Uppgjörið: Fram - Vestri 2-4 | Andri Rúnar með sýningu í sigri Vestra Vestri vann 2-4 útisigur gegn Fram. Andri Rúnar Bjarnason fór á kostum og gerði þrennu. Framarar voru langt frá því að svara fyrir 7-1 tap í síðustu umferð og liðið hefur fengið á sig ellefu mörk í síðustu tveimur leikjum. Uppgjör og viðtöl væntanleg Íslenski boltinn 5. október 2024 15:54
Byrjunarlið Vals og Breiðabliks: Pétur gerir tvær breytingar á liði Vals Valur og Breiðablik mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil kvenna í knattspyrnu að Hlíðarenda nú á eftir. Þjálfararnir Pétur Pétursson og Nik Chamberlain hafa opinberað byrjunarlið sín í stórleiknum á eftir. Íslenski boltinn 5. október 2024 15:21
Sandra María valin best Fyrirliði Þórs/KA, Sandra María Jessen, var valin besti leikmaður Bestu deildar kvenna af leikmönnum deildarinnar. Íslenski boltinn 5. október 2024 14:57
„Finnst yfirleitt betra að spila fótbolta á tánum en hælunum“ Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, er brött fyrir úrslitaleikinn gegn Breiðabliki um Íslandsmeistaratitilinn í Bestu deild kvenna. Hún vonast til að reynsla Valskvenna komi í góðar þarfir og að þær ætli sér að sækja titilinn fjórða árið í röð. Íslenski boltinn 5. október 2024 11:31
Lokaumferðin rosalega 1991: Fjögur lið gátu orðið meistarar og mættust innbyrðis Sem kunnugt er mætast Valur og Breiðablik í dag í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil kvenna í fótbolta. Þótt þessi lið hafi ekki áður mæst í úrslitaleik sem þessum voru þau bæði í baráttunni um titilinn í eftirminnilegri lokaumferð 1991. Fyrir hana gátu fjögur lið orðið meistarar og þau mættust öll innbyrðis. Íslenski boltinn 5. október 2024 10:00
Nik fullur sjálfstrausts fyrir úrslitaleikinn „Fullur sjálfstrausts, við höfum spilað mjög vel síðan í byrjun ágúst,“ sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, fyrir lokaleik tímabilsins sem sker úr um hvort Blikar eða Valur verði Íslandsmeistari kvenna í fótbolta 2024. Íslenski boltinn 5. október 2024 09:01
Komdu þér í gírinn fyrir úrslitaleikinn Í dag mætast Valur og Breiðablik í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitil kvenna í fótbolta. Valur er ríkjandi Íslands- og bikarmeistari en Valskonur lögðu Blika einmitt í úrslitum Mjólkurbikarsins. Íslenski boltinn 5. október 2024 07:03
„Við höfum líka mikið af vopnum í okkar búri“ „Mjög góða. Búnar að halda spennustiginu nokkuð vel. Erum, tilbúnar í þetta,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, aðstoðarþjálfari Vals, um leik morgundagsins sem sker úr um hvort Íslandsmeistaratitillinn verði áfram á Hlíðarenda eða færi sig yfir í Kópavog. Íslenski boltinn 4. október 2024 22:47
KR sækir tvo frá Fjölni KR hefur samið við tvo leikmenn Lengjudeildarliðs Fjölnis um að leika með næstu árin. Um er að ræða markvörðinn Halldór Snæ Georgsson og miðvörðinn Júlíus Mar Júlíusson. Íslenski boltinn 4. október 2024 20:03
Búin að sjá fyrir sér að lyfta skildinum: „Hugsa um það daglega“ „Ég held þetta verði geggjaður leikur og einstakt tækifæri fyrir fólk að koma og horfa á þennan leik,“ segir Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, um hreinan úrslitaleik hennar kvenna við Val um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta á morgun. Íslenski boltinn 4. október 2024 16:31
Upphitun fyrir úrslitadaginn: „Þær eru meiri sigurvegarar en þetta Blikalið“ Úrslitin ráðast á morgun í Bestu deild kvenna í fótbolta, þar sem Breiðablik og Valur mætast í leik um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. Helena Ólafsdóttir og Mist Rúnarsdóttir hituðu upp með Jóhannesi Karli Sigursteinssyni, þjálfara Stjörnunnar, og Guðmundi Aðalsteini Ásgeirssyni, fréttamanni Fótbolta.net. Íslenski boltinn 4. október 2024 14:33
Íslenskur HM-fari í Stjörnuna Knattspyrnumaðurinn Samúel Kári Friðjónsson hefur ákveðið að snúa heim til Íslands, 28 ára gamall, eftir langa veru í atvinnumennsku erlendis. Hann hefur skrifað undir samning til fjögurra ára við Stjörnuna. Íslenski boltinn 4. október 2024 12:04
Verður áhorfendametið slegið á morgun? Valur og Breiðablik mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Bestu deild kvenna á morgun. Búast má við fjölmenni á leiknum á N1-vellinum á Hlíðarenda. Íslenski boltinn 4. október 2024 11:36
Hansen snýr aftur í lið Víkinga Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkings, snýr aftur í byrjunarlið félagsins fyrir leik dagsins við Omonoia í Sambandsdeild Evrópu. Fótbolti 3. október 2024 15:50
