Tíska og hönnun

Tíska og hönnun

Allt það nýjasta úr heimi tískunnar og fréttir af sviði hönnunar.

Fréttamynd

Sýndi fimmtíu flíkur á dag

Brynja Jónbjarnardóttir þykir ein efnilegasta fyrirsæta landsins í dag þrátt fyrir ungan aldur. Brynja sat fyrir á myndum fyrir vefverslun tískumerkisins Urban Outfitters í júní, en merkið er afskaplega vinsælt um allan heim.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Saga Sig þeysist á milli landa

Ég er bara í stuttri heimsókn hér heima og er að vinna tvö verkefni, eitt fyrir 66 gráður norður og annað fyrir Kron Kron, segir ljósmyndarinn Saga Sig sem búsett er í London þar sem hún stundar nám í tískuljósmyndun.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Vöktu hrifningu í París

Hönnuðir á bakvið íslenska vörumerkið Bility tóku þátt í stórri húsbúnaðarsýningu í París fyrir skemmstu. Íslenskt veggskraut og bókamerki í líki skordýra vöktu almenna hrifningu meðal sýningargesta.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Heilluð af Indlandi

Fatahönnuðurinn Una Hlín Kristjánsdóttir stofnaði merkið Royal Extreme fyrr á árinu og hafa viðtökurnar verið gríðarlega góðar. Una Hlín sótti meðal annars tískuvikuna í Kaupmannahöfn í ágúst og fékk nýverið boð á tískuvikuna í New York sem hefst þann 9. september næstkomandi.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

House-leikkona hrifin af kjól frá tískumerkinu Emami

Leikkonan Jennifer Morrison, sem þekktust er fyrir hlutverk sitt sem læknirinn Allison Cameron í sjónvarpsþáttunum House, var brúðarmær í brúðkaupi Anítu Briem. Brúðarmeyjar Anítu klæddust sérsaumuðum silkikjólum frá tískumerkinu Emami og að sögn Brynjars Ingólfssonar, framkvæmdastjóra Emami, var Morrison afskaplega hrifin af hönnun fyrirtækisins.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Kjólarnir á Emmy

Emmy-verðlaunin voru afhent í 62. sinn um helgina og skörtuðu stjörnurnar sínu fegursta er þær gengu eftir rauða dreglinum.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Íslensk tískustuttmynd á tískuvikunni í París

„Þetta er stuttmynd frekar en auglýsing, en tilgangurinn með henni er að kynna nýja sumarlínu Munda og verður myndin frumsýnd á tískuvikunni í París í lok september,“ segir Hrefna Hagalín sem framleiðir stuttmynd fyrir hönnuðinn Munda ásamt Kristínu Báru Haraldsdóttur. Myndin er saga ungrar stúlku sem gengur í gegnum ákveðið ferli og hittir ýmsa kynlega kvisti í leiðinni og fer fyrirsætan Brynja Jónbjarnadóttir með hlutverk stúlkunnar.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Ekkert mál með Beyoncé

„Mér finnst þetta í raun ekki merkilegt mál, enda er fatnaður af svipuðu tagi út um allt í dag," segir fatahönnuðurinn Ásgrímur Már Friðriksson þegar hann er inntur eftir því hvort hann telji að söngkonan Beyoncé Knowles hafi hermt eftir hönnun hans fyrir nýja haustlínu tískumerkisins Dereon, sem söngkonan á ásamt móður sinni.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Mikið hark að vera hönnuður í dag

Erna Óðinsdóttir og Sonja Bent eru á meðal þeirra íslensku hönnuða sem taka þátt í tískuvikunni í Kaupmannahöfn 12.-14. ágúst. Þær munu sýna hönnun sína á CPH Vision ásamt fjórum öðrum upprennandi hönnuðum, en CPH Vision leggur áherslu á nýja og framsækna hönnun.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Hönnuðir opna verslunina Kiosk Búðardóttur

„Þetta er samvinnuverkefni tíu hönnuða sem ákváðu að opna verslun á eigin vegum svo hægt væri að halda verðinu niðri. Okkur fannst líka sniðugt að standa saman í þessu þar sem það er minni fjárhagsleg áhætta fyrir hver

