Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Sindri Sverrisson skrifar 13. nóvember 2024 16:01 Ståle Solbakken tók við norska landsliðinu í lok árs 2020, af Lars Lagerbäck. Getty/Simon Stacpoole Ståle Solbakken, landsliðsþjálfari Noregs í fótbolta, fékk sig fullsaddan af ítrekuðum spurningum blaðamanns VG um Martin Ödegaard og skipaði honum að róa sig niður. „Þú ert alveg vonlaus,“ sagði Solbakken við blaðamanninn. Það var þó full ástæða fyrir norska fjölmiðlamenn að spyrja Solbakken og lækni landsliðsins, Ola Sand, út í stöðuna á Ödegaard. Landsliðsfyrirliðinn er nýkominn af stað eftir meiðsli en gat þó spilað níutíu mínútur fyrir Arsenal gegn Chelsea á sunnudaginn. Ödegaard var kallaður inn í norska landsliðshópinn á mánudaginn en niðurstaðan varð þó sú að hann færi aftur til Lundúna daginn eftir, til að sinna frekari endurhæfingu eftir tveggja mánaða ökklameiðsli sín. Hann verður því ekki með Noregi í landsleikjum gegn Slóveníu á morgun og gegn Kasakstan á sunnudaginn. Mats Arntzen, blaðamaður VG, þjarmaði að Solbakken á blaðamannafundi í gær og vildi meina að það væri alveg ljóst að Arsenal hefði forgang fram yfir norska landsliðið. Myndband frá fundinum má meðal annars sjá á vef NRK. „Ef að Arsenal hefði átt að mæta Manchester City á sunnudaginn, í stað þess að Noregur væri að fara að mæta Kasakstan, heldur þú þá ekki að það væri sennilegt að hann myndi spila þann leik?“ spurði Arntzen. Ladies and gentlemen, dette er vår landslagstrener🤡 Womp, Womp , Ståle! Hyller reporteren 11/10 ganger i uka!🙈 pic.twitter.com/rcHAGyEtrC— Marcus Haraldsen (@marcusharaldsen) November 12, 2024 „Ég ræð engu um það. Það yrðu bara getgátur,“ svaraði Ola Sand landsliðslæknir en Arntzen lét ekki þar við sitja og sagði: „En hann er annað hvort meiddur eða ekki meiddur?“ Við þetta brast Solbakken þolinmæðin og við tóku snörp orðaskipti á milli hans og Arntzen, og var landsliðsþjálfarinn ansi hvassyrtur. „Mátt ekki vera svona hörundsár“ „Þú mátt ekki vera svona hörundsár. Þú ert rosalega hörundsár. Þú verður að slappa aðeins af. Þú ert alveg vonlaus,“ sagði Solbakken sem sagði engan mun á forgangi fyrir Arsenal og norska landsliðið. Hann treysti fullkomlega mati lækna og sjúkraþjálfara, og Ödegaards sjálfs. Þeir héldu áfram að skiptast á orðum og Arntzen benti á að Arsenal-mennirnir Declan Rice og Bukayo Saka væru ekki heldur með í komandi landsleikjum með Englandi. „Þú ert kannski með góðar upplýsingar um þá líka? Ég ætti kannski að taka þig inn í læknateymið því þú veist allt best,“ sagði Solbakken. Þjóðadeild karla í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira
Það var þó full ástæða fyrir norska fjölmiðlamenn að spyrja Solbakken og lækni landsliðsins, Ola Sand, út í stöðuna á Ödegaard. Landsliðsfyrirliðinn er nýkominn af stað eftir meiðsli en gat þó spilað níutíu mínútur fyrir Arsenal gegn Chelsea á sunnudaginn. Ödegaard var kallaður inn í norska landsliðshópinn á mánudaginn en niðurstaðan varð þó sú að hann færi aftur til Lundúna daginn eftir, til að sinna frekari endurhæfingu eftir tveggja mánaða ökklameiðsli sín. Hann verður því ekki með Noregi í landsleikjum gegn Slóveníu á morgun og gegn Kasakstan á sunnudaginn. Mats Arntzen, blaðamaður VG, þjarmaði að Solbakken á blaðamannafundi í gær og vildi meina að það væri alveg ljóst að Arsenal hefði forgang fram yfir norska landsliðið. Myndband frá fundinum má meðal annars sjá á vef NRK. „Ef að Arsenal hefði átt að mæta Manchester City á sunnudaginn, í stað þess að Noregur væri að fara að mæta Kasakstan, heldur þú þá ekki að það væri sennilegt að hann myndi spila þann leik?“ spurði Arntzen. Ladies and gentlemen, dette er vår landslagstrener🤡 Womp, Womp , Ståle! Hyller reporteren 11/10 ganger i uka!🙈 pic.twitter.com/rcHAGyEtrC— Marcus Haraldsen (@marcusharaldsen) November 12, 2024 „Ég ræð engu um það. Það yrðu bara getgátur,“ svaraði Ola Sand landsliðslæknir en Arntzen lét ekki þar við sitja og sagði: „En hann er annað hvort meiddur eða ekki meiddur?“ Við þetta brast Solbakken þolinmæðin og við tóku snörp orðaskipti á milli hans og Arntzen, og var landsliðsþjálfarinn ansi hvassyrtur. „Mátt ekki vera svona hörundsár“ „Þú mátt ekki vera svona hörundsár. Þú ert rosalega hörundsár. Þú verður að slappa aðeins af. Þú ert alveg vonlaus,“ sagði Solbakken sem sagði engan mun á forgangi fyrir Arsenal og norska landsliðið. Hann treysti fullkomlega mati lækna og sjúkraþjálfara, og Ödegaards sjálfs. Þeir héldu áfram að skiptast á orðum og Arntzen benti á að Arsenal-mennirnir Declan Rice og Bukayo Saka væru ekki heldur með í komandi landsleikjum með Englandi. „Þú ert kannski með góðar upplýsingar um þá líka? Ég ætti kannski að taka þig inn í læknateymið því þú veist allt best,“ sagði Solbakken.
Þjóðadeild karla í fótbolta Enski boltinn Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira