Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2024 10:00 Þessir þrír hafa náð bestum árangri með karlalandsliðið í fótbolta á öldinni. Lars Lagerbäck, Åge Hareide og Heimir Hallgrímsson. Getty/Alex Grimm/James Gill Åge Hareide hætti í gær sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. Hann stýrði liðinu í tuttugu leikjum og hér fyrir neðan má sjá hvernig árangur hans kemur út á meðal árangurs annarra landsliðsþjálfara á þessari öld. Åge Hareide varð tíundi landsliðsþjálfari Íslands frá og með árinu 2000 en tveir af þeim, Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson, þjálfuðu liðið saman. Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck þjálfuðu liðið bæði í sitthvoru lagi sem og saman. Heildarárangur hjá hvorum er notaður í þessum útreikningi. Åge Hareide tók við íslenska landsliðinu af Arnari Þór Viðarssyni í byrjun sumars 2023 og stýrði því í um átján mánuði. Lokaleikurinn var tapleikurinn á móti Wales í síðustu viku. Íslenska landsliðið vann 40 prósent leikja sinna undir stjórn Hareide og var með 45 prósent árangur. Það skilar honum þriðja sætinu á öldinni á eftir þeim Heimi Hallgrímssyni (52,6%) og Lars Lagerbäck (50%). Undir stjórn Hareide skoraði íslenska liðið 1,45 mörk í leik sem er einnig það þriðja besta á þessum tíma en liðið kom aftur á móti mun verr út í varnarleiknum. Undir stjórn Norðmannsins fékk íslenska liðið 1,65 mörk á sig í leik og það er aðeins sjötti besti árangurinn hjá þjálfurum Íslands á öldinni. Sérstaka athygli vekja fá jafntefli í leikjum Hareide en íslenska liðið gerði aðeins tvö jafntefli í þessum tuttugu leikjum. Það er langlægsta hlutfall jafntefla (tíu prósent) í leikjum undir stjórn ákveðinna landsliðsþjálfara en næstur er Atli Eðvaldsson með sextán prósent. Besti árangur landsliðaþjálfara á öldinni (2000-2024): 1. Heimir Hallgrímsson 52,6% 2. Lars Lagerbäck 50,0% 3. Åge Hareide 45,0% 4. Atli Eðvaldsson 43,5% 5. Erik Hamrén 41,1% 6. Arnar Þór Viðarsson 40,3% - Flest mörk í leik hjá landsliðaþjálfurum á öldinni (2000-2024): 1. Heimir Hallgrímsson 1,55 2. Lars Lagerbäck 1,50 3. Åge Hareide 1,45 4. Ásgeir Sigurvinsson /Logi Ólafsson 1,38 5. Atli Eðvaldsson 1,26 6. Arnar Þór Viðarsson 1,19 - Fæst mörk fengn á sig í leik hjá landsliðaþjálfurum á öldinni (2000-2024): 1. Ólafur Jóhannesson 1,28 2. Heimir Hallgrímsson 1,29 3. Lars Lagerbäck 1,46 4. Atli Eðvaldsson 1,55 5. Arnar Þór Viðarsson 1,58 6. Åge Hareide 1,65 - Lægsta hlutfall jafntefla meðal landsliðaþjálfara á öldinni (2000-2024): 1. Åge Hareide 10,0% 2. Atli Eðvaldsson 16,1% 3. Erik Hamrén 17,9% 4. Heimir Hallgrímsson 19,0% 5. Lars Lagerbäck 19,2% 6. Ásgeir Sigurvinsson /Logi Ólafsson 20,8% Landslið karla í fótbolta Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira
Åge Hareide varð tíundi landsliðsþjálfari Íslands frá og með árinu 2000 en tveir af þeim, Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson, þjálfuðu liðið saman. Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck þjálfuðu liðið bæði í sitthvoru lagi sem og saman. Heildarárangur hjá hvorum er notaður í þessum útreikningi. Åge Hareide tók við íslenska landsliðinu af Arnari Þór Viðarssyni í byrjun sumars 2023 og stýrði því í um átján mánuði. Lokaleikurinn var tapleikurinn á móti Wales í síðustu viku. Íslenska landsliðið vann 40 prósent leikja sinna undir stjórn Hareide og var með 45 prósent árangur. Það skilar honum þriðja sætinu á öldinni á eftir þeim Heimi Hallgrímssyni (52,6%) og Lars Lagerbäck (50%). Undir stjórn Hareide skoraði íslenska liðið 1,45 mörk í leik sem er einnig það þriðja besta á þessum tíma en liðið kom aftur á móti mun verr út í varnarleiknum. Undir stjórn Norðmannsins fékk íslenska liðið 1,65 mörk á sig í leik og það er aðeins sjötti besti árangurinn hjá þjálfurum Íslands á öldinni. Sérstaka athygli vekja fá jafntefli í leikjum Hareide en íslenska liðið gerði aðeins tvö jafntefli í þessum tuttugu leikjum. Það er langlægsta hlutfall jafntefla (tíu prósent) í leikjum undir stjórn ákveðinna landsliðsþjálfara en næstur er Atli Eðvaldsson með sextán prósent. Besti árangur landsliðaþjálfara á öldinni (2000-2024): 1. Heimir Hallgrímsson 52,6% 2. Lars Lagerbäck 50,0% 3. Åge Hareide 45,0% 4. Atli Eðvaldsson 43,5% 5. Erik Hamrén 41,1% 6. Arnar Þór Viðarsson 40,3% - Flest mörk í leik hjá landsliðaþjálfurum á öldinni (2000-2024): 1. Heimir Hallgrímsson 1,55 2. Lars Lagerbäck 1,50 3. Åge Hareide 1,45 4. Ásgeir Sigurvinsson /Logi Ólafsson 1,38 5. Atli Eðvaldsson 1,26 6. Arnar Þór Viðarsson 1,19 - Fæst mörk fengn á sig í leik hjá landsliðaþjálfurum á öldinni (2000-2024): 1. Ólafur Jóhannesson 1,28 2. Heimir Hallgrímsson 1,29 3. Lars Lagerbäck 1,46 4. Atli Eðvaldsson 1,55 5. Arnar Þór Viðarsson 1,58 6. Åge Hareide 1,65 - Lægsta hlutfall jafntefla meðal landsliðaþjálfara á öldinni (2000-2024): 1. Åge Hareide 10,0% 2. Atli Eðvaldsson 16,1% 3. Erik Hamrén 17,9% 4. Heimir Hallgrímsson 19,0% 5. Lars Lagerbäck 19,2% 6. Ásgeir Sigurvinsson /Logi Ólafsson 20,8%
Besti árangur landsliðaþjálfara á öldinni (2000-2024): 1. Heimir Hallgrímsson 52,6% 2. Lars Lagerbäck 50,0% 3. Åge Hareide 45,0% 4. Atli Eðvaldsson 43,5% 5. Erik Hamrén 41,1% 6. Arnar Þór Viðarsson 40,3% - Flest mörk í leik hjá landsliðaþjálfurum á öldinni (2000-2024): 1. Heimir Hallgrímsson 1,55 2. Lars Lagerbäck 1,50 3. Åge Hareide 1,45 4. Ásgeir Sigurvinsson /Logi Ólafsson 1,38 5. Atli Eðvaldsson 1,26 6. Arnar Þór Viðarsson 1,19 - Fæst mörk fengn á sig í leik hjá landsliðaþjálfurum á öldinni (2000-2024): 1. Ólafur Jóhannesson 1,28 2. Heimir Hallgrímsson 1,29 3. Lars Lagerbäck 1,46 4. Atli Eðvaldsson 1,55 5. Arnar Þór Viðarsson 1,58 6. Åge Hareide 1,65 - Lægsta hlutfall jafntefla meðal landsliðaþjálfara á öldinni (2000-2024): 1. Åge Hareide 10,0% 2. Atli Eðvaldsson 16,1% 3. Erik Hamrén 17,9% 4. Heimir Hallgrímsson 19,0% 5. Lars Lagerbäck 19,2% 6. Ásgeir Sigurvinsson /Logi Ólafsson 20,8%
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira