Golf

Golf

Fréttir og úrslit úr heimi golfsins.

Fréttamynd

Hola í höggi og níu pílna leikur: „Ég hlýt að vera einn af mjög fáum“

Flesta golfara dreymir um að fara holu í höggi og flesta píluspilara dreymir um að klára legg í níu pílum. Fæstum tekst þó að afreka þessa hluti, en Guðmundur Valur Sigurðsson, eða Valur eins og hann er oftast kallaður, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 7. braut Húsatóftavallar, aðeins örfáum vikum eftir að hann kláraði legg í níu pílum er hann spilaði á pílustaðnum Bullsey.

Golf
Fréttamynd

Hola í höggi í fyrsta sinn hjá Rory

Rory McIlroy gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi í fyrsta sinn á PGA-mótaröðinni í kvöld. Hann náði högginu á Travelers Championship mótinu í Connecticut.

Golf
Fréttamynd

Fowler áfram í forystu á US Open

Rickie Fowler er enn í forystu á US Open, 11 undir pari þegar þetta er skrifað, en hann hefur spilað átta holur af öðrum hring sínum á mótinu. Wyndham Clark og Rory McIlroy gera sig þó líklega til að ógna honum.

Golf
Fréttamynd

Æsi­spennandi keppni á milli ís­lenskra golf­hópa

Golfarinn hefur vakið athygli áhorfenda Stöðvar 2 síðustu vikur enda margt skemmtilegt þar á seyði hjá þeim Hlyni Sigurðssyni og Ingu Lind Karlsdóttur sem höfðar jafn til hins íslenska meðalkylfings, byrjenda sem og þeirra bestu, og raunar jafnvel líka til þeirra sem alls ekki spila golf.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Öldunga­deild Banda­ríkja­þings rann­sakar sam­runa PGA og LIV

Samruni PGA- og LIV-mótaraðanna í golfi kom eins og þruma úr heiðskýru lofti fyrir sléttri viku síðan og ráku margir upp stór augu þegar fréttir af samrunanum bárust. Nú hefur öldungadeild Bandaríkjaþings blandað sér í málið og ætlar sér að rannsaka samrunann.

Golf
Fréttamynd

„Þetta eru risastórar fréttir“

„Þetta eru risastórar fréttir,“ segir Björn Berg Gunnarsson, um nýjustu vendingar í golfheiminum þar sem að fjárfestingasjóður Sádi-Arabíu er kominn saman í eina sæng með stærstu mótaröðum íþróttarinnar.

Golf
Fréttamynd

Íþróttaþvottavél Sáda á fullum snúningi

Sprengju var varpað inn í golfheiminn í vikunni þegar tilkynnt var um samstarf tveggja stærstu golfmótaraða heims við þjóðarsjóð Sádi-Arabíu sem höfðu eldað grátt silfur saman í á annað ár. Samstarfið er nýjasta útspilið í viðleitni Sáda til þess að kaupa sér áhrif og fegra ímynd sína í gegnum íþróttir.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

„Þetta eru hálfgerðar hamfarir“

Golfvellir á höfuðborgarsvæðinu komu mjög illa undan vetri og opna þurfti seinna en vanalega. Framkvæmdarstjóri Golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði, Ólafur Þór Ágústsson, segir að tæp tuttugu ár séu síðan ástandið hafi verið jafn slæmt á golfvöllum.

Golf
Fréttamynd

Kalla eftir afsögn yfirmanns PGA eftir samrunann við LIV

Eftir að tilkynnt var um samruna PGA- og LIV-mótaraðanna í golfi hafa margir af fremstu kylfingum heims látið óánægju sína í ljós. Kylfingar sem héldu tryggð við PGA-mótaröðina hittust í gær og margir þeirra kölluðu eftir afsögn Jay Monahan, yfirmanns PGA.

Golf
Fréttamynd

Margt líkt með golfi og kynlífi

Gerði Huld Arinbjarnardóttur, eiganda kynlífstækjaverslunarinnar Blush, er margt til lista lagt. Í nýjasta þætti af Golfaranum á Stöð 2 kemur í ljós að hún er efnilegur kylfingur og sér fjölmörg líkindi með golfi og kynlífi, til dæmis mikilvægi þess að hitta í holuna.

Lífið samstarf
Fréttamynd

PGA-mótaröðin og LIV-mótaröðin sameinast

Bandaríska PGA-mótaröðin í golfi hefur samþykkt að sameinast sínum helsta keppinauti, sádiarabísku LIV-mótaröðinni. Sameining mótaraðanna þýðir að öll málaferli þeirra á milli verða felld niður.

Golf