Sport

Mis­reiknaði sig á mjög mikil­vægum tíma­punkti

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Dave Chisnall er dottinn úr leik á heimsmeistaramótinu.
Dave Chisnall er dottinn úr leik á heimsmeistaramótinu. Alex Pantling/Getty Images

Dave Chisnall hélt að hann hefði unnið legg gegn Ricky Evans á heimsmeistaramótinu í pílukasti en misreiknaði sig.

Chisnall hélt að hann hefði tryggt sér bráðabana með útskoti upp á 131, en hann þurfti útskot upp á 139. Það tók hann smá tíma að átta sig á hvað hefði gerst, en samþykkti það þegar dómarinn benti honum á stöðutöfluna og útskýrði málið.

Chisnall tókst hins vegar í næstu tilraun að skjóta sig út og tryggja bráðabanann, en þar var Ricky Evans hittnari og fór með sigur af hólmi.

Rob Cross og Scott Williams mætast nú í lokaleik mótsins fyrir jólafrí. Leikar hefjast svo aftur þann 27. desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×