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Andersen & Lauth í Top Model

„Þetta var í nýjasta þætti America‘s Next Top Model og það var eiginlega bara tilviljun að við rákum augun í þetta. Yfirleitt láta pressuskrifstofur mann vita af svona löguðu, en við erum ekki með slíka í Bandaríkjunum þannig það er erfiðara fyrir okkur að fylgjast með þar,“ útskýrir Gunnar Hilmarsson, eigandi hönnunarfyrirtækisins Andersen & Lauth, en keppandi í hinum geysivinsæla sjónvarpsþætti, America‘s Next Top Model, sást klæðast vesti frá Andersen & Lauth í einni myndatökunni.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Á samning hjá Dior og DVF

„Það var frekar furðuleg tilfinning að fá símtal frá Christian Dior í Frakklandi sem var að bjóða mér að koma á samning til sín,“ segir Aníta Hirlekar, 24 ára fatahönnunarnemi frá Akureyri.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Selur hönnun sína í Afríku

Vigdís Guðmundsdóttir, sem búsett er í borginni Puducherry á Suður-Indlandi, rekur fyrirtækið D&G Agency, en það framleiðir meðal annars hágæða fartölvutöskur fyrir konur auk fylgihluta og fatnaðar. Vigdís hefur verið með annan fótinn á Indlandi síðustu fjögur árin og kann vel við sig, enda er þar sumar allt árið um kring og fólkið yndislegt.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Vægast sagt mjög spúkí - myndband

„Það vinna hjá mér klæðskerar. Við vinnum saman með hönnun..." sagði Sara María Forynja eigandi verslunarinnar Forynja sem verður með skemmtilega uppákomu á morgun, laugardag. Með því að smella á hnappinn Horfa á myndskeið með frétt má sjá viðtalið við Söru. Hér sýnir Sara okkur buxur og húðflúrin sín (óbirt efni). Viðburðurinn á Facebook.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Konungleg fatalína slær í gegn

Fatahönnuðurinn Una Hlín Kristjánsdóttir hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir hönnun sína, Royal Extreme, og hefur meðal annars hlotið nokkra umfjöllun í erlendum tískutímaritum og bloggum.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Íslensk hönnun á útimarkaði í sumar

Fyrstu helgina í júlí fer af stað útimarkaður í portinu bak við danska sendiráðið á Hverfisgötunni. Markaðurinn ber nafnið Reykjavik Creative Market og mun bjóða upp á alls kyns íslenska hönnun. Markaðurinn mun vera í gangi allar helgar í júlí og ágúst, laugardaga og sunnudaga.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Íslensk tíska blómstrar

Pop up-verslun stóð fyrir tískusýningu í Listasafni Reykjavíkur á fimmtudaginn. Viðburðurinn var í samvinnu við Jónsvöku, listahátíðina sem er í gangi í miðbænum alla helgina. Íslenskir hönnuðir létu ljós sitt skína og mikið var um litríka og skemmtilega hönnun. Áhugamenn um tísku söfnuðust saman og fylgdust grannt með því sem fór fram á tískupallinum.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Íslensk hönnun er greinilega málið - myndband

Við hittum hönnuðina Örnu Vignisdóttur, Huldu Hallgrímsdóttur og Sigrúnu Dóru Jónsdóttur í versluninni Nostrum á Skólavörðustíg í morgun í tilefni af því að íslenskir fatahönnuðir bjóða öllum sem vettlingi geta valdið í heimsókn í kvöld, á Jónsmessu.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Magga Maack á kápunni í tveimur heimsálfum

„Myndir eftir mig hafa áður birst í erlendum bókum og tímaritum og ég geri ráð fyrir því að bókaútgáfan hafi fundið mig annað hvort í gegnum það eða heimasíðuna mína," segir grafíski hönnuðurinn Ólöf Erla Einarsdóttir, sem mun hanna kápur þriggja bóka í bókaflokknum Creature Court.

Tíska og hönnun