Neville um Tuchel: „Ákveðin vonbrigði“ Valur Páll Eiríksson skrifar 16. október 2024 16:31 Gary Neville var um tíma aðstoðarþjálfari hjá enska landsliðinu. Robbie Jay Barratt/Getty Images Gary Neville, sparkspekingur og fyrrum landsliðsmaður Englands, segist fyrir ákveðnum vonbrigðum að Thomas Tuchel hafi verið ráðinn þjálfari enska landsliðsins. Hann sé þó góður kostur í starfið. Tilkynnt var um ráðningu Tuchels í dag en hann tekur til starfa á næsta ári. Sá þýski hefur náð fínum árangri á ferli sínum með Dortmund í heimalandinu, PSG í Frakklandi og Chelsea á Englandi. „Þeir réðu frábæran þjálfara, það er engin spurning um það. Thomas Tuchel er með flotta ferilskrá og hefur sannað að hann getur unnið erfiða leiki í útsláttarkeppni. Frá því séð, er erfitt að gagnrýna knattspyrnusambandið, og hægt að segja að sambandið hafi fengið besta þjálfarann sem er á lausu í Evrópu,“ segir Neville um ráðninguna. "I'm not sure it fits the criteria of St George's Park and the belief in English coaches" 💬Gary Neville on Thomas Tuchel becoming England's new head coach 🏴 pic.twitter.com/zQl7MJSbnM— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 16, 2024 Vonbrigði hans tengd Tuchel snerti hins vegar á því að hann sé ekki enskur. Gareth Southgate, forveri Tuchel í starfi, náði góðum árangri á sínum tíma með liðið og þá hafa enskir þjálfara getið sér gott orð með yngri landsliðin. Neville hefði því viljað sjá annan Englending taka við og viðhalda þeim kúltúr sem Southgate byggði grunninn að í höfuðstöðvum landsliðsins í St. George's Park. „En ég er ekki viss um að þetta passi við þróun ensks fótbolta og sé ekki í línu við þá þróun sem við höfum séð í St. George‘s Park undanfarin ár: Trúin á enska þjálfara, auk vaxtarins og árangursins sem hefur náðst með karla- og kvennaliðið, auk yngri landsliða, síðustu sjö til átta ár,“ „Þetta var staðurinn sem sýndi fram á að enskir þjálfarar gætu náð aftur á toppinn í Evrópu. Það er erfitt fyrir enska þjálfara að fá störfin á toppnum og núna er ráðinn þjálfari annars staðar frá í þetta starf, sem eru ákveðin vonbrigði,“ segir Neville. Enski boltinn Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Sjá meira
Tilkynnt var um ráðningu Tuchels í dag en hann tekur til starfa á næsta ári. Sá þýski hefur náð fínum árangri á ferli sínum með Dortmund í heimalandinu, PSG í Frakklandi og Chelsea á Englandi. „Þeir réðu frábæran þjálfara, það er engin spurning um það. Thomas Tuchel er með flotta ferilskrá og hefur sannað að hann getur unnið erfiða leiki í útsláttarkeppni. Frá því séð, er erfitt að gagnrýna knattspyrnusambandið, og hægt að segja að sambandið hafi fengið besta þjálfarann sem er á lausu í Evrópu,“ segir Neville um ráðninguna. "I'm not sure it fits the criteria of St George's Park and the belief in English coaches" 💬Gary Neville on Thomas Tuchel becoming England's new head coach 🏴 pic.twitter.com/zQl7MJSbnM— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 16, 2024 Vonbrigði hans tengd Tuchel snerti hins vegar á því að hann sé ekki enskur. Gareth Southgate, forveri Tuchel í starfi, náði góðum árangri á sínum tíma með liðið og þá hafa enskir þjálfara getið sér gott orð með yngri landsliðin. Neville hefði því viljað sjá annan Englending taka við og viðhalda þeim kúltúr sem Southgate byggði grunninn að í höfuðstöðvum landsliðsins í St. George's Park. „En ég er ekki viss um að þetta passi við þróun ensks fótbolta og sé ekki í línu við þá þróun sem við höfum séð í St. George‘s Park undanfarin ár: Trúin á enska þjálfara, auk vaxtarins og árangursins sem hefur náðst með karla- og kvennaliðið, auk yngri landsliða, síðustu sjö til átta ár,“ „Þetta var staðurinn sem sýndi fram á að enskir þjálfarar gætu náð aftur á toppinn í Evrópu. Það er erfitt fyrir enska þjálfara að fá störfin á toppnum og núna er ráðinn þjálfari annars staðar frá í þetta starf, sem eru ákveðin vonbrigði,“ segir Neville.
Enski boltinn Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Sjá meira