Hjarta Guðmundar slær með St. Mirren: Mæta Val í kvöld Aron Guðmundsson skrifar 25. júlí 2024 14:00 Guðmundur Torfason er fyrrverandi leikmaður skoska liðsins St.Mirren sem heimsækir Val í kvöld á N1 völlinn að Hlíðarenda í 2.umferð undankeppni Sambandsdeildar Evrópu Vísir/Samsett mynd Þrátt fyrir að hjarta fyrrverandi landsliðsmannsins í knattspyrnu, Guðmundar Torfasonar, slái með skoska liðinu St. Mirren er erfitt fyrir hann halda ekki með íslenskri knattspyrnu í kvöld þegar að Valsmenn taka á móti skoska liðinu í fyrri leik þeirra í 2.umferð Sambandsdeildar Evrópu. Um stóra stund er að ræða fyrir St. Mirren en þetta er í fyrsta sinn í rúm þrjátíu og sex ár sem félagið tekur þátt í Evrópukeppni. Guðmundur er fyrrum leikmaður St. Mirren. Hann varð markakóngur félagsins þrjú tímabil í röð á árunum 1989-1992 og er í miklum metum hjá stuðningsmönnum félagsins. Guðmundur mætir á Hlíðarenda í kvöld og fylgist með sínu gamla félagi hefja vegferð sína í Evrópukeppni þetta tímabilið. „Það er bara gaman að þessu,“ segir Guðmundur aðspurður um það hvernig Íslandsreisa St. Mirren horfi við honum. „Menn hjá St. Mirren hafa beðið eftir þessari stund í fjöldamörg ár. Það var kominn tími á þetta. Þetta er mjög stór stund fyrir félagið því eftir marga áratuga bið er það komið aftur í Evrópukeppni. Það verður bara spennandi að sjá og gaman að fylgjast með þessu í kvöld. Hvernig þeir standa sig á móti Valsmönnum.“ Það var árið 1989 sem Guðmundur var keyptur til St. Mirren frá austurríska liðinu Rapid Vín. Óhætt er að segja að í Skotlandi hafi upplifað góða tíma og raðað inn mörkum og markað sér sess í sögu St. Mirren. Forsíða íþróttablaðs DV árið 1990 þar sem að aðalfréttin var um frábært gengi Guðmundar með St. Mirren í skotlandi.Mynd: Timarit.is „Þetta voru frábærir tímar á mínum ferli. Liðin nokkur ár síðan þá en það er alltaf gaman að sjá þegar minnst er á gamla félagið. Þetta var og er fjölskylduklúbbur og virkilega gaman að liðið sé komið hingað til lands að spila við Val.“ Ákveðnar hindranir voru til staðar á þeim tíma sem Guðmundur gekk til liðs við St. Mirren því kvóti var á fjölda erlendra leikmanna hjá hverju félagi. „Það máttu bara vera tveir erlendir leikmenn á mála hjá hverju liði í Skotlandi. Þegar að ég var á mála hjá félaginu var leikmannhópurinn skipaður þrettán leikmönnum. Það var erfitt fyrir unga menn að fara erlendis að semja við lið og keppa þar. Evrópuleikir kvöldsins verða allir sýndur á rásum Stöðvar 2 Sport.Vísir/Sara Hann ber stuðningsmönnum liðsins góða sögu en þeir eru mættir hingað til Reykjavíkur í hundraðatali til að styðja sína menn áfram í leiknum gegn Val í kvöld. „Skoskir áhangendur eru engum líkir. Stuðningsmenn St. Mirren eru ekki undanskildir því og breytir engu hvort um er að ræða leiki skoska landsliðsins eða félagsins, heima eða að heiman, þeir mæta alltaf og styðja sína menn.“ Hvar stendur þú í kvöld. Ertu Vals megin eða St. Mirren megin? „Maður vill náttúrulega alltaf hafa íslensku liðin í forgrunni. Vill þeim vel. En auðvitað slær hjartað alltaf með gamla félaginu líka. Það er alltaf erfitt þegar að svona er en maður heldur náttúrulega bara með íslenskri knattspyrnu.“ Skoski boltinn Íslenski boltinn Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira
Um stóra stund er að ræða fyrir St. Mirren en þetta er í fyrsta sinn í rúm þrjátíu og sex ár sem félagið tekur þátt í Evrópukeppni. Guðmundur er fyrrum leikmaður St. Mirren. Hann varð markakóngur félagsins þrjú tímabil í röð á árunum 1989-1992 og er í miklum metum hjá stuðningsmönnum félagsins. Guðmundur mætir á Hlíðarenda í kvöld og fylgist með sínu gamla félagi hefja vegferð sína í Evrópukeppni þetta tímabilið. „Það er bara gaman að þessu,“ segir Guðmundur aðspurður um það hvernig Íslandsreisa St. Mirren horfi við honum. „Menn hjá St. Mirren hafa beðið eftir þessari stund í fjöldamörg ár. Það var kominn tími á þetta. Þetta er mjög stór stund fyrir félagið því eftir marga áratuga bið er það komið aftur í Evrópukeppni. Það verður bara spennandi að sjá og gaman að fylgjast með þessu í kvöld. Hvernig þeir standa sig á móti Valsmönnum.“ Það var árið 1989 sem Guðmundur var keyptur til St. Mirren frá austurríska liðinu Rapid Vín. Óhætt er að segja að í Skotlandi hafi upplifað góða tíma og raðað inn mörkum og markað sér sess í sögu St. Mirren. Forsíða íþróttablaðs DV árið 1990 þar sem að aðalfréttin var um frábært gengi Guðmundar með St. Mirren í skotlandi.Mynd: Timarit.is „Þetta voru frábærir tímar á mínum ferli. Liðin nokkur ár síðan þá en það er alltaf gaman að sjá þegar minnst er á gamla félagið. Þetta var og er fjölskylduklúbbur og virkilega gaman að liðið sé komið hingað til lands að spila við Val.“ Ákveðnar hindranir voru til staðar á þeim tíma sem Guðmundur gekk til liðs við St. Mirren því kvóti var á fjölda erlendra leikmanna hjá hverju félagi. „Það máttu bara vera tveir erlendir leikmenn á mála hjá hverju liði í Skotlandi. Þegar að ég var á mála hjá félaginu var leikmannhópurinn skipaður þrettán leikmönnum. Það var erfitt fyrir unga menn að fara erlendis að semja við lið og keppa þar. Evrópuleikir kvöldsins verða allir sýndur á rásum Stöðvar 2 Sport.Vísir/Sara Hann ber stuðningsmönnum liðsins góða sögu en þeir eru mættir hingað til Reykjavíkur í hundraðatali til að styðja sína menn áfram í leiknum gegn Val í kvöld. „Skoskir áhangendur eru engum líkir. Stuðningsmenn St. Mirren eru ekki undanskildir því og breytir engu hvort um er að ræða leiki skoska landsliðsins eða félagsins, heima eða að heiman, þeir mæta alltaf og styðja sína menn.“ Hvar stendur þú í kvöld. Ertu Vals megin eða St. Mirren megin? „Maður vill náttúrulega alltaf hafa íslensku liðin í forgrunni. Vill þeim vel. En auðvitað slær hjartað alltaf með gamla félaginu líka. Það er alltaf erfitt þegar að svona er en maður heldur náttúrulega bara með íslenskri knattspyrnu.“
Skoski boltinn Íslenski boltinn Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Sjá meira