Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Hittust fyrir til­viljun í flug­vél Icelandair og eru í dag hjón

Í apríl 2022 var hin 25 ára gamla Sasha Ebrahimi á leiðinni frá Bandaríkjunum til London með millilendingu á Íslandi. Annar farþegi, hinn 35 ára gamli Daniel Guiterrez, settist við hliðina á henni í vél Icelandair á flugvellinum í Denver. Hvorugt þeirra grunaði að tæpu ári seinna ættu þau eftir að verða hjón.

Lífið
Fréttamynd

Skæðustu sprengju­þotur heims mættar á Kefla­víkur­flug­völl

Flugsveit bandaríska flughersins er væntanleg til landsins í dag þar sem hún verður við æfingar með bandalagsríkjum í Norður-Evrópu. Um er að ræða þrjár B-2 Spirit flugvélar með allt að 200 manna liðsafla sem mun hafa aðsetur á öryggissvæðinu í Keflavík næstu vikur á meðan æfingar standa yfir.

Innlent
Fréttamynd

Annar stærsti júlí frá upp­hafi mælinga

Brottfarir erlendra farþega frá Íslandi um Keflavíkurflugvöll voru um 275 þúsund í júlí samkvæmt nýrri talningu Ferðamálastofu. Það er annar stærsti júlímánuður frá því mælingar hófust en tvær af hverjum fimm brottförum voru tilkomnar vegna Bandaríkjamanna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Komin heim þremur dögum á eftir á­ætlun

Eva Rún Guðmundsdóttir, sem fljúga átti til Íslands frá Osló á sunnudag er nú komin til landsins, þremur dögum eftir áætlaða heimferð. Hún segist mjög fegin að vera loksins komin heim. 

Innlent
Fréttamynd

Júlí­mánuður sá stærsti í sögu Play

Nýtt met var slegið í sögu flugfélagsins Play í júlí. Sætanýting félagsins í mánuðinum nam 91 prósenti og voru farþegar nær 192 þúsund talsins. Þar af leiðandi er júlí stærsti mánuður flugfélagsins frá upphafi. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tíminn á flugvöllum orðinn jafn langur og ferðalagið

Flugi Evu Rúnar Guðmundsdóttir frá Amsterdam til Íslands, sem átti að vera komin til Íslands með flugi Icelandair á sunnudag, hefur verið aflýst. Hún vissi ekki hvort hún ætti að hlæja eða gráta þegar ástæða aflýsingarinnar var gefin upp.

Innlent
Fréttamynd

Mar­tröð mæðgna sem áttu að koma til Ís­lands á sunnu­dag

Þrjár íslenskar konur, systur og móðir þeirra, sem reiknuðu með að vera komnar heim til Íslands með flugi Icelandair frá Osló á sunnudagskvöld eru enn ókomnar heim. Þær hafa þurft að yfirgefa flugvél sem var á leiðinni í loftið, bíða í fjórtán klukkustundir á flugvelli og segja upplýsingagjöf í öllu ferlinu hafa verið ábótavant. Upplýsingafulltrúi Icelandair harmar óþægindin sem farþegar hafa lent í vegna frestana og aflýsinga á flugferðum.

Innlent
Fréttamynd

Bubbi stranda­glópur á Krít

Fjöldi Íslendinga eru strandaglópar á eyjunni Krít á Grikklandi eftir að flugferð Icelandair þaðan til Íslands var aflýst vegna tæknibilunar. Meðal þeirra er tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens en ekki liggur fyrir hvenær farþegar komast heim.

Innlent
Fréttamynd

„Stóra spurningin“ er hvað Icelandair ætlar að gera með sterka sjóð­stöðu

Útlit er fyrir að Icelandair muni fara langt með að skila nærri hundrað milljóna Bandaríkjadala rekstrarhagnaði á árinu 2023, um fimmfalt meira en í fyrra, að sögn hlutabréfagreinenda sem verðmetur félagið um 50 prósentum yfir núverandi markaðsgengi. Sjóðstaða Icelandair, sem nemur um 75 prósentum af markaðsvirði flugfélagsins, hefur aldrei verið sterkari en stjórnendur segja að ekki standi til að nýta þá fjármuni til að greiða hraðar niður skuldir.

Innherji
Fréttamynd

Þyrlu­flugið eins og ná­granni með lé­lega golf­sveiflu

Bæjarfulltrúi í Kópavogi segir að það þurfi að staldra við og skoða hvort þyrluflug eigi í raun og veru heima á Reykjavíkurflugvelli. Hann skorar á Samgöngustofu að endurskoða flugleið þyrla svo þær fljúgi ekki yfir mikla íbúabyggð í Kópavogi og nágrannasveitarfélögum.

Innlent
Fréttamynd

Ó­tækt að þyrlurnar séu nánast komnar ofan í kaffi­bolla íbúa

Fram­kvæmda­stjóri Norður­flugs segir að sér lítist ekki illa á að flytja starf­semi fyrir­tækisins á Hólms­heiði. Skiljan­legt sé að í­búar séu þreyttir á há­vaða­mengun af völdum þyrlu­um­ferðar en fyrir­tækið lúti nú­verandi flug­ferlum og ráði ekki flug­leiðum inn á og út af Reykja­víkur­flug­velli.

Innlent
Fréttamynd

„Öllum að verða ljóst að þetta getur ekki verið svona“

Verið er að skoða að koma upp aðstöðu fyrir þyrluflug á Hólmsheiði. Borgarstjóri segir það sárgrætilegt að tíu ára gamalt samkomulag ríkisins og ISAVIA um nýjan flugvöll hafi aldrei verið efnt. Með þeim velli hefði verið hægt að koma í veg fyrir hávaðamengun vegna þyrluflugs. 

Innlent
Fréttamynd

Brýnt að finna þyrlu­flugi í Reykja­vík nýjan stað

Borgar­stjóri segir brýnt að finna út­sýnis­flugi þyrlna nýjan stað og tryggja að flug­leiðir í lág­flugi séu al­mennt ekki yfir í­búa­byggð. Borgar­yfir­völd skoði nú Hólms­heiði sem mögu­legan kost sem nýst gæti til út­sýnis­flugs, bæði tíma­bundið og til fram­búðar. Stjórnir sveitar­fé­laga á höfuð­borgar­svæðinu hafa ekki rætt málið á sínum vett­vangi.

Innlent
Fréttamynd

Fatlað fólk á ferðalögum sé meðhöndlað eins og farangur

Kona sem notast við hjólastól veigrar sér við að ferðast, þar sem aðgengismál í flugi séu hryllileg. Oft á tíðum sé farið með fatlað fólk eins og farangur og hjólastólar sem notaðir eru til að koma henni til og frá borði minni helst á pyntingartæki.

Innlent
Fréttamynd

Alls ekki ein­angrað til­vik

Kona sem notar hjólastól segir ítrekað farið með fatlað fólk líkt og farangur frekar en manneskjur um borð í flugvélum. Hún fordæmir hversu lítið flugfélög og flugvellir komi til móts við fatlað fólk sem hafi flest erfiða reynslu af flugsamgöngum. 

Innlent
Fréttamynd

Meiriháttar viðsnúningur á Play milli ára

Flugfélagið Play skilaði 53 milljóna króna rekstrarhagnaði á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Um töluverðan viðsnúning er að ræða þegar miðað er við sama tímabil í fyrra en þá skilaði félagið 1,9 milljarða rekstrartapi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Enn að jafna sig og skoða að leita réttar síns

Íslensk fjölskylda varð fyrir áfalli í síðustu viku þegar til stóð að vísa fjölskylduföðurnum, sem búið hefur hér á landi í átta ár, úr landi við komu á Keflavíkurflugvöll. Fjölskyldan er enn að jafna sig og skoðar það að leita réttar síns vegna atviksins.

Innlent