„Hjartað langaði að halda áfram að eilífu“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. ágúst 2024 08:01 Alfreð í leiknum sögulega gegn Argentínu á HM í Rússlandi þar sem hann skoraði fyrsta mark Íslands á HM frá upphafi. vísir/getty Það urðu tímamót hjá íslenska karlalandsliðinu í fótbolta í upphafi vikunnar er markahrókurinn Alfreð Finnbogason tilkynnti að hann hefði lagt landsliðsskóna á hilluna. Alfreð spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2010 gegn Færeyjum. Þegar upp var staðið hafði Alfreð náð að spila 73 landsleiki og hann skoraði 18 mörk í þeim leikjum. Hann segist hafa tekið þessa ákvörðun fyrr í sumar. „Ég byrjaði að hugsa þetta vel og innilega eftir landsleikina í mars. Í fyrsta skipti í langan tíma kom ég ekkert við sögu og mér fannst vera breytingar varðandi mitt mikilvægi inn á vellinum. Ég hef verið með þetta í maganum í nokkra mánuði og fannst þetta vera rétti tímapunkturinn núna. Sú tilfinning hefur ekkert farið frá mér síðan,“ segir Alfreð við íþróttadeild en það breytir því ekki að ákvörðunin var engu að síður erfið. Erfitt að sætta sig við að vera á eldri árum í boltanum „Ég var að fara með þetta fram og til baka. Þetta var erfitt og það er erfitt að sætta sig við að maður er kominn á eldri árin í fótboltanum. Hjartaðlangaði að halda áfram að eilífu. Því meira sem ég hef hugsað um þetta finnst mér tímapunkturinn vera réttur. Það eru kynslóðaskipti og það eru góðir menn í minni stöðu núna sem geta tekið við keflinu.“ Alfreð spjallaði við Åge Hareide landsliðsþjálfara í byrjun ágúst en tók endanlega ákvörðun í síðustu viku. Er mjög stoltur Hann hefur eðli málsins samkvæmt safnað mörgun góðum minningum í bankann og horfir sáttur til baka á landsliðsferilinn. „Það eru mörg augnablik en ef ég á að taka út eitt augnablik er það auðvitað að skora á HM. Í stóru myndinni er það auðvitað að fara á stórmót sem Íslendingur. Það er eitthvað sem var ekkert mjög raunhæfur möguleiki fyrir nokkrum árum,“ segir Alfreð stoltur. „Að vera einn 23 leikmanna sem var fyrir Íslands hönd á EM og HM er eitthvað sem gerir mig ótrúlega stoltan. Svo er það auðvitað þessi vinátta leikmanna sem er sérstök og eitthvað sem mun endast út ævina.“ Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira
Alfreð spilaði sinn fyrsta landsleik árið 2010 gegn Færeyjum. Þegar upp var staðið hafði Alfreð náð að spila 73 landsleiki og hann skoraði 18 mörk í þeim leikjum. Hann segist hafa tekið þessa ákvörðun fyrr í sumar. „Ég byrjaði að hugsa þetta vel og innilega eftir landsleikina í mars. Í fyrsta skipti í langan tíma kom ég ekkert við sögu og mér fannst vera breytingar varðandi mitt mikilvægi inn á vellinum. Ég hef verið með þetta í maganum í nokkra mánuði og fannst þetta vera rétti tímapunkturinn núna. Sú tilfinning hefur ekkert farið frá mér síðan,“ segir Alfreð við íþróttadeild en það breytir því ekki að ákvörðunin var engu að síður erfið. Erfitt að sætta sig við að vera á eldri árum í boltanum „Ég var að fara með þetta fram og til baka. Þetta var erfitt og það er erfitt að sætta sig við að maður er kominn á eldri árin í fótboltanum. Hjartaðlangaði að halda áfram að eilífu. Því meira sem ég hef hugsað um þetta finnst mér tímapunkturinn vera réttur. Það eru kynslóðaskipti og það eru góðir menn í minni stöðu núna sem geta tekið við keflinu.“ Alfreð spjallaði við Åge Hareide landsliðsþjálfara í byrjun ágúst en tók endanlega ákvörðun í síðustu viku. Er mjög stoltur Hann hefur eðli málsins samkvæmt safnað mörgun góðum minningum í bankann og horfir sáttur til baka á landsliðsferilinn. „Það eru mörg augnablik en ef ég á að taka út eitt augnablik er það auðvitað að skora á HM. Í stóru myndinni er það auðvitað að fara á stórmót sem Íslendingur. Það er eitthvað sem var ekkert mjög raunhæfur möguleiki fyrir nokkrum árum,“ segir Alfreð stoltur. „Að vera einn 23 leikmanna sem var fyrir Íslands hönd á EM og HM er eitthvað sem gerir mig ótrúlega stoltan. Svo er það auðvitað þessi vinátta leikmanna sem er sérstök og eitthvað sem mun endast út ævina.“
Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira