Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. nóvember 2024 20:45 Daníel Hafsteinsson var frábær í úrslitum Mjólkurbikarsins er KA lagði Víking. Vísir/Diego Það er nóg um að vera hjá liðum í Bestu deild karla í fótbolta þó deildin sé farin í vetrarfrí. Liðin eru í óðaönn að undirbúa sig fyrir næsta ár og því er af nægu að taka þessa dagana. Daníel Hafsteinsson rifti samningi sínum við bikarmeistara KA að tímabilinu loknu. Miðjumaðurinn átti mjög gott tímabil á miðjunni hjá Akureyringum og er eftirsóttur. Nú hefur Fótbolti.net greint frá því að Víkingar séu með Daníel í sigtinu. Hinn 25 ára gamli Daníel er uppalinn hjá KA og hefur spilað einn A-landsleik á ferlinum. Hann var á sínum tíma seldur til Helsingborg í Svíþjóð og lék sumarið 2020 með FH á láni frá sænska félaginu. Framherjinn Andri Rúnar Bjarnason sé að semja við Stjörnuna samkvæmt heimildum Vísis. Fótbolti.net greindi hins vegar fyrst frá. Andri Rúnar hjálpaði Vestra að halda sæti sínu í efstu deild í sumar og var virkilega öflugur á lokasprettinum. Hann ákvað hins vegar að vera ekki áfram á Vestfjörðum fjölskyldunnar vegna og er nú að semja í Garðabænum. Andri Rúnar er alinn upp fyrir vestan en hefur einnig spilað með Víking, Grindavík, Val og ÍBV hér á landi ásamt því að hann lék með Kaiserslautern í Þýskalandi, Helsingborg í Svíþjóð og Esbjerg í Danmörku. Andri Rúnar fagnar þrennu gegn Fram í sumar.Vísir/Viktor Freyr KR-ingar hafa verið duglegir að semja við leikmenn en að sama skapi hafa margir horfið á braut. Nú hefur verið greint frá því að hinn 19 ára gamli Lúkas Magni Magnason hafi rift samningi sínum við félagið. Það staðfesti Óskar Hrafn Þorvaldsson í viðtali við Fótbolti.net. Lúkas Magni gekk í raðir KR fyrir tímabilið 2023. Samningur hans í Vesturbænum var til loka tímabilsins 2027 en fyrr á þessu ári hélt hann til Bandaríkjanna til að spila með Clemson-háskólanum á skólastyrk. Åge Vuk Oskar Dimitrijevic er samningslaus um þessar mundir eftir að samningur hans við FH rann út. Hann er orðaður við uppeldisfélagið Leikni Reykjavík en vill vera áfram í efstu deild. Jafnframt virðist landsbyggðin horfa til Vuk en Fótbolti.net greinir frá því að Vestri, KA og ÍBV séu öll með augastað á þessum skemmtilega vængmanni. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Tengdar fréttir Tólf leikmenn komnir til KR KR kynnti þrjá nýja leikmenn karlaliðs félagsins í fótbolta til leiks í gær. Alls hefur KR fengið tólf nýja leikmenn til sín fyrir næsta tímabil. 25. nóvember 2024 12:02 FH-ingar kynntu Birki og Braga FH-ingar opinberuðu tvo nýjustu leikmenn sína á miðlum sínum í gærkvöldi. 25. nóvember 2024 07:17 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Daníel Hafsteinsson rifti samningi sínum við bikarmeistara KA að tímabilinu loknu. Miðjumaðurinn átti mjög gott tímabil á miðjunni hjá Akureyringum og er eftirsóttur. Nú hefur Fótbolti.net greint frá því að Víkingar séu með Daníel í sigtinu. Hinn 25 ára gamli Daníel er uppalinn hjá KA og hefur spilað einn A-landsleik á ferlinum. Hann var á sínum tíma seldur til Helsingborg í Svíþjóð og lék sumarið 2020 með FH á láni frá sænska félaginu. Framherjinn Andri Rúnar Bjarnason sé að semja við Stjörnuna samkvæmt heimildum Vísis. Fótbolti.net greindi hins vegar fyrst frá. Andri Rúnar hjálpaði Vestra að halda sæti sínu í efstu deild í sumar og var virkilega öflugur á lokasprettinum. Hann ákvað hins vegar að vera ekki áfram á Vestfjörðum fjölskyldunnar vegna og er nú að semja í Garðabænum. Andri Rúnar er alinn upp fyrir vestan en hefur einnig spilað með Víking, Grindavík, Val og ÍBV hér á landi ásamt því að hann lék með Kaiserslautern í Þýskalandi, Helsingborg í Svíþjóð og Esbjerg í Danmörku. Andri Rúnar fagnar þrennu gegn Fram í sumar.Vísir/Viktor Freyr KR-ingar hafa verið duglegir að semja við leikmenn en að sama skapi hafa margir horfið á braut. Nú hefur verið greint frá því að hinn 19 ára gamli Lúkas Magni Magnason hafi rift samningi sínum við félagið. Það staðfesti Óskar Hrafn Þorvaldsson í viðtali við Fótbolti.net. Lúkas Magni gekk í raðir KR fyrir tímabilið 2023. Samningur hans í Vesturbænum var til loka tímabilsins 2027 en fyrr á þessu ári hélt hann til Bandaríkjanna til að spila með Clemson-háskólanum á skólastyrk. Åge Vuk Oskar Dimitrijevic er samningslaus um þessar mundir eftir að samningur hans við FH rann út. Hann er orðaður við uppeldisfélagið Leikni Reykjavík en vill vera áfram í efstu deild. Jafnframt virðist landsbyggðin horfa til Vuk en Fótbolti.net greinir frá því að Vestri, KA og ÍBV séu öll með augastað á þessum skemmtilega vængmanni.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Tengdar fréttir Tólf leikmenn komnir til KR KR kynnti þrjá nýja leikmenn karlaliðs félagsins í fótbolta til leiks í gær. Alls hefur KR fengið tólf nýja leikmenn til sín fyrir næsta tímabil. 25. nóvember 2024 12:02 FH-ingar kynntu Birki og Braga FH-ingar opinberuðu tvo nýjustu leikmenn sína á miðlum sínum í gærkvöldi. 25. nóvember 2024 07:17 Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Tólf leikmenn komnir til KR KR kynnti þrjá nýja leikmenn karlaliðs félagsins í fótbolta til leiks í gær. Alls hefur KR fengið tólf nýja leikmenn til sín fyrir næsta tímabil. 25. nóvember 2024 12:02
FH-ingar kynntu Birki og Braga FH-ingar opinberuðu tvo nýjustu leikmenn sína á miðlum sínum í gærkvöldi. 25. nóvember 2024 07:17