HM í bakgarðshlaupum: Mari hleypur með rifinn liðþófa | „Veit ekki hvað bíður mín“ Aron Guðmundsson skrifar 19. október 2024 08:02 Ofurhlauparinn Mari Järsk er ein af fulltrúum Íslands á heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupum sem hefst klukkan 12:00 í dag. Hulda Margrét Heimsmeistaramót landsliða í bakgarðshlaupum hefst í dag og Ísland sendir vaska sveit til leiks. Þeirra á meðal er stuðpinninn Mari Järsk sem lætur rifu í liðþófa ekki standa í vegi fyrir þátttöku sinni á mótinu. Fimmtán fulltrúar Íslands hefja keppni á heimsmeistaramótinu í Elliðaárdalnum klukkan tólf í dag og verður sýnt frá hlaupinu í beinni útsendingu á Vísi. Rúmlega sextíu lönd senda lið til leiks á mótið, hvert lið mun hlaupa í heimalandi sínu. Allt snýst þetta um hvaða land og hlaupari ná að tóra lengst í því að klára rétt rúmlega 6,7 kílómetra hring á innan við klukkutíma á hverjum klukkutíma en ræst verður út í hringina á heila tímanum. Íslandsmethafinn Mari Järsk er ein af fulltrúum Íslands á heimsmeistaramóti helgarinnar. Hún er klár í slaginn en mætir þó meidd til leiks. „Ég er ótrúlega vel stemmd fyrir þessu en er vel meidd líka. Er að glíma við mikil meiðsli. Ég er sem sagt með rifinn liðþófa en ætla samt að reyna níðast á mér og sjá hversu langt ég næ að komast á meðan að ég glími við þessi ömurlegu meiðsli. Ég er samt ótrúlega vel stemmd. Svo snýst þetta bara um það hversu góð ég verð í því að trekkja mig í gagn fyrir hvern hring. Það kemur í ljós. Ég get ekki ímyndað mér hvað mín bíður. Fólk er að spyrja mig hversu langt ég ætla. Ég bara get ekki vitað hversu langt ég kemst. Ég gæti verið dottin út eftir hundrað kílómetra. Ég bara hef ekki hugmynd. En mér finnst ég samt eiga það skilið að vera hérna og fá að vera með.“ Líkt og reynslan hefur sýnt okkur getur keppni staðið yfir í nokkra sólarhringa og mun landsliðsfólk Íslands fá að hreiðra um sig í Elliðaárstöð og þar er Mari búin að gera allt klárt. Fatnaður, rétt næring, bætiefni. Allt skipulagt eftir kúnstarinnar reglum og meira að segja verðlaun þegar ákveðnum áfanga er náð í hlaupinu. Þetta heimsmeistaramót hefur hið minnsta tvíþætta merkingu fyrir hlauparana. Því ekki snýst þetta bara um að íslenska landsliðið nái að hlaupa eins marga hringi og það getur. Því það er einnig gulrót fyrir þann hlaupara sem að hleypur flesta hringi. Þeir hlauparar sem hlaupa flesta hringi fyrir sitt landslið munu tryggja sér þátttökurétt á heimsmeistaramóti einstaklinga í bakgarðshlaupum sem fer fram í október á næsta ári. „Þetta er ógeðslega flókið fyrir okkur en á sama tíma get ég sjálf sagt frá minni reynslu frá þessu fyrirkomulagi. Ég keppti á þessu móti fyrir tveimur árum síðan og þá leið mér ekki eins og mér líður núna. Við erum með frábært lið. Allir þessir hlauparar eru vinir mínir. Mér þykir ógeðslega vænt um þetta fólk og ég hlakka til að fara hlaupa með þeim. Ég er alveg viss um að við verðum öll hérna saman í því að reyna að koma okkur öllum sem lengst. Sem lið trúi ég því að við getum komist lengra en áður hefur verið gert. Það er þó spurning hvort að við náum að slá Íslandsmetið. Það er mjög löng vegalengd sem við verðum að hlaupa til að slá það.“ Heimsmeistaramót landsliða í bakgarðshlaupum hefst klukkan tólf í dag. Þá hefur íslenska landsliðið keppni í Elliðaárdalnum og sýnt verður beint frá keppninni á Vísi. Bakgarðshlaup Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fleiri fréttir Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira
