Ávísun á eilíf vonbrigði að elta góða veðrið Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 17. september 2024 13:31 Sigtryggur Baldursson, Bragi Valdimar Skúlason og Guðmundur Kristinn Jónsson voru að senda frá sér lagið Skítaveður. Aðsend „Það er allt svo nær fyrir norðan en það er skítaveður hér,“ segir í viðlagi á splunkunýju lagi sem sveitin Bogomoili Font & Greiningardeildin var að senda frá sér. Mennirnir á bak við lagið eru Sigtryggur Baldursson, Bragi Valdimar Skúlason og Guðmundur Kristinn Jónsson. „Skítaveður er þriðja lagið sem Bogomoli Font & Greiningardeildin senda frá sér í ár en áður hafa komið út lögin Sjóddu frekar egg og Bosslady. Það er Sigtryggur Baldursson sem ljáir Bogomil rödd sína, en þetta er í grunninn teymið sem stendur að Hljómskálanum, þáttum um íslenska tónlist og koma ýmsir valinkunnir íslenskir hljóðfæraleikarar að upptökunum,“ segir í fréttatilkynningu. Ásamt þríeykinu koma meðal annars Sigurður Guðmundsson, Rubin Pollock, Árný Margrét, Tómas Jónsson, Samúel Jón Samúelsson, Óskar Guðjónsson og Kjartan Hákonarson að laginu. Strákarnir segja nýja lagið ákveðin uppgjör við sumarið sem aldrei kom. „Og í raun það undarlega samband sem við eigum við íslenska veðráttu. Sömuleiðis kemur textinn inn á ákveðnar hugmyndir okkar um að veðrið sé mögulega skárra annars staðar á landinu og þá séríslensku áráttu að „elta góða veðrið“ sem er auðvitað ekkert annað en ávísun á eilíf vonbrigði.“ Hér má sjá flutning Bogomil Font og Greiningadeildarinnar á laginu á Ljósanótt: Hér má finna textann við lagið í heild sinni: Hér bítur vestanáttin mesthérna getur sólin varla sest.Og ég blotna í báða fætur hvar svo sem ég stend.Því oftast nær er úrkoma í grennd. Ofankoma, úrhelli og hret.Ég ekki mikið meir af þessu get.Það er lágskýjað – og lognið nær ekki' að stoppa hérog það er lítilsháttar súld í huga mér. Það er alltaf sól fyrir austan.Alltaf logn fyrir vestan.Það er allt svo næs fyrir norðan– en það er rok og rigning hér. Það er alltaf sól fyrir austan.Alltaf logn fyrir vestan.Það er allt svo næs fyrir norðan– en það er skítaveður hér. Hér verða lægðardrögin dýpst.Hérna allraveðravonin þrífst.Við virðumst enguaðsíður undarlega sátt.Enda alin upp í breytilegri átt. Það er alltaf sól fyrir austan.Alltaf logn fyrir vestan.Það er allt svo næs fyrir norðan– en það er rok og rigning hér. Það er alltaf sól fyrir austan.Alltaf logn fyrir vestan.Það er allt svo næs fyrir norðan– en það er skítaveður hér. Sjálfsagt er hún fögur þessi hlíð.Hún sést barekkí þessari vætutíð.En þykkust var samt þokan í höfði hálfvitanssem kaus að setjast að hér sunnanlands. Það er alltaf sól fyrir austan.Alltaf logn fyrir vestan.Það er allt svo næs fyrir norðan– en það er rok og rigning hér. Hér má hlusta á lagið á streymisveitunni Spotify. Tónlist Menning Mest lesið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
„Skítaveður er þriðja lagið sem Bogomoli Font & Greiningardeildin senda frá sér í ár en áður hafa komið út lögin Sjóddu frekar egg og Bosslady. Það er Sigtryggur Baldursson sem ljáir Bogomil rödd sína, en þetta er í grunninn teymið sem stendur að Hljómskálanum, þáttum um íslenska tónlist og koma ýmsir valinkunnir íslenskir hljóðfæraleikarar að upptökunum,“ segir í fréttatilkynningu. Ásamt þríeykinu koma meðal annars Sigurður Guðmundsson, Rubin Pollock, Árný Margrét, Tómas Jónsson, Samúel Jón Samúelsson, Óskar Guðjónsson og Kjartan Hákonarson að laginu. Strákarnir segja nýja lagið ákveðin uppgjör við sumarið sem aldrei kom. „Og í raun það undarlega samband sem við eigum við íslenska veðráttu. Sömuleiðis kemur textinn inn á ákveðnar hugmyndir okkar um að veðrið sé mögulega skárra annars staðar á landinu og þá séríslensku áráttu að „elta góða veðrið“ sem er auðvitað ekkert annað en ávísun á eilíf vonbrigði.“ Hér má sjá flutning Bogomil Font og Greiningadeildarinnar á laginu á Ljósanótt: Hér má finna textann við lagið í heild sinni: Hér bítur vestanáttin mesthérna getur sólin varla sest.Og ég blotna í báða fætur hvar svo sem ég stend.Því oftast nær er úrkoma í grennd. Ofankoma, úrhelli og hret.Ég ekki mikið meir af þessu get.Það er lágskýjað – og lognið nær ekki' að stoppa hérog það er lítilsháttar súld í huga mér. Það er alltaf sól fyrir austan.Alltaf logn fyrir vestan.Það er allt svo næs fyrir norðan– en það er rok og rigning hér. Það er alltaf sól fyrir austan.Alltaf logn fyrir vestan.Það er allt svo næs fyrir norðan– en það er skítaveður hér. Hér verða lægðardrögin dýpst.Hérna allraveðravonin þrífst.Við virðumst enguaðsíður undarlega sátt.Enda alin upp í breytilegri átt. Það er alltaf sól fyrir austan.Alltaf logn fyrir vestan.Það er allt svo næs fyrir norðan– en það er rok og rigning hér. Það er alltaf sól fyrir austan.Alltaf logn fyrir vestan.Það er allt svo næs fyrir norðan– en það er skítaveður hér. Sjálfsagt er hún fögur þessi hlíð.Hún sést barekkí þessari vætutíð.En þykkust var samt þokan í höfði hálfvitanssem kaus að setjast að hér sunnanlands. Það er alltaf sól fyrir austan.Alltaf logn fyrir vestan.Það er allt svo næs fyrir norðan– en það er rok og rigning hér. Hér má hlusta á lagið á streymisveitunni Spotify.
Tónlist Menning Mest lesið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Fleiri fréttir Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira