„Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Siggeir Ævarsson skrifar 3. desember 2024 21:27 Brynjar er laus við hækjurnar en mætti til leiks í kvöld með myndarlega spelku á hnénu Vísir/Anton Brink Nýliðar Aþenu máttu sætta sig við nokkuð stórt tap í Keflavík í kvöld, 74-59. Leikurinn var nokkuð sveiflukenndur en eftir að Aþenu tókst að minnka muninn í tvö stig, 57-55, hrundi leikur liðsins algerlega. Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari Aþenu, var mjög ósáttur með sínar konur í leikslok og var tíðrætt um að þær skorti hjarta, og velti í kjölfarið upp stórum heimspekilegum spurningum því tengdu. „Þetta er bara svona uppskrift hjá okkur. Alltaf svona að „tease-a“ þetta en svo er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona. Eða bara skora meira en tíu stig í síðustu tveimur leikhlutunum.“ Aðspurður um hvað þyrfti að gera til að breyta svona frammistöðu og knýja fram sigur í jöfnum leik var Brynjar djúpt hugsi í drykklanga stund. „Ja, það er góð spurning. Það er bara tilboð. Það er búið að henda út tilboðinu, það þarf bara að taka það.“ Brynjar datt í klassíska frasa þegar blaðamaður spurði hann hvar væri hægt að finna hjartað, og var fullkomlega meðviðtaður um það eftir því sem hann komst dýpra í svarið. „Áhugavert að þú skulir nefna það því ég var einmitt að tala um þetta inn í búningklefa. Það er rosalegur frasi að labba inn og tala bara um að það þurfi að vera meira „toughness“ og meira hjarta og eitthvað svona. Þetta er lengri tíma pæling. Við þurfum bara að pikka út endalaust af einhverjum hlutum og byggja þetta eitt skref í einu og bla bla bla. Er þetta ekki gott svar hjá mér?“ Eigum við að trúa á þann óumdeilanlega hæfileika mannsins að upphefja líf sitt á meðvitað hátt? „Ég er með eina góða pælingu. Er þetta meðfætt eða er þetta áunnið? Eigum við að taka bara „managerinn“ á þetta og kaupa bara leikmenn fyrir tombólupeninga sem við erum með eða eigum við að trúa á þann óumdeilanlega hæfileika mannsins að upphefja líf sitt á meðvitað hátt? Þetta er stóra spurningin. Við þurfum að velta þessu fyrir okkur. Ég þarf þá að reyna að átta mig á því, eða stelpurnar þurfa að átta sig á því. Er þetta meðfætt, „nurture or nature“. Jada Smith, annar af bandarísku leikmönnum Aþenu var ekki með í kvöld sökum meiðsla. „Hún náttúrulega bara næstum því hálsbrotnaði, hún snéri sig svo illa áður en hún kom. Hún er að þjálfa hjá okkur í yngri flokkunum og ég hef bara alltaf litið á allt sem hún gerir sem rosa plús. Hún er með hjarta sko, það er algerlega á hreinu en hjartað hefur keyrt hana í ógöngur núna. Þannig að hún þarf að jafna sig og við sjáum hvað gerist.“ Síðast þegar blaðamaður tók viðtal eftir leik við Brynjar datt hann í djúpar pælingar um hasarmyndir sem hann ætlaði að horfa á með liðinu til að reyna að innræta í þær drápseðli. Það var því ekki hægt að loka þessu viðtali öðruvísi en á kvikmyndanótum. Hver skildi vera uppáhalds jólamynd Brynjars? „Hérna hvað heitir hún aftur, þarna með fulla jólasveininum?“ Ertu að tala um Bad Santa? „Já, Bad Santa! Algjörlega mín mynd!“ Bónus-deild kvenna Körfubolti Aþena Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Í beinni: Víkingur - Djurgården | Geta gulltryggt sig áfram Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Sjá meira
Brynjar Karl Sigurðsson, þjálfari Aþenu, var mjög ósáttur með sínar konur í leikslok og var tíðrætt um að þær skorti hjarta, og velti í kjölfarið upp stórum heimspekilegum spurningum því tengdu. „Þetta er bara svona uppskrift hjá okkur. Alltaf svona að „tease-a“ þetta en svo er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona. Eða bara skora meira en tíu stig í síðustu tveimur leikhlutunum.“ Aðspurður um hvað þyrfti að gera til að breyta svona frammistöðu og knýja fram sigur í jöfnum leik var Brynjar djúpt hugsi í drykklanga stund. „Ja, það er góð spurning. Það er bara tilboð. Það er búið að henda út tilboðinu, það þarf bara að taka það.