Fimmtán fulltrúar Íslands hefja keppni á heimsmeistaramótinu í Elliðaárdalnum klukkan tólf í dag og verður sýnt frá hlaupinu í beinni útsendingu á Vísi. Rúmlega sextíu lönd senda lið til leiks á mótið, hvert lið mun hlaupa í heimalandi sínu. Allt snýst þetta um hvaða land og hlaupari ná að tóra lengst í því að klára rétt rúmlega 6,7 kílómetra hring á innan við klukkutíma á hverjum klukkutíma en ræst verður út í hringina á heila tímanum. Íslandsmethafinn Mari Järsk er ein af fulltrúum Íslands á heimsmeistaramóti helgarinnar. Hún er klár í slaginn en mætir þó meidd til leiks. „Ég er ótrúlega vel stemmd fyrir þessu en er vel meidd líka. Er að glíma við mikil meiðsli. Ég er sem sagt með rifinn liðþófa en ætla samt að reyna níðast á mér og sjá hversu langt ég næ að komast á meðan að ég glími við þessi ömurlegu meiðsli. Ég er samt ótrúlega vel stemmd. Svo snýst þetta bara um það hversu góð ég verð í því að trekkja mig í gagn fyrir hvern hring. Það kemur í ljós. Ég get ekki ímyndað mér hvað mín bíður. Fólk er að spyrja mig hversu langt ég ætla. Ég bara get ekki vitað hversu langt ég kemst. Ég gæti verið dottin út eftir hundrað kílómetra. Ég bara hef ekki hugmynd. En mér finnst ég samt eiga það skilið að vera hérna og fá að vera með.“ Líkt og reynslan hefur sýnt okkur getur keppni staðið yfir í nokkra sólarhringa og mun landsliðsfólk Íslands fá að hreiðra um sig í Elliðaárstöð og þar er Mari búin að gera allt klárt. Fatnaður, rétt næring, bætiefni. Allt skipulagt eftir kúnstarinnar reglum og meira að segja verðlaun þegar ákveðnum áfanga er náð í hlaupinu. Þetta heimsmeistaramót hefur hið minnsta tvíþætta merkingu fyrir hlauparana. Því ekki snýst þetta bara um að íslenska landsliðið nái að hlaupa eins marga hringi og það getur. Því það er einnig gulrót fyrir þann hlaupara sem að hleypur flesta hringi. Þeir hlauparar sem hlaupa flesta hringi fyrir sitt landslið munu tryggja sér þátttökurétt á heimsmeistaramóti einstaklinga í bakgarðshlaupum sem fer fram í október á næsta ári. „Þetta er ógeðslega flókið fyrir okkur en á sama tíma get ég sjálf sagt frá minni reynslu frá þessu fyrirkomulagi. Ég keppti á þessu móti fyrir tveimur árum síðan og þá leið mér ekki eins og mér líður núna. Við erum með frábært lið. Allir þessir hlauparar eru vinir mínir. Mér þykir ógeðslega vænt um þetta fólk og ég hlakka til að fara hlaupa með þeim. Ég er alveg viss um að við verðum öll hérna saman í því að reyna að koma okkur öllum sem lengst. Sem lið trúi ég því að við getum komist lengra en áður hefur verið gert. Það er þó spurning hvort að við náum að slá Íslandsmetið. Það er mjög löng vegalengd sem við verðum að hlaupa til að slá það.“ Heimsmeistaramót landsliða í bakgarðshlaupum hefst klukkan tólf í dag. Þá hefur íslenska landsliðið keppni í Elliðaárdalnum og sýnt verður beint frá keppninni á Vísi.
Bakgarðshlaup Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fleiri fréttir Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn „Ég þarf smá útrás“ Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Steinlágu á móti neðsta liðinu Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Suður-Afríkummenn vilja halda Ólympíuleikana eftir tólf ár Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Sjá meira