Innlent

Snjó­flóða­hætta á Vest­fjörðum og frum­sýning Yermu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.

Snjóflóðahætta er á Vestfjörðum eftir mikið fannfergi síðustu daga og er vegurinn um Súðavíkurhlíð lokaður. Við ræðum við sérfræðing á sviði snjóflóða hjá Veðurstofunni en nokkur slík féllu í nótt. 

Rússar hafa verið sakaðir um að hafa skotið niður farþegaflugvél, sem hrapaði í Kasakstan í gær. Flugvélin var á leið frá Aserbaídsjan til Téténíu en asersk yfirvöld hafa hrundið af stað rannsókn á tildrögum slyssins.

Í kvöldfréttunum fáum við að heyra hugmyndir stjórnenda Icelandair um framtíð flugflotans, en til skoðunar er að hafa eingöngu Airbus-þotur í flotanum. 

Þá verðum við í beinni útsendingu frá Þjóðleikhúsinu og spjöllum við Gísla Örn Garðarsson leikstjóra sem frumsýnir leikritið Yermu í kvöld.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. 

Klippa: Kvöldfréttir 26. desember 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×