Arna Lára leiðir lista Samfylkingar í Norðvestur Lovísa Arnardóttir skrifar 24. október 2024 22:38 Arna Lára segir aldrei hafa verið jafn auðvelt að tala máli Samfylkingarinnar í kjördæminu. Aðsend Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og ritari Samfylkingarinnar, leiðir lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ), er í öðru sæti. Í þriðja sæti er Jóhanna Ösp Einarsdóttir, bóndi og oddviti í Reykhólahreppi, og fjórða sætið skipar Magnús Vignir Eðvaldsson, íþróttakennari og sveitarstjórnarfulltrúi í Húnaþingi vestra. Heiðurssætið skipar Guðjón S. Brjánsson, fyrrverandi alþingismaður. Framboðslisti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 30. nóvember 2024 var samþykktur á fundi kjördæmisráðs í kvöld. „Nú keyrum við baráttuna í gang. Ég er þakklát fyrir traustið og vil líka þakka öðrum frambjóðendum og sjálfboðaliðum sem ætla að vinna að sigri Samfylkingar með okkur í Norðvesturkjördæmi. Þetta verður ekki minn fyrsti hringur um kjördæmið. Ég tók slaginn fyrst með Guðbjarti heitnum og Ólínu og fleiri góðum fyrir 15 árum. Þá kom ég inn sem varaþingmaður en síðan hef ég viðað að mér reynslu úr atvinnulífi og sveitarstjórnarmálum, nú síðast sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og ritari Samfylkingar frá því haustið 2022,“ segir Arna Lára Jónsdóttir, nýr oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, í tilkynningu um framboð hennar. „Það er mikil stemmning og jákvæðni gagnvart Samfylkingunni og fullt af fólki sem er tilbúið að taka þátt í þessu verkefni með okkur. Ég þori að fullyrða að það hefur aldrei verið jafn auðvelt að tala máli Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi.“ Framboðslisti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi: 1. Arna Lára Jónsdóttir – bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og ritari Samfylkingarinnar, 2. Hannes S. Jónsson – framkvæmdastjóri KKÍ, 3. Jóhanna Ösp Einarsdóttir – bóndi og oddviti í Reykhólahreppi, 4. Magnús Vignir Eðvaldsson – íþróttakennari og sveitarstjórnarfulltrúi í Húnaþingi vestra, 5. Sigríður Margrét Guðmundsdóttir – forstöðumaður í Borgarnesi, 6. Garðar Svansson – fangavörður og bæjarfulltrúi í Grundarfirði, 7. Bryndís Kristín Þráinsdóttir Williams – verkefnastjóri á Sauðárkróki, 8. Gylfi Þór Gíslason – lögregluvarðstjóri á Vestfjörðum, 9. Líney Árnadóttir – starfsráðgjafi í Húnabyggð, 10. Guðrún Anna Finnbogadóttir – teymisstjóri atvinnu- og byggðaþróunar hjá Vestfjarðastofu, 11. Stefán Sveinsson – sjómaður og smiður á Skagaströnd, 12. Bakir Anwar Nassar – starfsmaður Húsasmiðjunnar, 13. Elísabet Ásdís Kristjánsdóttir – frístundaráðgjafi í Dalabyggð, 14. Guðjón Brjánsson – fyrrverandi alþingismaður Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Samfylkingin Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Hannes snýr baki við Sjálfstæðisflokknum og fer fram fyrir Samfylkingu Hannes Sigurbjörn Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ) býður sig fram í annað efstu sæta í Norðvesturkjördæmi fyrir Samfylkingu. Hann bauð sig fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 2014 en kveðst hafa fjarlægst flokkinn síðustu ár. 19. október 2024 12:14 Víðir leiðir í Suðurkjördæmi: „Þjóðin þarf festu í landstjórnina núna“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs hjá ríkislögreglustjóra, leiðir lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, Ása Berglind Hjálmarsdóttir, bæjarfulltrúi í Ölfusi og verkefnastjóri hjá Hörpu, er í öðru sæti. 24. október 2024 20:46 Spennulosun á laugardag Jón Gnarr fær ekki fyrsta sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík eins og hann hafði óskað eftir. Mikil spenna ríkir fyrir laugardeginum þegar fjölmargir framboðslistar verða kynntir, þar á meðal allir listar flokksins sem mælist með mest fylgi í könnunum. 23. október 2024 12:18 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Innlent Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Innlent Fleiri fréttir Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Sjá meira
