Skondið að sjá ágreininginn koma upp á yfirborðið Lovísa Arnardóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 14. október 2024 12:58 Þorgerður Katrín fór á fund forsetans fyrr í dag. Vísir/Vilhelm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar segir ekkert óeðlilegt að ríkisstjórnin starfi áfram sem starfsstjórn en það sé skondið að sjá allan ágreininginn koma upp á yfirborðið. Þau verði bara að axla sína ábyrgð. Þorgerður ræddi við fjölmiðla á leið til fundar við forseta Íslands. „Ég held það liggi alveg ljóst fyrir að það er ekki þingmeirihluti til að halda þessu gangandi. Þetta er ekki dæmi fyrir mig til að styðja,“ sagði Þorgerður Katrín áður en hún hélt á fund Höllu Tómasdóttur fyrr í dag. Hún sagði sín skilaboð til forsetans á fundinum verða sú að flokkur Viðreisnar styðji þingrof og kosningar sem fyrst. „Við þurfum starfhæfa ríkisstjórn og við erum ekki með starfhæfa ríkisstjórn núna í landinu. Það er verkefni okkar í stjórnmálunum að leysa þessi verkefni,“ sagði Þorgerður Katrín. Hún segir þá stöðu áður hafa komið upp að þingið hafi þurft að samþykkja fjárlög en að skýr meirihluti hafi ekki legið fyrir. Það sé eitt þeirra verkefna sem þurfi að ljúka en svo geti ný ríkisstjórn tekið upp þráðinn að nýju eftir kosningar. Hún segir að enn eigi eftir að leysa úr því hvort Bjarni leiði áfram starfsstjórn en henni þyki ekki óeðlilegt að núverandi ríkisstjórn starfi áfram saman þrátt fyrir ósk um þingrof frá Bjarna. Það sé ekki óeðlilegt við þessar aðstæður. „Mér finnst líka skondið að sjá hvað það er mikill ágreiningur. Hann er allur að koma upp á yfirborðið. Þeirra er ábyrgðin að sitja þetta út, væntanlega til 30. Nóvember, og þau verða bara versgo að axla sína ábyrgð en ekki vera með einhverja ólund úti hvort annað sem bitnar á þjóðinni.“ Væri hægt að breyta kosningalögum Hvort einhver mál frá stjórnarandstöðu fái afgreiðslu fyrir þinglok segir Þorgerður það óljóst. Það sé eitt sem komi strax upp í hugann. Það sé að jafna þingmannavægið þannig það verði ekki alltaf einn eða tveir flokkar sem fái meira. Það snúist ekki um að jafna atkvæðavægi. Það þurfi að breyta kosningalögum, ekki stjórnarskrá, og með þessari breytingu verði meira réttlæti í skiptingu þingmanna. Annað sem þurfi að ljúka séu fjárlög. Hún segir Viðreisn hafa fundað í gær og það verði boðað til fundar í landshlutaráðum sem ákveði hvort það verði prófkjör eða uppstilling. Hún telur prófkjör skynsamlegustu leiðina en það sé skammur tími til stefnu. Fleiri formenn á leið á fund Fylgst er með fundum forsetans í vaktinni hér að neðan. Að loknum fundi Sigmundar er hlé til klukkan 16 en þá mætir fyrst Inga Sæland formaður Flokks fólksins. Eftir það kemur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir í Pírötum og svo formenn stjórnarflokkanna. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins kemur á fund forsetans klukkan 17.30 og Svandís Svavarsdóttir klukkan 18:15. Viðreisn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
„Ég held það liggi alveg ljóst fyrir að það er ekki þingmeirihluti til að halda þessu gangandi. Þetta er ekki dæmi fyrir mig til að styðja,“ sagði Þorgerður Katrín áður en hún hélt á fund Höllu Tómasdóttur fyrr í dag. Hún sagði sín skilaboð til forsetans á fundinum verða sú að flokkur Viðreisnar styðji þingrof og kosningar sem fyrst. „Við þurfum starfhæfa ríkisstjórn og við erum ekki með starfhæfa ríkisstjórn núna í landinu. Það er verkefni okkar í stjórnmálunum að leysa þessi verkefni,“ sagði Þorgerður Katrín. Hún segir þá stöðu áður hafa komið upp að þingið hafi þurft að samþykkja fjárlög en að skýr meirihluti hafi ekki legið fyrir. Það sé eitt þeirra verkefna sem þurfi að ljúka en svo geti ný ríkisstjórn tekið upp þráðinn að nýju eftir kosningar. Hún segir að enn eigi eftir að leysa úr því hvort Bjarni leiði áfram starfsstjórn en henni þyki ekki óeðlilegt að núverandi ríkisstjórn starfi áfram saman þrátt fyrir ósk um þingrof frá Bjarna. Það sé ekki óeðlilegt við þessar aðstæður. „Mér finnst líka skondið að sjá hvað það er mikill ágreiningur. Hann er allur að koma upp á yfirborðið. Þeirra er ábyrgðin að sitja þetta út, væntanlega til 30. Nóvember, og þau verða bara versgo að axla sína ábyrgð en ekki vera með einhverja ólund úti hvort annað sem bitnar á þjóðinni.“ Væri hægt að breyta kosningalögum Hvort einhver mál frá stjórnarandstöðu fái afgreiðslu fyrir þinglok segir Þorgerður það óljóst. Það sé eitt sem komi strax upp í hugann. Það sé að jafna þingmannavægið þannig það verði ekki alltaf einn eða tveir flokkar sem fái meira. Það snúist ekki um að jafna atkvæðavægi. Það þurfi að breyta kosningalögum, ekki stjórnarskrá, og með þessari breytingu verði meira réttlæti í skiptingu þingmanna. Annað sem þurfi að ljúka séu fjárlög. Hún segir Viðreisn hafa fundað í gær og það verði boðað til fundar í landshlutaráðum sem ákveði hvort það verði prófkjör eða uppstilling. Hún telur prófkjör skynsamlegustu leiðina en það sé skammur tími til stefnu. Fleiri formenn á leið á fund Fylgst er með fundum forsetans í vaktinni hér að neðan. Að loknum fundi Sigmundar er hlé til klukkan 16 en þá mætir fyrst Inga Sæland formaður Flokks fólksins. Eftir það kemur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir í Pírötum og svo formenn stjórnarflokkanna. Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins kemur á fund forsetans klukkan 17.30 og Svandís Svavarsdóttir klukkan 18:15.
Viðreisn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Alþingi Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira