Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2024 07:00 Ásgeir Sigurvinsson var frábær í leiknum og sá öðrum fremur til þess að íslensku strákarnir áttu síðasta orðið í apagrímumálinu. Getty/Werner/Arthur Fellig Ísland og Wales mætast í kvöld í hreinum úrslitaleik um annað sætið í riðli þeirra í Þjóðadeildinni. Annað sætið gefur sæti í umspili um sæti í A-deildinni en liðið sem tapar þarf að fara í umspil um að halda sér í B-deildinni. Það eru liðin rúm 43 ár síðan landslið þjóðanna mættust fyrst á velskri grundu og þar sýndu leikmenn Wales íslenska landsliðinu mikla vanvirðingu í aðdraganda leiksins. Umfjöllun um apagrímurnar í bók Sigmundar Ó. Steinarssonar um sögu íslenska landsliðsins.Saga landsliðs karla Liðin höfðu mæst á Laugardalsvellinum rúmu ári fyrr og þar vann velska liðið öruggan 4-0 sigur. Þeir velsku voru því sigurreifir fyrir seinni leikinn og þeir þurftu að vinna Íslands stórt til að tryggja sér sæti á HM á Spáni 1982. Myndataka tveggja leikmanna Wales fyrir leikinn kveikti vel í íslensku strákunum sem mættu grimmir til leiks og náðu 2-2 jafntefli. Ásgeir Sigurvinsson átti frábæran leik og skoraði bæði mörk íslenska liðsins í leiknum. Bæði voru þau gullfalleg, það fyrra með laglegri hælspyrnu og það seinna með þrumuskoti. Guðni Kjartansson var þjálfari íslenska liðsins í leiknum og hann ræddi undirbúninginn við Sigmund Ó. Steinarsson í bókinni um sögu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. „Það hleypti illu blóði í strákana, þegar þeir flettu blöðunum fyrir leikinn og sáu tvo af leikmönnum Wales, þá Mickey Thomas og Joey Jones, á mynd, þar sem þeir voru með apagrímur. Undir myndinni stóð, að leikmenn Wales ætluðu að gera leikmenn Íslands að öpum. Þarna voru þeir að niðurlægja okkur - en sjálfir voru þeir í hlutverki apa í leiknum,“ sagði Guðni við bókarhöfund. Guðni bætti því líka við að hann hefði notað myndirnar óspart til að æsa leikmenn sína upp fyrir leikinn. „Það þurfti ekki mikið meira en að sýna strákunum myndirnar fyrir leikinn, til að fá þá til að urra,“ sagði Guðni. Jafntefli varð til þess að Wales komst ekki í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins. Leikmenn eins og Mark Hughes og Ian Rush fengu aldrei að upplifa það að spila fyrir velska landsliðið á stórmóti. Það má horfa á allan leikinn hér fyrir neðan. Ásgeir Sigurvinsson skoraði mörkin sín á 46. og 61. mínútu leiksins. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=5MxrDfUGhGo">watch on YouTube</a> Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira
Annað sætið gefur sæti í umspili um sæti í A-deildinni en liðið sem tapar þarf að fara í umspil um að halda sér í B-deildinni. Það eru liðin rúm 43 ár síðan landslið þjóðanna mættust fyrst á velskri grundu og þar sýndu leikmenn Wales íslenska landsliðinu mikla vanvirðingu í aðdraganda leiksins. Umfjöllun um apagrímurnar í bók Sigmundar Ó. Steinarssonar um sögu íslenska landsliðsins.Saga landsliðs karla Liðin höfðu mæst á Laugardalsvellinum rúmu ári fyrr og þar vann velska liðið öruggan 4-0 sigur. Þeir velsku voru því sigurreifir fyrir seinni leikinn og þeir þurftu að vinna Íslands stórt til að tryggja sér sæti á HM á Spáni 1982. Myndataka tveggja leikmanna Wales fyrir leikinn kveikti vel í íslensku strákunum sem mættu grimmir til leiks og náðu 2-2 jafntefli. Ásgeir Sigurvinsson átti frábæran leik og skoraði bæði mörk íslenska liðsins í leiknum. Bæði voru þau gullfalleg, það fyrra með laglegri hælspyrnu og það seinna með þrumuskoti. Guðni Kjartansson var þjálfari íslenska liðsins í leiknum og hann ræddi undirbúninginn við Sigmund Ó. Steinarsson í bókinni um sögu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. „Það hleypti illu blóði í strákana, þegar þeir flettu blöðunum fyrir leikinn og sáu tvo af leikmönnum Wales, þá Mickey Thomas og Joey Jones, á mynd, þar sem þeir voru með apagrímur. Undir myndinni stóð, að leikmenn Wales ætluðu að gera leikmenn Íslands að öpum. Þarna voru þeir að niðurlægja okkur - en sjálfir voru þeir í hlutverki apa í leiknum,“ sagði Guðni við bókarhöfund. Guðni bætti því líka við að hann hefði notað myndirnar óspart til að æsa leikmenn sína upp fyrir leikinn. „Það þurfti ekki mikið meira en að sýna strákunum myndirnar fyrir leikinn, til að fá þá til að urra,“ sagði Guðni. Jafntefli varð til þess að Wales komst ekki í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins. Leikmenn eins og Mark Hughes og Ian Rush fengu aldrei að upplifa það að spila fyrir velska landsliðið á stórmóti. Það má horfa á allan leikinn hér fyrir neðan. Ásgeir Sigurvinsson skoraði mörkin sín á 46. og 61. mínútu leiksins. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=5MxrDfUGhGo">watch on YouTube</a>
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira