksóknara í New York að maðurinn, sem heitir Michael Smith, hafi verið handtekinn í vikunni grunaður um fjársvikin. „Með þessum hætti fékk Smith milljónir dala í höfundalaun sem hefðu með réttu átt að greiðast til tónlistarmanna og höfunda sem hafa fengið raunverulegar spilanir frá hlustendum. Þökk sé vinnu rannsakenda alríkislögreglunnar, þarf Smith nú svara fyrir gjörðir sínar,“ er haft eftir Williams. Alríkislögreglan muni nú gera atlögu að því að finna fleiri streymissvikara. Vísir hefur þegar fjallað um sambærilegar gervispilanir sem hafa að undanförnu tröllriðið íslenska vinsældarlista Spotify. Framkvæmdastjóri íslenska útgáfufélagsins Öldu music sagði að um stórt vandamál að ræða þar sem íslenskir tónlistarmenn verði af tekjum vegna þessa. Í tilkynningu saksóknara kemur fram að umræddur Smith hafi passað sig á því að hvert lag fengi ekki of margar spilanir, til að vekja ekki grunsemdir meðal forsvarsmanna streymisveitna. Þess í stað framleiddi hann óhemju mikið magn laga sem hvert um sig var spilað nokkrum þúsund sinnum. Hann hafi, með hjálp vélmenna (e. bots), getað fengið allt að 660 þúsund spilanir á dag. Frá árinu 2018 hafi hann nýtt gervigreind til þess að framleiða lög. Vísir hefur sömuleiðis fjallað um þess háttar framleiðslu tónlistar, sem virðist vera að ryðja sér til rúms. Skemmtikrafturinn Maggi Mix hefur til að mynda framleitt mikið magn laga með þeim hætti. Framundan eru réttarhöld gegn Smith sem yfir vofir þungur fangelsisdómur. Fyrir fyrrgreind svik er hámarksrefsing tuttugu ára fangelsi, en ofan á bætist tuttugu ára hámarksrefsing fyrir svik með fulltingi fjarskiptatækja, auk refsingar fyrir peningaþvætti.
Tónlist Bandaríkin Gervigreind Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Erlent Fleiri fréttir Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Sjá meira