Styrkti Kvenréttindafélagið um milljónir á síðasta ráðherradegi Lovísa Arnardóttir skrifar 26. október 2024 07:01 Kvenréttindafélagið var stofnað árið 1907. Svandís styrkti félagið um tvær milljónir sinn síðasta dag í embætti. Vísir/Vilhelm og Arnar Svandís Svavarsdóttir útdeildi tveimur milljónum af skúffupeningum sínum til Kvenréttindafélags Íslands sinn síðasta dag í embætti sem innviðaráðherra í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. Samtals hafa sjö ráðherrar ríkisstjórnar útdeilt 9.095.000 krónum í ýmis verkefni af ráðstöfunarfé á þessu ári. Misjafnt er á milli ráðuneyta hversu miklu ráðstöfunarfé er gert ráð fyrir á hvern ráðherra í fjárlögum eða hvort það sé hreinlega gert ráð fyrir því. Sumir ráðherrar fá ekkert ráðstöfunarfé á meðan aðrir hafa nokkrar milljónir til að ráðstafa eftir hentugleika í verkefni sem þeim líst vel á. Oft er talað um þessa peninga sem skúffupeninga ráðherra. 2,8 milljónir í fjögur verkefni Svandís Svavarsdóttir tók við sem ráðherra í innviðaráðuneyti þegar Katrín Jakobsdóttir hætti í apríl og fór í forsetaframboð. Í svari innviðaráðuneytisins kemur fram að Svandís hafi, frá því í apríl, útdeilt samtals 2,8 milljónum í fjögur mismunandi verkefni. Í ágúst styrkti hún Hinsegin daga í Reykjavík, á Vesturlandi og á Austurlandi. Hver fékk 200 þúsund krónur, samanlagt 600 þúsund. Þann 15. október, síðasta dag hennar í embætti sem ráðherra í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, útdeildi hún svo tveimur milljónum króna til Kvenréttindafélags Íslands. „Ráðstöfunarfé ráðherra nemur 2,3 m.kr. á fjárlögum 2024 en eftirstöðvar frá árinu 2023, tæpar 1,5 milljónir kr., færðust milli ára. Eftirstöðvar til ráðstöfunar nú eru því 595.000 kr,“ segir að lokum í svari ráðuneytisins um málið. Skilar peningunum Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra ákvað í upphafi kjörtímabilsins að nýta ekki ráðstöfunarfé sitt og samkvæmt svari frá ráðuneyti hans verður því fénu skilað aftur í ríkisstjórn í lok þessa árs. Það eru alls 7,6 milljónir fyrir tímabilið 2022 til 2024. Guðlaugur Þór hefur ekki útdeilt neinum styrkjum af ráðstöfunarfé ráðherra og ætlar við lok árs að skila peningunum í ríkissjóð.Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir hefur sömuleiðis ekki varið krónu af sínu ráðstöfunarfé en þó kemur ekki fram í svari frá ráðuneyti hennar hvort því verði skilað í ríkissjóð. Ónýtt fjárheimild á þessum lið er 2,4 milljónir króna fyrir árið 2024 samkvæmt svari ráðuneytisins. Verk og vit og Lego keppni Sigurður Ingi Jóhannsson hefur á þessu ári setið í nokkrum ráðherrastólum eins og aðrir. Samkvæmt svörum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu útdeildi hann í því ráðuneyti 200 þúsund krónum í júlí til Hinsegin daga. Samkvæmt svari ráðuneytisins eru 1,8 milljónir eftir af ráðstöfunarfénu en það var áætlað tvær milljónir á þessu ári samkvæmt fjárlögum. Sigurður Ingi var líka innviðaráðherra á þessu ári og útdeildi í því hlutverki 350 þúsund krónum í mars til Verk og vits 2024 en það er stórsýning ætluð öllum sem koma að bygginga- og mannvirkjagerð. Þá styrkti hann einnig ferð Garðaskóla á heimsleika í First Lego um 250 þúsund krónur í apríl. Sigurður Ingi Jóhannsson og Ásmundur Einar Daðason ráðherrar Framsóknarflokksins styrktu báðir þátttöku Garðaskóla í heimsleika First Lego á árinu.Vísir/Vilhelm og Facebook Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur á þessu ári styrkt tíu verkefni með skúffupeningum sínum. Samanlögð upphæð styrkjanna er 725 þúsund. Hæsta styrkinn fengu Hinsegin dagar í Reykjavík sem fengu 300 þúsund krónur. Heildarupphæð ráðstöfunarfjársins fyrir árið 2024 er 2,4 milljónir og því 1.675.000 eftir af því. Aðra styrki Willums má sjá í grafík að ofan. Hægt er að fletta og sjá staka styrki, upphæðir og tímasetningar styrkja. Willum hefur veitt flesta styrki en hann hefur á árinu styrkt tíu verkefni. Hæsti styrkurinn nam 300 þúsund krónum og var fyrir Hinsegin daga í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur aðeins útdeilt einum styrk af sínu ráðstöfunarfé á árinu. Það voru 500 þúsund krónur vegna sumartónleika í Skálholti. Ráðstöfunarfé ráðherra er 2.600.000 og því standa 2.100.000 krónur eftir samkvæmt svari ráðuneytisins. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur ekki útdeilt neinum styrkjum vegna þess að ráðstöfunarfé hennar á árinu 2024 er 0 krónur samkvæmt fjárlögum. Lilja Dögg Alfreðsdóttir hefur sömuleiðis ekki greitt út neina slíka styrki því ekki er í fjárlögum gert ráð fyrir fjárveitingu í ráðuneytinu undir liðnum ráðstöfunarfé ráðherra og hefur ekki verið gert frá stofnun ráðuneytisins. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Bjarkey Olsen voru allar í nýjum ráðuneytum sem ekki eru með skúffupeninga, eða ráðstöfunarfé ráðherra. Í matvæla- og viðskipta- og menningarráðuneytinu eru veittir styrkir í gegnum sjóð.Vísir/Vilhelm „Hins vegar var ákveðið að taka upp það fyrirkomulag, eins og hefur verið gert í mörgum ráðuneytum, að auglýsa styrki til verkefna á málefnasviðum ráðherra og setja úthlutunarreglur um þá styrki undir nafninu Hvati. Þetta fyrirkomulag hefur verið að þróast í kjölfar setningar laga um opinber fjármál þar sem er kveðið á um að við úthlutun styrkja og framlaga skuli gæta jafnræðis, hlutlægni, gagnsæis og samkeppnissjónarmiða,“ segir í svari ráðuneytisins um málið. Bjarni styrkti Club Lögberg Bjarni Benediktsson hefur sem forsætisráðherra styrkt eitt verkefni. Það er Club Lögberg, lið lagadeildar Háskóla Íslands í Norrænu málflutningskeppninni, en liðið fékk 150 þúsund króna styrk vegna þátttöku í keppninni. Bjarni Benediktsson styrkti málflutningslið lagadeildar Háskóla Íslands og Katrín Jakobsdóttir Fræðaþing og Leturstofnunina. Styrkir þeirra úr forsætisráðuneytinu nema samanlagt 280 þúsund krónum.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir lét af störfum sem forsætisráðherra í apríl en fyrir það styrkti hún tvö verkefni sem forsætisráðherra. Hún styrkti Reykjavíkurakademíuna um 100 þúsund krónur vegna Fræðaþings og svo Leturstofuna um 30 þúsund vegna útgáfu á Sögu Landhelgisgæslunnar. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra lét af störfum sem ráðherra eins og Svandís þann 15. október en útdeildi sínum síðasta styrk af ráðstöfunarfé ráðherra í júlí á þessu ári. Samanlagt styrkti Guðmundur Ingi sjö verkefni, eitt þeirra tvisvar. Hæsta styrkinn fékk Már Gunnarsson í janúar þegar hann fékk 500 þúsund fyrir verkefnið „Ferðir með blindrahund“. Í júní fékk hann svo annan styrk upp á sömu upphæð fyrir sama verkefni og hefur því fengið eina milljón í styrk frá ráðuneytinu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson styrkti Má Gunnarsson um eina milljón á árinu vegna verkefnis Ferðir með blindrahund. Hann styrkti alls sjö verkefni á árinu með ráðstöfunarfé ráðherra.Vísir/Vilhelm Aðrir sem fengu styrk eru Hinsegin dagar í Reykjavík, Austurlandi og Vesturlandi. Þá fékk einnig styrk Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn, aðstandendur bókarinnar Hvernig varð ég til og svo Háskóli Íslands fyrir nemendur í starfstengdu diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun. Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra hefur á árinu útdeilt átta styrkjum af ráðstöfunarfé sínu sem ráðherra. Samanlagt nema styrkirnir rúmlega 2,2 milljónum. Enn á hann þó eftir af fénu um 1,8 milljónir. Verkefnin sem Ásmundur Einar hefur styrkt eru Meistaradeild æskunnar hjá Hestamannafélaginu Fáki, þátttaka Garðaskóla í First Lego League og uppsetning leikrits unglingadeildar í Brekkubæjarskóla. Þá styrkti hann í júlí Hinsegin daga á Vesturlandi og Batahús í Reykjavík. Þá styrkti hann einnig Hestamannafélagið Hörð, Hinsegin daga í Reykjavík og Félag aflraunamanna. Hæsta styrkinn fékk Batahús en hann var 500 þúsund krónur. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir hefur ekki útdeilt neinum skúffupeningum á árinu.Vísir/Vilhelm Ekkert ráðstöfunarfé í matvælaráðuneytinu Bjarkey Olsen kom inn sem nýr ráðherra í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar fyrir Vinstri græn í apríl þegar Katrín Jakobsdóttir lét af störfum sem forsætisráðherra. Þá tók hún við sem matvælaráðherra en fyrir þann tíma hafði Svandís Svavarsdóttir gegnt því embætti. Samkvæmt svari ráðuneytisins voru auglýstir styrkir til verkefna og viðburða á málefnasviðum matvælaráðherra þann 4. september 2024. Umsóknarfresti lauk 23. september og er búið að vinna úr umsóknum. „Við mat á umsóknum er horft til hvort verkefnið þyki hafa gildi fyrir starfsemi viðkomandi málaflokks og áherslur matvælaráðherra, hvort verkefnið búi yfir sérstöðu eða nýnæmi og hvort markmið og mælikvarðar séu skýrir,“ segir í svari ráðuneytisins. Þá kemur jafnframt fram að búið sé að taka ákvörðun um það hvaða verkefni hljóta úthlutun á árinu. Hver heildarstyrkur getur samkvæmt reglum numið allt að 10 prósentum af heildarupphæð úthlutana eða um 800 þúsund krónum. Fram kemur í svari að Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir hafi verið matvælaráðherra í september þegar auglýst var, unnið úr umsóknum og verkefni ákveðin. Ekki er tekið fram í svari hvaða verkefni urðu fyrir valinu. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Tugir milljóna úr skúffum ráðherra Ráðherrar ríkisstjórnarinnar veittu alls 35,6 milljónir króna af skúffufé sínu í fyrra. Enginn útdeildi meira fé en ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar. 15. maí 2019 06:45 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Sjá meira
Misjafnt er á milli ráðuneyta hversu miklu ráðstöfunarfé er gert ráð fyrir á hvern ráðherra í fjárlögum eða hvort það sé hreinlega gert ráð fyrir því. Sumir ráðherrar fá ekkert ráðstöfunarfé á meðan aðrir hafa nokkrar milljónir til að ráðstafa eftir hentugleika í verkefni sem þeim líst vel á. Oft er talað um þessa peninga sem skúffupeninga ráðherra. 2,8 milljónir í fjögur verkefni Svandís Svavarsdóttir tók við sem ráðherra í innviðaráðuneyti þegar Katrín Jakobsdóttir hætti í apríl og fór í forsetaframboð. Í svari innviðaráðuneytisins kemur fram að Svandís hafi, frá því í apríl, útdeilt samtals 2,8 milljónum í fjögur mismunandi verkefni. Í ágúst styrkti hún Hinsegin daga í Reykjavík, á Vesturlandi og á Austurlandi. Hver fékk 200 þúsund krónur, samanlagt 600 þúsund. Þann 15. október, síðasta dag hennar í embætti sem ráðherra í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar, útdeildi hún svo tveimur milljónum króna til Kvenréttindafélags Íslands. „Ráðstöfunarfé ráðherra nemur 2,3 m.kr. á fjárlögum 2024 en eftirstöðvar frá árinu 2023, tæpar 1,5 milljónir kr., færðust milli ára. Eftirstöðvar til ráðstöfunar nú eru því 595.000 kr,“ segir að lokum í svari ráðuneytisins um málið. Skilar peningunum Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra ákvað í upphafi kjörtímabilsins að nýta ekki ráðstöfunarfé sitt og samkvæmt svari frá ráðuneyti hans verður því fénu skilað aftur í ríkisstjórn í lok þessa árs. Það eru alls 7,6 milljónir fyrir tímabilið 2022 til 2024. Guðlaugur Þór hefur ekki útdeilt neinum styrkjum af ráðstöfunarfé ráðherra og ætlar við lok árs að skila peningunum í ríkissjóð.Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir hefur sömuleiðis ekki varið krónu af sínu ráðstöfunarfé en þó kemur ekki fram í svari frá ráðuneyti hennar hvort því verði skilað í ríkissjóð. Ónýtt fjárheimild á þessum lið er 2,4 milljónir króna fyrir árið 2024 samkvæmt svari ráðuneytisins. Verk og vit og Lego keppni Sigurður Ingi Jóhannsson hefur á þessu ári setið í nokkrum ráðherrastólum eins og aðrir. Samkvæmt svörum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu útdeildi hann í því ráðuneyti 200 þúsund krónum í júlí til Hinsegin daga. Samkvæmt svari ráðuneytisins eru 1,8 milljónir eftir af ráðstöfunarfénu en það var áætlað tvær milljónir á þessu ári samkvæmt fjárlögum. Sigurður Ingi var líka innviðaráðherra á þessu ári og útdeildi í því hlutverki 350 þúsund krónum í mars til Verk og vits 2024 en það er stórsýning ætluð öllum sem koma að bygginga- og mannvirkjagerð. Þá styrkti hann einnig ferð Garðaskóla á heimsleika í First Lego um 250 þúsund krónur í apríl. Sigurður Ingi Jóhannsson og Ásmundur Einar Daðason ráðherrar Framsóknarflokksins styrktu báðir þátttöku Garðaskóla í heimsleika First Lego á árinu.Vísir/Vilhelm og Facebook Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur á þessu ári styrkt tíu verkefni með skúffupeningum sínum. Samanlögð upphæð styrkjanna er 725 þúsund. Hæsta styrkinn fengu Hinsegin dagar í Reykjavík sem fengu 300 þúsund krónur. Heildarupphæð ráðstöfunarfjársins fyrir árið 2024 er 2,4 milljónir og því 1.675.000 eftir af því. Aðra styrki Willums má sjá í grafík að ofan. Hægt er að fletta og sjá staka styrki, upphæðir og tímasetningar styrkja. Willum hefur veitt flesta styrki en hann hefur á árinu styrkt tíu verkefni. Hæsti styrkurinn nam 300 þúsund krónum og var fyrir Hinsegin daga í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur aðeins útdeilt einum styrk af sínu ráðstöfunarfé á árinu. Það voru 500 þúsund krónur vegna sumartónleika í Skálholti. Ráðstöfunarfé ráðherra er 2.600.000 og því standa 2.100.000 krónur eftir samkvæmt svari ráðuneytisins. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur ekki útdeilt neinum styrkjum vegna þess að ráðstöfunarfé hennar á árinu 2024 er 0 krónur samkvæmt fjárlögum. Lilja Dögg Alfreðsdóttir hefur sömuleiðis ekki greitt út neina slíka styrki því ekki er í fjárlögum gert ráð fyrir fjárveitingu í ráðuneytinu undir liðnum ráðstöfunarfé ráðherra og hefur ekki verið gert frá stofnun ráðuneytisins. Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Bjarkey Olsen voru allar í nýjum ráðuneytum sem ekki eru með skúffupeninga, eða ráðstöfunarfé ráðherra. Í matvæla- og viðskipta- og menningarráðuneytinu eru veittir styrkir í gegnum sjóð.Vísir/Vilhelm „Hins vegar var ákveðið að taka upp það fyrirkomulag, eins og hefur verið gert í mörgum ráðuneytum, að auglýsa styrki til verkefna á málefnasviðum ráðherra og setja úthlutunarreglur um þá styrki undir nafninu Hvati. Þetta fyrirkomulag hefur verið að þróast í kjölfar setningar laga um opinber fjármál þar sem er kveðið á um að við úthlutun styrkja og framlaga skuli gæta jafnræðis, hlutlægni, gagnsæis og samkeppnissjónarmiða,“ segir í svari ráðuneytisins um málið. Bjarni styrkti Club Lögberg Bjarni Benediktsson hefur sem forsætisráðherra styrkt eitt verkefni. Það er Club Lögberg, lið lagadeildar Háskóla Íslands í Norrænu málflutningskeppninni, en liðið fékk 150 þúsund króna styrk vegna þátttöku í keppninni. Bjarni Benediktsson styrkti málflutningslið lagadeildar Háskóla Íslands og Katrín Jakobsdóttir Fræðaþing og Leturstofnunina. Styrkir þeirra úr forsætisráðuneytinu nema samanlagt 280 þúsund krónum.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir lét af störfum sem forsætisráðherra í apríl en fyrir það styrkti hún tvö verkefni sem forsætisráðherra. Hún styrkti Reykjavíkurakademíuna um 100 þúsund krónur vegna Fræðaþings og svo Leturstofuna um 30 þúsund vegna útgáfu á Sögu Landhelgisgæslunnar. Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra lét af störfum sem ráðherra eins og Svandís þann 15. október en útdeildi sínum síðasta styrk af ráðstöfunarfé ráðherra í júlí á þessu ári. Samanlagt styrkti Guðmundur Ingi sjö verkefni, eitt þeirra tvisvar. Hæsta styrkinn fékk Már Gunnarsson í janúar þegar hann fékk 500 þúsund fyrir verkefnið „Ferðir með blindrahund“. Í júní fékk hann svo annan styrk upp á sömu upphæð fyrir sama verkefni og hefur því fengið eina milljón í styrk frá ráðuneytinu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson styrkti Má Gunnarsson um eina milljón á árinu vegna verkefnis Ferðir með blindrahund. Hann styrkti alls sjö verkefni á árinu með ráðstöfunarfé ráðherra.Vísir/Vilhelm Aðrir sem fengu styrk eru Hinsegin dagar í Reykjavík, Austurlandi og Vesturlandi. Þá fékk einnig styrk Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn, aðstandendur bókarinnar Hvernig varð ég til og svo Háskóli Íslands fyrir nemendur í starfstengdu diplómanámi fyrir fólk með þroskahömlun. Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra hefur á árinu útdeilt átta styrkjum af ráðstöfunarfé sínu sem ráðherra. Samanlagt nema styrkirnir rúmlega 2,2 milljónum. Enn á hann þó eftir af fénu um 1,8 milljónir. Verkefnin sem Ásmundur Einar hefur styrkt eru Meistaradeild æskunnar hjá Hestamannafélaginu Fáki, þátttaka Garðaskóla í First Lego League og uppsetning leikrits unglingadeildar í Brekkubæjarskóla. Þá styrkti hann í júlí Hinsegin daga á Vesturlandi og Batahús í Reykjavík. Þá styrkti hann einnig Hestamannafélagið Hörð, Hinsegin daga í Reykjavík og Félag aflraunamanna. Hæsta styrkinn fékk Batahús en hann var 500 þúsund krónur. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir hefur ekki útdeilt neinum skúffupeningum á árinu.Vísir/Vilhelm Ekkert ráðstöfunarfé í matvælaráðuneytinu Bjarkey Olsen kom inn sem nýr ráðherra í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar fyrir Vinstri græn í apríl þegar Katrín Jakobsdóttir lét af störfum sem forsætisráðherra. Þá tók hún við sem matvælaráðherra en fyrir þann tíma hafði Svandís Svavarsdóttir gegnt því embætti. Samkvæmt svari ráðuneytisins voru auglýstir styrkir til verkefna og viðburða á málefnasviðum matvælaráðherra þann 4. september 2024. Umsóknarfresti lauk 23. september og er búið að vinna úr umsóknum. „Við mat á umsóknum er horft til hvort verkefnið þyki hafa gildi fyrir starfsemi viðkomandi málaflokks og áherslur matvælaráðherra, hvort verkefnið búi yfir sérstöðu eða nýnæmi og hvort markmið og mælikvarðar séu skýrir,“ segir í svari ráðuneytisins. Þá kemur jafnframt fram að búið sé að taka ákvörðun um það hvaða verkefni hljóta úthlutun á árinu. Hver heildarstyrkur getur samkvæmt reglum numið allt að 10 prósentum af heildarupphæð úthlutana eða um 800 þúsund krónum. Fram kemur í svari að Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir hafi verið matvælaráðherra í september þegar auglýst var, unnið úr umsóknum og verkefni ákveðin. Ekki er tekið fram í svari hvaða verkefni urðu fyrir valinu.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Tugir milljóna úr skúffum ráðherra Ráðherrar ríkisstjórnarinnar veittu alls 35,6 milljónir króna af skúffufé sínu í fyrra. Enginn útdeildi meira fé en ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar. 15. maí 2019 06:45 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Sjá meira
Tugir milljóna úr skúffum ráðherra Ráðherrar ríkisstjórnarinnar veittu alls 35,6 milljónir króna af skúffufé sínu í fyrra. Enginn útdeildi meira fé en ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar. 15. maí 2019 06:45