Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Heimir Már Pétursson skrifar 25. nóvember 2024 11:52 Óvissa er í veðurspám en þó taldar nokkrar líkur á norðaustan hvassviðri með snjókomu eða slyddu norðanlands en rigningu sunnalands. Vísir/Vilhelm Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag þegar spáð er leiðindaveðri um mest allt land sem gæti torveldað flutning atkvæða til talningastaða. Hátt í átján þúsund manns hafa nú þegar kosið utan kjörfundar. Kjörsókn getur ráðist töluvert af veðri. Birgir Örn Höskuldsson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir útlit fyrir fremur leiðinlegt veður þegar kjósendur ganga að kjörborðinu á laugardag. „Eins og spáin er núna er útlit fyrir norðaustan hvassviðri með hríðarveðri víða um land. Í rauninni bara leiðindaveður eins og til að flytja atkvæði milli landshluta,“ segir Birgir Örn. Í kortunum núna er hvassviðri með snjókomu og slyddu fyrir norðan og rigningu á Suðurlandi. Birgir Örn minnir hins vegar á að enn væru fimm dagar til kosninga og spárnar ekki allar samhljóma, þótt töluverðar líkur væru á leiðindaveðri að minnsta kosti á hluta landsins. „Eins og spáin er akkúrat núna verður veðrið skárst á sunnantil og verst á Norðvesturlandi. Ef við tækjum spána eins og hún er akkúrat núna væri ekki gæfulegt að vera á ferð á fjallvegum á Norðurlandi á laugardagskvöld,“ sagði Birgir Örn Höskuldsson. Þegar kosið var til Alþingis síðast hinn 25. september 2021 var kjörsóknin ágæt yfir landið í heild eða 80,2 prósent. Þá greiddu 47.696 manns atkvæði utan kjörfundar eða 23,4 prósent kjósenda. Hægt er að kjósa utankjörfundar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu í Holtagörðum frá klukkan 10 til 22 fram að kjördegi.vísir/vilhelm Einar Jónsson staðgengill sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu segir kjörsóknina hafa verið ágæta það sem af er fyrir komandi kosningar. „Ef við horfum á heildartöluna hafa 17.085 kosið utankjörfundar á landinu í heild sinni. Hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu eru þetta 9.833,“ segir Einar. Kjörsóknin hafi verið að aukast undanfarna daga enda væri nú opið frá tíu á morgnana til tíu á kvöldin á kjörstaðnum í Holtagörðum. „Reynslan er sú að þegar nær dregur kosningum eykst kjörsókn í utankjörfundar verulega. Kjósendur eru oft að koma þessa síðustu daga fyrir kosningar. Þannig að við reiknum með að það verði góð sókn í þessari viku,“ sagði Einar Jónsson staðgengill sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Rétt er að minna fólk á að taka með sér opinber skilríki með mynd þegar það fer til að kjósa. Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Veður Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Stjórnmálafræðingur segir allt stefna í sögulegar alþingiskosningar. Fjórir flokkar séu í fallbaráttu og margt bendi til þess að Sjálfstæðisflokkurinn gjaldi afhroð á kjördag. 23. nóvember 2024 12:17 Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir hlutverk leiðtoga stjórnmálaflokkanna í öflun vinsælda flokkanna stórlega ofmetið. Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn bítist nú á um 30 prósenta fylgi hægriflokka á Íslandi en nái ekki út fyrir þann bergmálshelli. 23. nóvember 2024 08:03 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Innlent Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Innlent Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Innlent Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Innlent Fleiri fréttir Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Sjá meira
Kjörsókn getur ráðist töluvert af veðri. Birgir Örn Höskuldsson veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir útlit fyrir fremur leiðinlegt veður þegar kjósendur ganga að kjörborðinu á laugardag. „Eins og spáin er núna er útlit fyrir norðaustan hvassviðri með hríðarveðri víða um land. Í rauninni bara leiðindaveður eins og til að flytja atkvæði milli landshluta,“ segir Birgir Örn. Í kortunum núna er hvassviðri með snjókomu og slyddu fyrir norðan og rigningu á Suðurlandi. Birgir Örn minnir hins vegar á að enn væru fimm dagar til kosninga og spárnar ekki allar samhljóma, þótt töluverðar líkur væru á leiðindaveðri að minnsta kosti á hluta landsins. „Eins og spáin er akkúrat núna verður veðrið skárst á sunnantil og verst á Norðvesturlandi. Ef við tækjum spána eins og hún er akkúrat núna væri ekki gæfulegt að vera á ferð á fjallvegum á Norðurlandi á laugardagskvöld,“ sagði Birgir Örn Höskuldsson. Þegar kosið var til Alþingis síðast hinn 25. september 2021 var kjörsóknin ágæt yfir landið í heild eða 80,2 prósent. Þá greiddu 47.696 manns atkvæði utan kjörfundar eða 23,4 prósent kjósenda. Hægt er að kjósa utankjörfundar hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu í Holtagörðum frá klukkan 10 til 22 fram að kjördegi.vísir/vilhelm Einar Jónsson staðgengill sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu segir kjörsóknina hafa verið ágæta það sem af er fyrir komandi kosningar. „Ef við horfum á heildartöluna hafa 17.085 kosið utankjörfundar á landinu í heild sinni. Hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu eru þetta 9.833,“ segir Einar. Kjörsóknin hafi verið að aukast undanfarna daga enda væri nú opið frá tíu á morgnana til tíu á kvöldin á kjörstaðnum í Holtagörðum. „Reynslan er sú að þegar nær dregur kosningum eykst kjörsókn í utankjörfundar verulega. Kjósendur eru oft að koma þessa síðustu daga fyrir kosningar. Þannig að við reiknum með að það verði góð sókn í þessari viku,“ sagði Einar Jónsson staðgengill sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Rétt er að minna fólk á að taka með sér opinber skilríki með mynd þegar það fer til að kjósa.
Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Veður Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Stjórnmálafræðingur segir allt stefna í sögulegar alþingiskosningar. Fjórir flokkar séu í fallbaráttu og margt bendi til þess að Sjálfstæðisflokkurinn gjaldi afhroð á kjördag. 23. nóvember 2024 12:17 Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir hlutverk leiðtoga stjórnmálaflokkanna í öflun vinsælda flokkanna stórlega ofmetið. Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn bítist nú á um 30 prósenta fylgi hægriflokka á Íslandi en nái ekki út fyrir þann bergmálshelli. 23. nóvember 2024 08:03 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Innlent Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Innlent Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Innlent Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Innlent Fleiri fréttir Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Sjá meira
Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Stjórnmálafræðingur segir allt stefna í sögulegar alþingiskosningar. Fjórir flokkar séu í fallbaráttu og margt bendi til þess að Sjálfstæðisflokkurinn gjaldi afhroð á kjördag. 23. nóvember 2024 12:17
Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Ólafur Þ. Harðarson prófessor emiritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir hlutverk leiðtoga stjórnmálaflokkanna í öflun vinsælda flokkanna stórlega ofmetið. Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn bítist nú á um 30 prósenta fylgi hægriflokka á Íslandi en nái ekki út fyrir þann bergmálshelli. 23. nóvember 2024 08:03