Hneykslanleg handtaka Hill vekur hörð viðbrögð: „Ég er í áfalli“ Valur Páll Eiríksson skrifar 10. september 2024 09:55 Lögreglumennirnir gengu heldur harkalega fram við handtökuna. Miami-Dade Police Department Myndskeið af handtöku Tyreeks Hill, útherja Miami Dolphins í NFL-deildinni, úr líkamsmyndavél lögreglumanna sem framkvæmdu handtökuna hefur verið gefið út. Hegðun lögreglumannana þykir hneykslanleg og hefur Hill gagnrýnt viðkomandi. Myndskeiðið er tæplega fjögurra mínútna langt. Hill sést búa sig undir að stíga út úr bílnum þegar hann er rifinn út og þrykkt í jörðina og handjárnaður. Ekki dugði að hafa færri en fjóra lögreglumenn við handtökuna fyrir meint umferðarlagabrot útherjans. Lögreglan í Miami-Dade segir Hill hafa verið ósamvinnuþýðan við handtökuna. SLATER SCOOP: Tyreek Hill body-cam video from Miami-Dade Police. pic.twitter.com/aJvD4SamZk— Andy Slater (@AndySlater) September 9, 2024 Mikil umræða hefur verið um hegðun lögreglumanna og ofbeldis í garð þeldökkra Bandaríkjamanna. Lögreglumennirnir hafa sætt harðri gagnrýni eftir að handtakan fór í dreifingu. Hill var sjálfur ekki lengi að láta í sér heyra á samfélagsmiðlinum X eftir að myndirnir voru gerðar opinberar: „Nú er tími fyrir breytingar“. Let’s make a change— Ty Hill (@cheetah) September 10, 2024 Þá mætti Hill í viðtal vegna málsins á CNN vestanhafs í gær. „Ég var í sjokki. Þetta var brjálað vegna þess að þetta gerðist allt svo hratt. Þetta gerðist svo hratt að ég tók ekki inn allt sem gekk á,“ segir Hill við CNN. „Ég hreyfði mig ekki því ég er að glíma við meiðsli. Ég spila líkamlega krefjandi íþrótt og ég býst við að lögreglumönnunum hafi ekki þótt ég gera hlutina eins og þeim hentaði,“ segir Hill. „Ég var að reyna það en ég er ennþá í áfalli eftir þetta. Ég skammast mín.“ Handtakan átti sér stað um tveimur klukkustundum fyrir leik Miami Dolphins við Jacksonville Jaguars, rétt fyrir utan heimavöll Dolphins í Miami. Liðsfélagar Hill sjást á myndskeiðinu skipta sér af því sem þar gengur á. Hill skoraði eitt snertimark í 20-17 sigri Dolphins og fagnaði marki sínu með því að setja hendur fyrir aftan bak, líkt og handjárnaður. NFL Bandaríkin Tengdar fréttir Lék eftir eigin handtöku í fagnaðarlátum Útherjinn Tyreek Hill átti stórfurðulegan dag í gær þegar Miami Dolphins hóf NFL tímabilið á endurkomusigri á heimavelli sínum. 9. september 2024 09:31 Tyreek Hill slengt handjárnuðum í jörðina á leikdegi Tyreek Hill, leikmaður Miami Dolphins í NFL-deildinni, vonar að fall sé fararheill en hann var handtekinn á leið sinni á heimavöll Dolphins í dag. Höfrungarnir leika fyrsta leik sinn á leiktíðinni síðar í dag, allt í beinni á Stöð 2 Sport. 8. september 2024 15:25 Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Ákvað að yfirgefa KR Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Kane kominn í jólafrí? „Gæsahúð allsstaðar“ Allt á kafi er Buffalo valtaði yfir 49ers Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Hugsaði lítið og stressaði sig minna Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sjá meira
Myndskeiðið er tæplega fjögurra mínútna langt. Hill sést búa sig undir að stíga út úr bílnum þegar hann er rifinn út og þrykkt í jörðina og handjárnaður. Ekki dugði að hafa færri en fjóra lögreglumenn við handtökuna fyrir meint umferðarlagabrot útherjans. Lögreglan í Miami-Dade segir Hill hafa verið ósamvinnuþýðan við handtökuna. SLATER SCOOP: Tyreek Hill body-cam video from Miami-Dade Police. pic.twitter.com/aJvD4SamZk— Andy Slater (@AndySlater) September 9, 2024 Mikil umræða hefur verið um hegðun lögreglumanna og ofbeldis í garð þeldökkra Bandaríkjamanna. Lögreglumennirnir hafa sætt harðri gagnrýni eftir að handtakan fór í dreifingu. Hill var sjálfur ekki lengi að láta í sér heyra á samfélagsmiðlinum X eftir að myndirnir voru gerðar opinberar: „Nú er tími fyrir breytingar“. Let’s make a change— Ty Hill (@cheetah) September 10, 2024 Þá mætti Hill í viðtal vegna málsins á CNN vestanhafs í gær. „Ég var í sjokki. Þetta var brjálað vegna þess að þetta gerðist allt svo hratt. Þetta gerðist svo hratt að ég tók ekki inn allt sem gekk á,“ segir Hill við CNN. „Ég hreyfði mig ekki því ég er að glíma við meiðsli. Ég spila líkamlega krefjandi íþrótt og ég býst við að lögreglumönnunum hafi ekki þótt ég gera hlutina eins og þeim hentaði,“ segir Hill. „Ég var að reyna það en ég er ennþá í áfalli eftir þetta. Ég skammast mín.“ Handtakan átti sér stað um tveimur klukkustundum fyrir leik Miami Dolphins við Jacksonville Jaguars, rétt fyrir utan heimavöll Dolphins í Miami. Liðsfélagar Hill sjást á myndskeiðinu skipta sér af því sem þar gengur á. Hill skoraði eitt snertimark í 20-17 sigri Dolphins og fagnaði marki sínu með því að setja hendur fyrir aftan bak, líkt og handjárnaður.
NFL Bandaríkin Tengdar fréttir Lék eftir eigin handtöku í fagnaðarlátum Útherjinn Tyreek Hill átti stórfurðulegan dag í gær þegar Miami Dolphins hóf NFL tímabilið á endurkomusigri á heimavelli sínum. 9. september 2024 09:31 Tyreek Hill slengt handjárnuðum í jörðina á leikdegi Tyreek Hill, leikmaður Miami Dolphins í NFL-deildinni, vonar að fall sé fararheill en hann var handtekinn á leið sinni á heimavöll Dolphins í dag. Höfrungarnir leika fyrsta leik sinn á leiktíðinni síðar í dag, allt í beinni á Stöð 2 Sport. 8. september 2024 15:25 Mest lesið Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Enski boltinn Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Fótbolti Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Íslenski boltinn Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Enski boltinn Ákvað að yfirgefa KR Körfubolti Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Körfubolti Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Fótbolti „Þá rennur stressið af manni“ Handbolti Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Ákvað að yfirgefa KR Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum Kane kominn í jólafrí? „Gæsahúð allsstaðar“ Allt á kafi er Buffalo valtaði yfir 49ers Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Hugsaði lítið og stressaði sig minna Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sjá meira
Lék eftir eigin handtöku í fagnaðarlátum Útherjinn Tyreek Hill átti stórfurðulegan dag í gær þegar Miami Dolphins hóf NFL tímabilið á endurkomusigri á heimavelli sínum. 9. september 2024 09:31
Tyreek Hill slengt handjárnuðum í jörðina á leikdegi Tyreek Hill, leikmaður Miami Dolphins í NFL-deildinni, vonar að fall sé fararheill en hann var handtekinn á leið sinni á heimavöll Dolphins í dag. Höfrungarnir leika fyrsta leik sinn á leiktíðinni síðar í dag, allt í beinni á Stöð 2 Sport. 8. september 2024 15:25