Í þriðja sæti er Jóhanna Ösp Einarsdóttir, bóndi og oddviti í Reykhólahreppi, og fjórða sætið skipar Magnús Vignir Eðvaldsson, íþróttakennari og sveitarstjórnarfulltrúi í Húnaþingi vestra. Heiðurssætið skipar Guðjón S. Brjánsson, fyrrverandi alþingismaður. Framboðslisti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 30. nóvember 2024 var samþykktur á fundi kjördæmisráðs í kvöld. „Nú keyrum við baráttuna í gang. Ég er þakklát fyrir traustið og vil líka þakka öðrum frambjóðendum og sjálfboðaliðum sem ætla að vinna að sigri Samfylkingar með okkur í Norðvesturkjördæmi. Þetta verður ekki minn fyrsti hringur um kjördæmið. Ég tók slaginn fyrst með Guðbjarti heitnum og Ólínu og fleiri góðum fyrir 15 árum. Þá kom ég inn sem varaþingmaður en síðan hef ég viðað að mér reynslu úr atvinnulífi og sveitarstjórnarmálum, nú síðast sem bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og ritari Samfylkingar frá því haustið 2022,“ segir Arna Lára Jónsdóttir, nýr oddviti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, í tilkynningu um framboð hennar. „Það er mikil stemmning og jákvæðni gagnvart Samfylkingunni og fullt af fólki sem er tilbúið að taka þátt í þessu verkefni með okkur. Ég þori að fullyrða að það hefur aldrei verið jafn auðvelt að tala máli Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi.“ Framboðslisti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi: 1. Arna Lára Jónsdóttir – bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og ritari Samfylkingarinnar, 2. Hannes S. Jónsson – framkvæmdastjóri KKÍ, 3. Jóhanna Ösp Einarsdóttir – bóndi og oddviti í Reykhólahreppi, 4. Magnús Vignir Eðvaldsson – íþróttakennari og sveitarstjórnarfulltrúi í Húnaþingi vestra, 5. Sigríður Margrét Guðmundsdóttir – forstöðumaður í Borgarnesi, 6. Garðar Svansson – fangavörður og bæjarfulltrúi í Grundarfirði, 7. Bryndís Kristín Þráinsdóttir Williams – verkefnastjóri á Sauðárkróki, 8. Gylfi Þór Gíslason – lögregluvarðstjóri á Vestfjörðum, 9. Líney Árnadóttir – starfsráðgjafi í Húnabyggð, 10. Guðrún Anna Finnbogadóttir – teymisstjóri atvinnu- og byggðaþróunar hjá Vestfjarðastofu, 11. Stefán Sveinsson – sjómaður og smiður á Skagaströnd, 12. Bakir Anwar Nassar – starfsmaður Húsasmiðjunnar, 13. Elísabet Ásdís Kristjánsdóttir – frístundaráðgjafi í Dalabyggð, 14. Guðjón Brjánsson – fyrrverandi alþingismaður
Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Samfylkingin Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Hannes snýr baki við Sjálfstæðisflokknum og fer fram fyrir Samfylkingu Hannes Sigurbjörn Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ) býður sig fram í annað efstu sæta í Norðvesturkjördæmi fyrir Samfylkingu. Hann bauð sig fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 2014 en kveðst hafa fjarlægst flokkinn síðustu ár. 19. október 2024 12:14 Víðir leiðir í Suðurkjördæmi: „Þjóðin þarf festu í landstjórnina núna“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs hjá ríkislögreglustjóra, leiðir lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, Ása Berglind Hjálmarsdóttir, bæjarfulltrúi í Ölfusi og verkefnastjóri hjá Hörpu, er í öðru sæti. 24. október 2024 20:46 Spennulosun á laugardag Jón Gnarr fær ekki fyrsta sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík eins og hann hafði óskað eftir. Mikil spenna ríkir fyrir laugardeginum þegar fjölmargir framboðslistar verða kynntir, þar á meðal allir listar flokksins sem mælist með mest fylgi í könnunum. 23. október 2024 12:18 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Innlent Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Innlent Fleiri fréttir Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Sjá meira
Hannes snýr baki við Sjálfstæðisflokknum og fer fram fyrir Samfylkingu Hannes Sigurbjörn Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ) býður sig fram í annað efstu sæta í Norðvesturkjördæmi fyrir Samfylkingu. Hann bauð sig fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn árið 2014 en kveðst hafa fjarlægst flokkinn síðustu ár. 19. október 2024 12:14
Víðir leiðir í Suðurkjördæmi: „Þjóðin þarf festu í landstjórnina núna“ Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnasviðs hjá ríkislögreglustjóra, leiðir lista Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi, Ása Berglind Hjálmarsdóttir, bæjarfulltrúi í Ölfusi og verkefnastjóri hjá Hörpu, er í öðru sæti. 24. október 2024 20:46
Spennulosun á laugardag Jón Gnarr fær ekki fyrsta sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík eins og hann hafði óskað eftir. Mikil spenna ríkir fyrir laugardeginum þegar fjölmargir framboðslistar verða kynntir, þar á meðal allir listar flokksins sem mælist með mest fylgi í könnunum. 23. október 2024 12:18