“ Brynjar datt í klassíska frasa þegar blaðamaður spurði hann hvar væri hægt að finna hjartað, og var fullkomlega meðviðtaður um það eftir því sem hann komst dýpra í svarið. „Áhugavert að þú skulir nefna það því ég var einmitt að tala um þetta inn í búningklefa. Það er rosalegur frasi að labba inn og tala bara um að það þurfi að vera meira „toughness“ og meira hjarta og eitthvað svona. Þetta er lengri tíma pæling. Við þurfum bara að pikka út endalaust af einhverjum hlutum og byggja þetta eitt skref í einu og bla bla bla. Er þetta ekki gott svar hjá mér?“ Eigum við að trúa á þann óumdeilanlega hæfileika mannsins að upphefja líf sitt á meðvitað hátt? „Ég er með eina góða pælingu. Er þetta meðfætt eða er þetta áunnið? Eigum við að taka bara „managerinn“ á þetta og kaupa bara leikmenn fyrir tombólupeninga sem við erum með eða eigum við að trúa á þann óumdeilanlega hæfileika mannsins að upphefja líf sitt á meðvitað hátt? Þetta er stóra spurningin. Við þurfum að velta þessu fyrir okkur. Ég þarf þá að reyna að átta mig á því, eða stelpurnar þurfa að átta sig á því. Er þetta meðfætt, „nurture or nature“. Jada Smith, annar af bandarísku leikmönnum Aþenu var ekki með í kvöld sökum meiðsla. „Hún náttúrulega bara næstum því hálsbrotnaði, hún snéri sig svo illa áður en hún kom. Hún er að þjálfa hjá okkur í yngri flokkunum og ég hef bara alltaf litið á allt sem hún gerir sem rosa plús. Hún er með hjarta sko, það er algerlega á hreinu en hjartað hefur keyrt hana í ógöngur núna. Þannig að hún þarf að jafna sig og við sjáum hvað gerist.“ Síðast þegar blaðamaður tók viðtal eftir leik við Brynjar datt hann í djúpar pælingar um hasarmyndir sem hann ætlaði að horfa á með liðinu til að reyna að innræta í þær drápseðli. Það var því ekki hægt að loka þessu viðtali öðruvísi en á kvikmyndanótum. Hver skildi vera uppáhalds jólamynd Brynjars? „Hérna hvað heitir hún aftur, þarna með fulla jólasveininum?“ Ertu að tala um Bad Santa? „Já, Bad Santa! Algjörlega mín mynd!“
Bónus-deild kvenna Körfubolti Aþena Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Í beinni: Víkingur - Djurgården | Geta gulltryggt sig áfram Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Sveindís Jane: Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi Fótbolti Furðulegt fagn sem enginn skilur Enski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir mæta Haukum GAZ-leikur kvöldsins: „Búnir að þagga niður í mér“ Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 105-86 | Keflvíkingar hefndu fyrir tapið í Garðabænum Kvennalið Snæfells dregur lið sitt úr keppni Haukakonur léku sér að nýliðunum í kvöld Elvar framlagshæstur í Evrópusigri Drungilas í eins leiks bann Björn Bragi stillir upp í körfuboltalið skipað grínistum Nablinn fór á kostum hjá Álftnesingum Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins „Ég var alveg smeykur við þennan leik” Gott kvöld fyrir stelpurnar fyrir norðan Uppgjör og viðtöl: Grindavík-Njarðvík 60-66 | Njarðvík sterkara í lokin Ekkert stoppar Tryggva og félaga í Evrópu Franskur Jordan í stað Gigliotti hjá Grindavík Uppgjör og viðtöl: Keflavík - Tindastól 81-70 | Unnu Stólana aftur „Mjög sterkt að vinna Tindastól tvisvar á einni helgi“ Ekki í miklum vandræðum með að komast áfram í bikar „Hef sjaldan séð jafn neikvæðan og svartsýnan mann“ „Finnur í stöðu sem hann hefur aldrei verið í“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 88-77 | Íslandsmeistarnir áfram í bikarnum Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu Njarðvíkingar sýndu Selfyssingum enga miskunn „Dugnaðurinn og viljinn í liðinu var rosalegur“ Leik lokið: Höttur - KR 72-73 | KR sótti sigur fyrir austan eftir að hafa lent sautján stigum undir Alba Berlin úr leik í bikarnum Öruggur sigur hjá Haukum sem halda áfram í átta liða úrslit Tryggvi stigahæstur á vellinum Sjá meira
Körfuboltakvöld rifjaði upp gamlar minningar: Hermann skammaðist sín fyrir slaufuna og gelið í hárinu