„Það verður allt dýrvitlaust“ „Ég held að menn séu vel stemmdir, það hlýtur að vera. Við erum búnir að bíða lengi eftir þessum degi sem félag, ég sjálfur og leikmenn,“ segir Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, um verkefni dagsins. Víkingur mætir Omonoia í fyrsta leik liðsins í Sambandsdeild Evrópu. Fótbolti 3. október 2024 13:02
Svona var kynningarfundurinn fyrir úrslitaleikinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi á Hlíðarenda vegna úrslitaleiks Vals og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta kvenna. Íslenski boltinn 3. október 2024 12:31
Kári með skoðunarferð fyrir Víkinga á Kýpur Víkingar undirbúa sig fyrir fyrsta leik liðsins í Sambandsdeild Evrópu síðar í dag. Andstæðingurinn er Omonoia í Kýpur en Kári Árnason var leikmaður liðsins á sínum tíma. Þrátt fyrir að hafa stoppað stutt við þekkir hann til á svæðinu og kynnir menn fyrir landi og þjóð í dag. Fótbolti 3. október 2024 12:02
Frumsýna nýja Evróputreyju Víkingar verða í nýrri, sérstakri Evróputreyju í komandi Sambandsdeildarævintýri. Sú verður frumsýnd í leik dagsins við Omonoia frá Kýpur. Fótbolti 3. október 2024 11:50
Snýr aftur heim í KR Miðjumaðurinn Óliver Dagur Thorlacius er snúinn aftur í KR og hefur skrifaði undir samningu við félagið sem gildir til næstu þriggja ára. Íslenski boltinn 2. október 2024 15:04
Tarik í bann eftir fræknu frammistöðuna Tarik Ibrahimagic, leikmaður Víkings, var í dag dæmdur í eins leiks bann vegna uppsafnaðra gulra spjalda. Hann missir af næsta leik Víkinga um komandi helgi. Íslenski boltinn 1. október 2024 15:51
Sjáðu slysalegt sjálfsmark og Emil skora í tólfta sinn Stjarnan vann öruggan 3-0 sigur gegn ÍA og kom sér af fullum þunga í baráttuna um Evrópusæti í Bestu deild karla í fótbolta í gær. Mörkin má nú sjá á Vísi. Íslenski boltinn 1. október 2024 10:31
Hilmar Árni: Þurftum að vinna, gerðum það og svo bara næsti leikur Besti maður vallarins í sigri Stjörnunnar á ÍA fyrr í kvöld gat verið ánægður með dagsverkið. Hilmar Árni Halldórsson átti tvær stoðsendingar og skotið sem varð til þess að Johannes Vall skoraði sjálfsmark í 3-0 sigri Stjörnunnar. Íslenski boltinn 30. september 2024 21:21
Uppgjörið og viðtöl: Stjarnan - ÍA 3-0 | Stjarnan gerir atlögu að Evrópusætinu Stjarnan fór með sigur af hólmi þegar ÍA kom í heimsókn í annarri umferð efri helmings Bestu deildar karla. Stjarnan stýrði leiknum lengst af þó Skagamenn hafi þjarmað að þeim. Leiknum lauk með 3-0 sigri Stjörnunnar sem kom sér í stöðu til að gera atlögu að þriðja sæti deildarinnar. Íslenski boltinn 30. september 2024 18:30
Oliver við æfingar á Englandi eftir frábært tímabil með ÍBV Oliver Heiðarsson, leikmaður ÍBV sem vann Lengjudeild karla í fótbolta, er nú við æfingar i Englandi þar sem faðir hans spilaði lengi vel. Íslenski boltinn 30. september 2024 17:31
Sjáðu mörkin: Hetjan Tarik lyfti Víkingum á toppinn | Sjö mörk KR kaffærðu Fram Gærdagurinn í Bestu deild karla í fótbolta var áhugaverður og bauð upp á margar mismunandi sögulínur. Ekki vantaði mörkin í leikina fjóra og þá var dramatíkin allsráðandi í slag Vals og Víkings Reykjavíkur Íslenski boltinn 30. september 2024 11:32
Fær Njarðvík frekar stimpilinn? Þrátt fyrir að Njarðvík sé ekki sérstaklega tilgreind í tölum Hagstofunnar um mannfjölda í byggðakjörnum landsins, heldur skilgreind sem hluti af Reykjanesbæ, þá er vel hægt að nota aðra skilgreiningu en Hagstofan og segja að Njarðvík sé stærsti byggðakjarni Íslands sem aldrei hefur átt lið í efstu deild karla í fótbolta. Íslenski boltinn 29. september 2024 23:16
„Væri gaman að spila við þá í hverri einustu viku” „Jesús almáttugur, ég þarf að fara á bráðavaktina núna sko,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, eftir hádramatískan 3-2 sigur sinna manna gegn Val. Íslenski boltinn 29. september 2024 22:33
Uppgjörið,viðtöl og myndir: Fylkir - KA 1-3 | KA kom Fylki í vonlitla stöðu Bikarmeistararnir unnu 1-3 sigur gegn Fylki sem situr í neðsta sæti deildarinnar. Staðan var jöfn í hálfleik en KA gerði tvö mörk í seinni hálfleik og gestirnir fögnuðu sigri. Uppgjör og viðtöl væntanleg. Íslenski boltinn 29. september 2024 20:01
Uppgjörið: Valur - Víkingur 2-3 | Draumamark Tariks kom Víkingi á toppinn Víkingur endurheimti efsta sæti Bestu deildar karla með dramatískum endurkomusigri gegn Val á Hlíðarenda. Lokatölur 2-3, sigurmarkið skoraði galdramaðurinn Tarik á lokamínútu uppbótartíma. Íslenski boltinn 29. september 2024 18:30
„Ætli svona 4-3 hefði ekki verið sanngjarnt“ Þrátt fyrir þokkalega opinn síðari hálfleik skildu Þróttur og Þór/KA jöfn í markalausum leik. Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, er sæll með að halda hreinu á útivelli og tekur marga jákvæða punkta með sér norður. Íslenski boltinn 29. september 2024 17:40