Sport

Allt á kafi er Buffalo valtaði yfir 49ers

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þetta hugrakka fólk lét ekki kuldann og snjóinn stöðva sig frá því að mæta á völlinn.
Þetta hugrakka fólk lét ekki kuldann og snjóinn stöðva sig frá því að mæta á völlinn. vísir/getty

Helginni í NFL-deildinni lauk á skrautlegan hátt er Buffalo Bills tók á móti San Francisco 49ers við vægast sagt erfiðar aðstæður.

Það snjóaði hraustlega allan daginn og er nær dró leik voru áhorfendur mættir til þess að moka stúkuna. Staðan var þannig að áhorfendur urðu hreinlega að moka sig að sætum sínum.

Fjölmargir tóku þá ákvörðun að sitja heima og horfa á leikinn í sjónvarpinu en þeir sem mættu skemmtu sér konunglega.

Heimamenn í Buffalo þekkja þessar aðstæður betur en Kaliforníuliðið og það nýtti liðið sér í botn. Buffalo hreinlega valtaði yfir 49ers og vann 35-10 í lítt spennandi en samt ótrúlega skemmtilegum leik.

Þessi leikur verður gerður upp ásamt öllum hinum í Lokasókninni á Stöð 2 Sport 2 annað kvöld.

Úrslit helgarinnar:

Detroit Lions-Chicago Bears 23-20

Dallas Cowboys-NY Giants 27-20

Green Bay Packers-Miami Dolphins 30-17

Kansas City Chiefs-Las Vegas Raiders 19-17

Atlanta Falcons-LA Chargers 13-17

Cincinnati Bengals-Pittsburgh Steelers 38-44

Minnesota Vikings-Arizona Cardinals 23-22

New England Patriots-Indianapolis Colts 24-25

NY Jets-Seattle Seahawks 21-26

Washington Commanders-Tennessee Titans 42-19

Jacksonville Jaguars-Houston Texans 20-23

New Orleans Saints-LA Rams 14-21

Carolina Panthers-Tampa Bay Buccaneers 23-26

Baltimore Ravens-Philadelphia Eagles 19-24

Buffalo Bills-San Francisco 49ers 35-10

Í nótt:

Denver Broncos - Cleveland Browns

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×