„Þetta er alveg það mikið tjón að maður talar við lögfræðing“ Eiður Þór Árnason skrifar 5. ágúst 2023 11:06 Bubbi drepur nú tímann á Krít og bíður eftir því að komast heim með fjölskyldunni. Vísir/Vilhelm Bubbi Morthens segist sitja uppi með mikið fjárhagslegt tjón eftir að flugferð hans frá eyjunni Krít var skyndilega aflýst í gær. Það eina í stöðunni sé að taka málinu með ró en íslenska hópnum hefur verið tilkynnt að ekki verði flogið til Íslands fyrr en eftir miðnætti að grískum tíma. Upphaflegur brottfarartími var klukkan 18:45 að staðartíma í gærkvöld og var farþegum fyrst tilkynnt um rúmlega tveggja klukkustunda seinkun þegar komið var að því að fara um borð, að sögn Bubba. Síðar var flugferðinni aflýst og farþegum útveguð gisting á hóteli yfir nóttina. Tónlistarmaðurinn þjóðþekkti er strandaglópur á Krít á afar óheppilegum tíma þar sem hann átti bókaða veiði í Laxá í Aðaldal um helgina. „Verslunarmannahelgin er farin og þú gerir ekki mikið í svona bið með börn. Þá er bara að reyna að tækla þetta á sem jákvæðastan máta. Ég hef alveg fullan skilning á því að svona hlutir geta gerst en ég meina ef það slitnar strengur hjá mér á tónleikum þá er nú alltaf aukagítar á vængnum og hann er kominn í fangið á mér mjög fljótlega,“ segir Bubbi í samtali við Vísi. „Maður gerir alltaf ráð fyrir því að eitthvað sem geti fokkast upp muni fokkast upp og mér finnst þessi viðbrögð vera mjög sein. Maður hefði kannski vonað að það væri flogið núna í morgunsárið á íslenskum tíma og við hefðum þá verið komin heim seinni partinn en það er ekki.“ Samkvæmt Icelandair var fluginu fyrst frestað vegna tæknibilunar. Flugfélagið hafi svo neyðst til að aflýsa fluginu vegna reglna um hvíldartíma áhafna. Kannar bótarétt sinn Bubbi kvartar undan upplýsingagjöf Icelandair í gær og telur að félagið hafi átt að vera betur undir þetta búið. Hann er staddur á Krít ásamt Hrafnhildi Hafsteinsdóttur, eiginkonu hans, vinahjónum og börnum. „Þetta var gríðarstór hópur af fólki, mikið af litlum börnum og líka eldra fólk og greinilega hafði ekki góð áhrif, skiljanlega. Síðan kom bara skilaboð um að það yrði flogið klukkan eitt að grískum tíma, ætli það sé ekki 10-11 að íslenskum tíma sem þýðir að við erum komin einhvern tíma í fyrramálið og þá er sunnudagurinn farinn.“ Bubbi og fjölskylda fá að njóta borgarinnar Chania aðeins lengur en áætlað var en mikill hiti er nú á svæðinu.Getty/Gatsi „Svona bara gerast hlutirnir og það er bara tvennt í stöðunni, það er að pirra sig ekki mikið, að ráðfæra sig við lögfræðing og svo bara að reyna að vera glaður og reyna að gera daginn einhvern veginn sem bestan fyrir krakkanna,“ segir Bubbi sem hyggst kanna bótarétt sinn þar sem auk laxveiðiferðarinnar hafi hann átt bókað innanlandsflug sem hann missi nú af. „Þetta er alveg það mikið tjón að maður talar við lögfræðing.