Emilía Kiær skoraði og Glódís Perla sá rautt í öruggum sigri Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. september 2024 14:31 Emilía Kiær getur ekki hætt að skora. Nordsjælland Framherjinn Emilía Kiær Ásgeirsdóttir skoraði annað marka Nordsjælland í góðum sigri í efstu deild kvenna í Danmörku. Þá fékk Glódís Perla Viggósdóttir tvö gul spjöld og þar með rautt þegar Bayern München vann öruggan 4-0 sigur á Werder Bremen. Emilía Kiær var á sínum stað í byrjunarliði Nordsjælland og skoraði annað mark liðsins á 67. mínútu. Var þetta hennar sjöunda deildarmark í jafn mörgum leikjum. Emilía Kiær var svo tekin af velli þegar tvær mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Sigurinn lyftir Nordsjælland upp á topp deildarinnar með 17 stig, einu meira en Fortuna Hjörring þegar bæði lið hafa spilað sjö leiki. 3️⃣ 𝐏𝐎𝐈𝐍𝐓 kommer med hjem til Farum efter dagens 2-0-sejr i Kolding mod AGF ❤️💛 pic.twitter.com/51cWSsUSH3— FC Nordsjælland 🐯 (@FCNordsjaelland) September 29, 2024 Glódís Perla var á sínum stað í byrjunarliði Þýskalandsmeistara Bayern. Hún fékk gult spjald á 21. mínútu en skömmu síðar kom Lea Schüller gestunum frá Bayern yfir. Staðan 0-1 í hálfleik. Snemma í síðari hálfleik fékk Glódís Perla sitt annað gula spjald og þar með rautt en það kom ekki að sök þar sem Bæjarar skoruðu þrjú mörk manni færri. Georgia Stanway tvöfaldaði forystu Bayern þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Nachdem Glódís #Viggósdóttir in der 21. Minute bereits die gelbe Karte gesehen hat, wird sie nun mit gelb-rot vom Platz geschickt. Harte Entscheidung...🔴 #SVWFCB | 0:1 | 51'— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) September 29, 2024 Í blálokin skoruðu gestirnir tvö mörk á jafn mörgum mínútum. Pernille Harder skoraði þriðja mark Bayern og Jovana Damnjanović bætti því fjórða við, lokatölur 0-4. Bayern er því áfram með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir og tveimur stigum meira en Bayer Leverkusen sem situr í 2. sæti deildarinnar. Fótbolti Danski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Leikmaður Manchester United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Leikmaður Manchester United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Sjá meira
Emilía Kiær var á sínum stað í byrjunarliði Nordsjælland og skoraði annað mark liðsins á 67. mínútu. Var þetta hennar sjöunda deildarmark í jafn mörgum leikjum. Emilía Kiær var svo tekin af velli þegar tvær mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Sigurinn lyftir Nordsjælland upp á topp deildarinnar með 17 stig, einu meira en Fortuna Hjörring þegar bæði lið hafa spilað sjö leiki. 3️⃣ 𝐏𝐎𝐈𝐍𝐓 kommer med hjem til Farum efter dagens 2-0-sejr i Kolding mod AGF ❤️💛 pic.twitter.com/51cWSsUSH3— FC Nordsjælland 🐯 (@FCNordsjaelland) September 29, 2024 Glódís Perla var á sínum stað í byrjunarliði Þýskalandsmeistara Bayern. Hún fékk gult spjald á 21. mínútu en skömmu síðar kom Lea Schüller gestunum frá Bayern yfir. Staðan 0-1 í hálfleik. Snemma í síðari hálfleik fékk Glódís Perla sitt annað gula spjald og þar með rautt en það kom ekki að sök þar sem Bæjarar skoruðu þrjú mörk manni færri. Georgia Stanway tvöfaldaði forystu Bayern þegar tuttugu mínútur lifðu leiks. Nachdem Glódís #Viggósdóttir in der 21. Minute bereits die gelbe Karte gesehen hat, wird sie nun mit gelb-rot vom Platz geschickt. Harte Entscheidung...🔴 #SVWFCB | 0:1 | 51'— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) September 29, 2024 Í blálokin skoruðu gestirnir tvö mörk á jafn mörgum mínútum. Pernille Harder skoraði þriðja mark Bayern og Jovana Damnjanović bætti því fjórða við, lokatölur 0-4. Bayern er því áfram með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir og tveimur stigum meira en Bayer Leverkusen sem situr í 2. sæti deildarinnar.
Fótbolti Danski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Leikmaður Manchester United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Leikmaður Manchester United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Sjá meira