Sport

Fót­brotnaði í fyrra, varð fyrir skot­á­rás í vor og var að slíta krossband

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Tank Dell hefur gengið í gegnum margt á stuttum ferli.
Tank Dell hefur gengið í gegnum margt á stuttum ferli. Perry Knotts/Getty Images

Eftir að hafa jafnað sig af fótbroti í fyrra og skotárás í vor hefur Tank Dell orðið fyrir öðrum slæmum meiðslum. Leikmaðurinn mun brátt gangast undir aðgerð og verður frá út tímabilið hið minnsta eftir að hnéskel hans fór úr lið og krossband slitnaði.

Dell varð fyrir meiðslunum þegar hann greip sendingu og skoraði snertimark um síðustu helgi, í þriðja leikhluta í 27-19 tapi Houston Texans gegn Kansas City Chiefs.

Hann var fluttur af vellinum með sjúkrabíl og gisti nóttina á sjúkrahúsi en var sleppt strax á sunnudag. Texans tilkynntu svo í dag að hann myndi gangast undir aðgerð bráðlega og vera frá keppni út tímabilið að minnsta kosti.

Þetta er aðeins annað tímabil Dell í NFL deildinni en hann lenti líka í slæmum meiðslum sem nýliði á síðasta tímabili. Þá fótbrotnaði hann í þrettándu umferð og þurfti að sitja hjá út tímabilið.

Ekki nóg með það heldur lenti Dell líka í skotárás á skemmtistað í Flórída í vor, en hann hlaut ekki mjög alvarlega áverka af þeirri árás og jafnaði sig fljótt.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×