“ Bubbi telur það ekki þess virði að fara norður í Aðaldal við heimkomu til að reyna kreista einhverjar klukkustundir út úr veiðiferðinni. „Ég væri þá að veiða í hálfan eða einn dag, ef ég næ því. Ég er ekki að sjá mig ná því um verslunarmannahelgi, þetta er allt fullbókað maður. En það er minnsta málið, ég græt það ekkert en hins vegar á maður alltaf að hafa bakvið eyrun hver réttur manns er,“ bætir Bubbi við. Hætti að reykja og fór að safna fyrir laxveiðiferðum Laxveiði verður seint talin ódýrt sport og kveðst tónlistarmaðurinn hafa verið duglegur að leggja til hliðar til þess að geta stundað áhugamálið. „Árið 2005 hætti ég að reykja. Ég reykti tvo pakka af sígarettum á dag og á hverjum degi tek ég frá tvo pakka af sígarettum sem fara í veiðisjóð. Svo bæti ég einum pakka við til að verðlauna mig.“ Með þessum hætti hafi hann náð að safna einhverjum hundruð þúsund króna á ári. Laxá í Aðaldal er eftirsóttur staður fyrir laxveiðimenn.Hansueli Krapf (CC BY 2.5) „Mér fannst alltaf svo dýrt að reykja þannig að ég ákvað að þetta yrði gulrótin, að hætta að reykja og nota reykingapeninginn í laxveiði,“ segir Bubbi léttur. Greint var frá veiðiferð sem hann fór í Laxá í byrjun júlí á vefnum Veiðar.is þar sem sonur hans Brynjar Úlfur Morthens veiddi sinn fyrsta lax í ánni. Hiti mælist nú 33 stig þar sem Bubbi er staddur á Krít og ætlar fjölskyldan að reyna að drepa tímann fram að brottför í skugga frá sólinni. „Fara í einhverjar búðir mögulega, en í svona hita þá reynir maður bara að halda sig til hlés.“ Grikkland Fréttir af flugi Icelandair Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Bubbi strandaglópur á Krít Fjöldi Íslendinga eru strandaglópar á eyjunni Krít á Grikklandi eftir að flugferð Icelandair þaðan til Íslands var aflýst vegna tæknibilunar. Meðal þeirra er tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens en ekki liggur fyrir hvenær farþegar komast heim. 4. ágúst 2023 22:53 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira
Upphaflegur brottfarartími var klukkan 18:45 að staðartíma í gærkvöld og var farþegum fyrst tilkynnt um rúmlega tveggja klukkustunda seinkun þegar komið var að því að fara um borð, að sögn Bubba. Síðar var flugferðinni aflýst og farþegum útveguð gisting á hóteli yfir nóttina. Tónlistarmaðurinn þjóðþekkti er strandaglópur á Krít á afar óheppilegum tíma þar sem hann átti bókaða veiði í Laxá í Aðaldal um helgina. „Verslunarmannahelgin er farin og þú gerir ekki mikið í svona bið með börn. Þá er bara að reyna að tækla þetta á sem jákvæðastan máta. Ég hef alveg fullan skilning á því að svona hlutir geta gerst en ég meina ef það slitnar strengur hjá mér á tónleikum þá er nú alltaf aukagítar á vængnum og hann er kominn í fangið á mér mjög fljótlega,“ segir Bubbi í samtali við Vísi. „Maður gerir alltaf ráð fyrir því að eitthvað sem geti fokkast upp muni fokkast upp og mér finnst þessi viðbrögð vera mjög sein. Maður hefði kannski vonað að það væri flogið núna í morgunsárið á íslenskum tíma og við hefðum þá verið komin heim seinni partinn en það er ekki.“ Samkvæmt Icelandair var fluginu fyrst frestað vegna tæknibilunar. Flugfélagið hafi svo neyðst til að aflýsa fluginu vegna reglna um hvíldartíma áhafna. Kannar bótarétt sinn Bubbi kvartar undan upplýsingagjöf Icelandair í gær og telur að félagið hafi átt að vera betur undir þetta búið. Hann er staddur á Krít ásamt Hrafnhildi Hafsteinsdóttur, eiginkonu hans, vinahjónum og börnum. „Þetta var gríðarstór hópur af fólki, mikið af litlum börnum og líka eldra fólk og greinilega hafði ekki góð áhrif, skiljanlega. Síðan kom bara skilaboð um að það yrði flogið klukkan eitt að grískum tíma, ætli það sé ekki 10-11 að íslenskum tíma sem þýðir að við erum komin einhvern tíma í fyrramálið og þá er sunnudagurinn farinn.“ Bubbi og fjölskylda fá að njóta borgarinnar Chania aðeins lengur en áætlað var en mikill hiti er nú á svæðinu.Getty/Gatsi „Svona bara gerast hlutirnir og það er bara tvennt í stöðunni, það er að pirra sig ekki mikið, að ráðfæra sig við lögfræðing og svo bara að reyna að vera glaður og reyna að gera daginn einhvern veginn sem bestan fyrir krakkanna,“ segir Bubbi sem hyggst kanna bótarétt sinn þar sem auk laxveiðiferðarinnar hafi hann átt bókað innanlandsflug sem hann missi nú af. „Þetta er alveg það mikið tjón að maður talar við lögfræðing.“ Bubbi telur það ekki þess virði að fara norður í Aðaldal við heimkomu til að reyna kreista einhverjar klukkustundir út úr veiðiferðinni. „Ég væri þá að veiða í hálfan eða einn dag, ef ég næ því. Ég er ekki að sjá mig ná því um verslunarmannahelgi, þetta er allt fullbókað maður. En það er minnsta málið, ég græt það ekkert en hins vegar á maður alltaf að hafa bakvið eyrun hver réttur manns er,“ bætir Bubbi við. Hætti að reykja og fór að safna fyrir laxveiðiferðum Laxveiði verður seint talin ódýrt sport og kveðst tónlistarmaðurinn hafa verið duglegur að leggja til hliðar til þess að geta stundað áhugamálið. „Árið 2005 hætti ég að reykja. Ég reykti tvo pakka af sígarettum á dag og á hverjum degi tek ég frá tvo pakka af sígarettum sem fara í veiðisjóð. Svo bæti ég einum pakka við til að verðlauna mig.“ Með þessum hætti hafi hann náð að safna einhverjum hundruð þúsund króna á ári. Laxá í Aðaldal er eftirsóttur staður fyrir laxveiðimenn.Hansueli Krapf (CC BY 2.5) „Mér fannst alltaf svo dýrt að reykja þannig að ég ákvað að þetta yrði gulrótin, að hætta að reykja og nota reykingapeninginn í laxveiði,“ segir Bubbi léttur. Greint var frá veiðiferð sem hann fór í Laxá í byrjun júlí á vefnum Veiðar.is þar sem sonur hans Brynjar Úlfur Morthens veiddi sinn fyrsta lax í ánni. Hiti mælist nú 33 stig þar sem Bubbi er staddur á Krít og ætlar fjölskyldan að reyna að drepa tímann fram að brottför í skugga frá sólinni. „Fara í einhverjar búðir mögulega, en í svona hita þá reynir maður bara að halda sig til hlés.“
Grikkland Fréttir af flugi Icelandair Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Bubbi strandaglópur á Krít Fjöldi Íslendinga eru strandaglópar á eyjunni Krít á Grikklandi eftir að flugferð Icelandair þaðan til Íslands var aflýst vegna tæknibilunar. Meðal þeirra er tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens en ekki liggur fyrir hvenær farþegar komast heim. 4. ágúst 2023 22:53 Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Fleiri fréttir Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Sjá meira
Bubbi strandaglópur á Krít Fjöldi Íslendinga eru strandaglópar á eyjunni Krít á Grikklandi eftir að flugferð Icelandair þaðan til Íslands var aflýst vegna tæknibilunar. Meðal þeirra er tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens en ekki liggur fyrir hvenær farþegar komast heim. 4. ágúst 2023 22:53