KA efst allra í seinni umferð og hart barist fyrir skiptingu Sindri Sverrisson skrifar 27. ágúst 2024 11:31 KA-menn hafa ekki tapað leik í háa herrans tíð. vísir/Diego Það er forvitnilegt að sjá hve ólík stigasöfnun liðanna í Bestu deild karla hefur verið fyrri og seinni hluta hinnar hefðbundnu deildakeppni. KA-menn hafa rakað inn flestum stigum allra liða í seinni umferðinni, og botnlið Fylkis gert betur en KR, Vestri og HK. KA hefur ekki tapað leik í seinni umferðinni. Síðasti tapleikur liðsins var gegn Breiðabliki á útivelli 19. júní, í 10. umferð og liðið hefur í seinni umferðinni safnað 19 stigum, og fengið á sig aðeins sjö mörk í níu leikjum. FH-ingar hafa einnig safnað vel af stigum í seinni umferðinni og Fylkismenn væru ekki á botni deildarinnar ef þeir hefðu spilað eins vel í upphafi móts. Valsmenn eru hins vegar í 6. sæti yfir flest stig í seinni umferðinni, meistarar í Víkings í 4. sæti og KR og HK neðst. Víkingur og KR eiga þó frestaðan leik sinn inni. HK-ingar hafa fengið á sig heil 30 mörk í 9 leikjum í seinni umferðinni. Stigasöfnunina í seinni umferð má sjá hér að neðan. Svona er stöðutaflan miðað við leikina í seinni umferð Bestu deildar karla, það er að segja frá og með 12. umferð. Víkingur og KR eiga leik sinn inni.Transfermarkt Hnífjöfn barátta um alla deild Núna eru aðeins tvær umferðir eftir áður en Bestu deildinni verður skipt í tvennt, fyrir fimm umferða úrslitakeppnina. Við þær bætist þó frestaður leikur KR og Víkings. Blikar og Víkingar eiga í hnífjafnri baráttu um Íslandsmeistaratitilinn en margt þarf að gerast til að Valur blandi sér í þá baráttu. Auk Vals eru FH og ÍA, og jafnvel Stjarnan, KA og Fram, í baráttu um Evrópusæti en efstu þrjú lið deildarinnar fá Evrópusæti, sem og liðið í 4. sæti ef að Víkingar vinna bikarúrslitaleikinn við KA og enda meðal fjögurra efstu í deildinni. HK og Fylkir sitja í fallsætum en Vestri og KR eru mjög skammt undan. Staðan í Bestu deild karla, tveimur umferðum áður en henni verður skipt upp í tvennt. Víkingur og KR eiga þó leik sinn til góða.KSÍ KA og Fram þurfa hjálp frá FH eða Vestra Það er fullt af afar mikilvægum leikjum í síðustu tveimur umferðunum fyrir skiptingu, og þar er barátta Stjörnunnar, KA og Fram hnífjöfn um sjötta og síðasta sætið í efri hlutanum. Engin innbyrðis viðureign er á milli þeirra svo að KA og Fram verða að treysta á að Stjarnan misstígi sig gegn FH eða Vestra. Allra síðasti séns Vals á að vera með í titilbaráttunni er á sunnudaginn þegar liðið mætir Val í 21. umferðinni. Hún fer öll fram þann dag. Lokaumferðin fyrir skiptingu er svo eftir landsleiki, 15. og 16. september, en áður mætast KR og Víkingur 13. september. Síðustu tvær umferðirnar áður en Bestu deild karla verður skipt í tvennt og leiknar fimm umferðir.KSÍ Besta deild karla KA Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Handbolti Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Formúla 1 Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Sýndi ljóta áverka eftir fallið Sport Lést aðeins 39 ára eftir langa glímu við átröskun Sport Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Íslenski boltinn Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Sjá meira
KA hefur ekki tapað leik í seinni umferðinni. Síðasti tapleikur liðsins var gegn Breiðabliki á útivelli 19. júní, í 10. umferð og liðið hefur í seinni umferðinni safnað 19 stigum, og fengið á sig aðeins sjö mörk í níu leikjum. FH-ingar hafa einnig safnað vel af stigum í seinni umferðinni og Fylkismenn væru ekki á botni deildarinnar ef þeir hefðu spilað eins vel í upphafi móts. Valsmenn eru hins vegar í 6. sæti yfir flest stig í seinni umferðinni, meistarar í Víkings í 4. sæti og KR og HK neðst. Víkingur og KR eiga þó frestaðan leik sinn inni. HK-ingar hafa fengið á sig heil 30 mörk í 9 leikjum í seinni umferðinni. Stigasöfnunina í seinni umferð má sjá hér að neðan. Svona er stöðutaflan miðað við leikina í seinni umferð Bestu deildar karla, það er að segja frá og með 12. umferð. Víkingur og KR eiga leik sinn inni.Transfermarkt Hnífjöfn barátta um alla deild Núna eru aðeins tvær umferðir eftir áður en Bestu deildinni verður skipt í tvennt, fyrir fimm umferða úrslitakeppnina. Við þær bætist þó frestaður leikur KR og Víkings. Blikar og Víkingar eiga í hnífjafnri baráttu um Íslandsmeistaratitilinn en margt þarf að gerast til að Valur blandi sér í þá baráttu. Auk Vals eru FH og ÍA, og jafnvel Stjarnan, KA og Fram, í baráttu um Evrópusæti en efstu þrjú lið deildarinnar fá Evrópusæti, sem og liðið í 4. sæti ef að Víkingar vinna bikarúrslitaleikinn við KA og enda meðal fjögurra efstu í deildinni. HK og Fylkir sitja í fallsætum en Vestri og KR eru mjög skammt undan. Staðan í Bestu deild karla, tveimur umferðum áður en henni verður skipt upp í tvennt. Víkingur og KR eiga þó leik sinn til góða.KSÍ KA og Fram þurfa hjálp frá FH eða Vestra Það er fullt af afar mikilvægum leikjum í síðustu tveimur umferðunum fyrir skiptingu, og þar er barátta Stjörnunnar, KA og Fram hnífjöfn um sjötta og síðasta sætið í efri hlutanum. Engin innbyrðis viðureign er á milli þeirra svo að KA og Fram verða að treysta á að Stjarnan misstígi sig gegn FH eða Vestra. Allra síðasti séns Vals á að vera með í titilbaráttunni er á sunnudaginn þegar liðið mætir Val í 21. umferðinni. Hún fer öll fram þann dag. Lokaumferðin fyrir skiptingu er svo eftir landsleiki, 15. og 16. september, en áður mætast KR og Víkingur 13. september. Síðustu tvær umferðirnar áður en Bestu deild karla verður skipt í tvennt og leiknar fimm umferðir.KSÍ
Besta deild karla KA Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Handbolti Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Formúla 1 Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Sýndi ljóta áverka eftir fallið Sport Lést aðeins 39 ára eftir langa glímu við átröskun Sport Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Íslenski boltinn Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Sjá meira