Enski boltinn

Músaskítur í leik­húsi draumanna

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Old Trafford, leikhús draumanna, er heimavöllur Manchester United.
Old Trafford, leikhús draumanna, er heimavöllur Manchester United. Naomi Baker/Getty Images

Músaskítur fannst við skoðun heilbrigðis- og matvælaeftirlits á Old Trafford, leikvangi Manchester United.

Þetta er í annað sinn á rétt rúmu ári þar sem hreinlæti á leikvanginum veldur vonbrigðum. Í desember á síðasta ári fékk félagið eins stjörnu einkunn fyrir hreinlæti eftir að hrár kjúklingur hafði verið borinn á borð og fjöldi manns veikst.

Músaskíturinn sem fannst við skoðun í vikunni þótti ekki eins alvarlegt brot og hrár kjúklingur. Tveggja stjörnu einkunn var gefin fyrir það.

Félagið vinnur nú með viðeigandi aðilum að því að leysa málið en talið er að skíturinn hafi fundist á jarðhæð Old Trafford, bæði í áhorfendasvítu og við matarvagna, en ekki í eldhúsunum þar sem maturinn er undirbúinn.

Rót vandans Old Trafford er staðsetning Old Trafford, milli skipaskurðar og lestarstöðvar, tveggja staða sem mýs kalla oft heimili sitt. Þegar kólna fer í veðri á veturnar leita mýsnar í meiri hita og húsaskjól, sem finna má meðal annars á Old Trafford.

Leikvangurinn er líka kominn til ára sinna og mýs eru ekki eina vandamálið sem hefur stungið upp höfði. Meðal annars er þakið orðið illa farið og lekur. Stjórnarmenn Manchester United, undir nýrri forystu Jim Ratcliffe, hafa það til skoðunar hvort endurbæta eigi Old Trafford eða byggja nýjan leikvang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×